Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1953, Qupperneq 31

Freyr - 01.02.1953, Qupperneq 31
FREYR 63 Áhrif Thyroproteins og Biu-vitamíns á varp, eggjaþunga, skurn og útungunarhæfni eggja. Poultry Science, Vol. 31, janúar 1952, greinir frá að Savaga, Turner Kempster og Hogan, hafi prófað að blanda í fóður hæn- anna efnum þeim, sem yfirskriftin nefnir. Voru hvítir ítalir síðan fóðraðir með blöndunni og annar hópur til samanburö- ar, sem ekki fékk þessi efni, en í þess stað prótein úr dýraríkinu. Þegar jurtaprótein var notað var útung- unarhæfni eggjanna ekki góð en árangur- inn af Biu og thyropróteini var ekki sann- anlega betri en ef alhliða dýraprótein var notað í fóðrið. ÁPF-efni blandað í fóður hæna, ásamt notkun fiskimjöls og án fiskimjöls. Á síðustu tímum hefir mikið verið skrifaö og rætt um hið svonefnda APF-efni, sem talsvert virðist vera í af auðleystustum pró- teinsamböndum kjöts og fiskjar. Hefir efni þetta reynzt áhrifaríkt í fóðri hænsna, einkum þar sem fóöur þeirra er annars úr jurtaríkinu að mestu eða öllu. Fjöldi til- rauna hefir verið gerður í ýmsum löndum til þess að komast að raun um gildi þessa APF-þáttar, sem sumir telja B12 vitamín en aðrir telja að enn sé óþekktur að því er efnasamsetningu snertir. Poultry Science, Nr. 1, janúar 1952, greinir frá tilraunum með hænur, er fóðraðar voru með fóðri úr jurtaríkinu, sem grunnfóðri og allir fjórir hópar, sem tóku þátt í tilrauninin ,fengu Riboflavin að auki. Einn hópurinn fékk þar að auki APF-efni og ekki aðra viðbót, en tveir hópar fengu síldarmjöl, auk APF, annar fékk eitt % og hinn 5% af fóörinu í síldar- mjöli. Egg þeirra hæna, sem hvorki fengu síld- armjöl né APF, og voru látnar ganga á vír- neti, gáfu aðeins 20% lifandi unga, en egg hæna, með samskonar fóður, er gengu á taði (Ding) gáfu 82,5% lifandi unga. Egg hæna, sem gengu á vírneti og fengu APF, gáfu 69% unga en egg hæna meö sama fóður, er gengu á bing, gáfu 89% unga. Hóparnir, sem fengu síldarmjöl, urpu eggjum, sem gáfu 81—89% unga, og bezt reyndust þar egg þeirra hæna, sem gengu á taði. Ungar þeirra hæna, sem fengu APF og 5% síldarmjöl uxu bezt. Lífs- þróitur unganna virtist því meira háður sildarmjöli og húsvist en gerviefnum í fóðrinu. Óhrein egg. „Verjist því að eggin óhreinkist“ skrifar Gunnar Hörte, í Jordbrukarnas Förenings- blad. „Hænurnar óhreinka eggin á meðan þær eru í hreiðrunum, þetta ber að forð- ast“, bætir hann við. En hvaða ráð gefur hann til þess að hjá því verði komizt? Þau eru þessi: Fyrst og fremst verður gólfið að vera þurrt. En það er bara ekki nóg. Eins og allir vita óhreinkast tær og fætur hænsn- anna við að vera úti og á sama hátt verð- ur þetta innan dyra, í votu húsi. Þegar þau síðan fara inn í hreiðrin bera þau óhreinindin á fótum sér og þegar egg eru í hreiðrunum færast óhreinindin yfir á þau. — En hvernig á að komast hjá þessu? — Það er m. a. hægt með því, að hafa borð fyrir framan hreiðuropin. Borðið á að vera 20 cm breitt og á hliðum þess sé listar, sem ná y2 cm yfir borðið. Á borðið er nú stráð þykku lagi af brenndu kalki. Þegar hænurnar koma með óhreina fæt- ur, þá hreinsast þeir í kalkinu og inn í hreiðrin fara hænur með nýþvegna fætur. Eggjunum er borgið! „Á mörgum hænsnabúum í umdæminu

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.