Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1953, Page 28

Freyr - 01.02.1953, Page 28
60 FREYR > kafla á annan veg, þótt frásögn hans virðist vera í lagi að mestu leyti. Og ekki myndi ég hafa gleymt að geta þeirrar staðreyndar, að jafnvel Darwin trúði á alsæðis- kenninguna, sem Hippokrates setti fyrstur fram og gerir ráð fyrir, að sæði karldýrsins taki við vessum eða áhrifum frá öllum hlutum líkamans. Fyrir öld vissu menn ekki betur. Aftur á móti cr ekki hægt að fordæma kenningu Lamarcks um erfðir áunninna eiginleika nógu stranglega, því að hún hefir verið rækilega afsönnuð í þúsundum tilrauna, ekki sízt með tilraunum á ficiii ættliðum bananaflugunnar en mannaættliðir frá fyrsta ættlið til okkar daga eru. T>að er mun auðveldara að skýra alla þróunina á öðrum og öruggari grundvelli, hvað svo sem sovét-„erfðafræðingar“ nútímans segja til stuðnings kenningu Lamarks. Það er vissulega æski- legt, að við getum kynbætt menn, dýr og jurtir, með bættum aðstæðum einum, en því miður er það gagn- stætt lögmálum allra erfða. Það er nokkur ruglingur á öllu, sem á erlendum mál- um nefnist „modifikation", „genotyp" og „fenotyp", og á íslenzku er nefnt atviksbreyting, eðlisfar og svip- far. Með því að lesa rækiiega „Líffræði" Sigurðar Pét- urssonar, þar sem þessi hugtök eru skýrt tilgreind, ætli höfundur að geta kippt þessu í gott lag fyrirhafnar- lítið. Það cr að sjálfsögðu rétt, að erfðafræði nútímans byggist að mjög miklu leyti á rannsóknum á frumum, en þetta er í klaufalegasta lagi orðað, þegar sagt er, að fruman sé „starfssvið erfðafræðinnar". F.ins kann ég illa við að nota hið gamla og góða orð „lífsmark" um lífseinkenni, og danska orðið „flercellige dyr og plant- er“ hefir verið betur þýtt sem fjölfrumungar en fleir- frumungar. „Klorofyll" er nefnt latifgræna á góðri ís- lenzku, og eins mun deiliögn vera meira rcttnefni á „centrosom" en leiðarkorn. Fyrst verið er að nefna laufgrænuna og „karótínið" í litarkornum frumunnar, er engin ástæða til að sleppa þriðja efninu, sem kallað er „xanthofyll", þótt raunverulega eigi tal um þessi litarefni ekki heima í slíkri bók. I.itarkornin skipta sér vissulega, en ekki í sambandi við venjulegar frumu- skiptingar, heidur dreifast þau á nýju frumurnar al- gerlega reglulaust. Allmörgum línum er eytt í að skýra frá gerð frumu- kjarnans, enda byggjast í rauninni allar setningar erfða- fræðinnar á staðreyndum hans. Því miður hefir höf- undur haft allt of gamla lýsingu á frumukjarnanum til fyrirmyndar, enda einkennir það mjög margar erlendar kennslubækur, hve lítið höfundar þeirra hafa fylgzt með vexti og viðgangi frumufræðinnar. Um síðustu aldamót var það talið rétt að tala um litni, kjarna- net og litþræði sem þrennt meira eða minna ólíkt, og þá var talið sannað, að litþræðirnir myndi á hvíldar- stigi kjarnans einn samanhangandi þráð, sem kubbað- ist sundur í upphafi hvcrrar frumuskiptingar. Nú vit- um við, í stuttu máli sagt, að frumukjarninn er gerður af litþráðtinum einum, frumusafinn er venjulegt frymi og kjarnahýðið sennilcga aðeins nafnið. Kjarnanetið kemur fram, þegar hinir löngu litþræðir í hvíldar- kjarnanuin eru skoðaðir í lélegri smásjá. Litþræðirnir — en það orð er hið eina rétta nafn á krómósómum — eru ætíð lil í kjarnanum, en meðan fruman er á hvíld- arstigi, eru þeir langir og útdregnir, en vefja sig upp í gorm á gorm ofan, jregar skiptingin á að fara fram, svo að þeir styttast töluvert og verða gildari. Þegar þeir hafa stytzt að ákveðnu marki, raða þeir sér í einn flöt í rniðju frumunnar og hver litþráður klofnar að endi- löngu. Að klofningnum loknum ýta helmingarnir hvor öðrum frá sér líkt og segulnálar, og nýr kjarni með löngum litþráðum myndast smám saman í hvorum enda frumunnar. Urn líkt leyti vex veggur í miðri gömlu frumunni og klýfur hana í tvennt. Helmingaskiptingu nefnir Gunnar það, sem betur hefir verið nefnt fækkunarskipting á okkar máli. í því sambandi má geta þess, að erlendu orðin „haploid" og „diploid" hafa verið þýdd einlitna og tvílitna á ís- lenzku, og er þá miðað við margfeldi af litþráðafjölda kynfrumanna. Um þriðjungur allra dýra og æðri jurta hafa háar litþráðatölur, sem eru ýmist ferföld, sexföld eða margföld margfeldi af lægsta einlitna tölu sömu ættkvíslar. Slíkir einstaklingar eru ferlitna, sexlitna eða fjöllitna og nefndir einu nafni fjöllitningar. Fjöllitn- ingar hafa mikla þýðingu við kynbætur jurta nú þeg- ar og virðast vera að verða álíka þýðingarmiklir við kynbætur húsdýra. „Hermafroditism" eða sú staðreynd, að lægri dýr og flestar jurtir bera í senn karl- og kvenlíffæri, er engin „afbrigðileg æxlun", jrvert á móti, en það cr aftur á i móti sá „hermafroditism", sem öðru hvoru á sér stað hjá sérkvnja dvrum og jurtum og á fslenzku hefir verið nefnt viðrinisháttur um langan aldur. Þótt „partheno- genes" sé líka algeng tegund æxlunar, er hún líka stund- um afbrigðileg. Þetta orð hefir lengi verið þýtt mey- f:eðing, því að það á við fæðingu, sem ckkert karldýr hefir valdið. Það er, sem betur fer, rángt að segja, að kartöflu- systur undan sama gtasi breytist, ef þær yrðu ræktað- ar í Fljótshlíð og á Hornströndum, svo að afkvæmi þeirra „gefa ti! kynna, að hér væri um ólík afbrigði að ræða". Vafalaust yrðu kartöflurnar stærri í Fliótshlíð en á Ströndum í meðalári, en Gullauga er ætíð Gull- auga, Grænfjallakartöflur ætíð Grænfjallakartöflur, hvort sem þær eru ræktaðar á Hornströndum, í Fljóts- hlíð, á Ítalíu eða í Ástralíu. Þótt hin ytri áhrif geti að siálfsögðu valdið miklum brevtingum á eiginleikutn þeirra, breyta þau þó aldrei eðlisfarinu. Teikningin á 1. mvnd er ekki af neinum litþræði, scm menn hafa séð, heldur mjög umdeild skýringar- tilraun. Vissulega liggja konin eða erfðavísarnir líkt og perlur á festi á litþráðunum, en þótt þykkildin séu vafalaust bústaður konanna, hefir ekkert mannlegt auga litið þau sjálf ennþá. Það er rétt, að ekki finnast tveir lifandi einstaklingar alveg cins að gerð og útliti. Orsakir þessa eru taldar vera hinir mismunandi erfðaciginleikar og lífskjörin,

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.