Freyr - 01.02.1953, Síða 34
66
FREYR
Verðhlutföll.
Um aldaraðiv var landauragreiðsla algengasta
greiðslufyrirkomulag hér á landi. Frá cinum tíma til
annars hefir magn landaura e£ til vill breytzt eitthvað,
en mikið mun það varla hafa verið. Það mun lengi
Iiafa viðgengist, að vikukaup karlmanns við slátt hafi
verið: ær loðin og lembd, eða 2 fjórðungar (10 kg)
af smjöri eða vættar kind (40 kg kind að hausti). Dag-
kaup við jarðabótavinnu (12 stunda vinnudagur) var
um aldamót 1,25 auk fæðis. Þá kostaði lambið 5 krón-
ur á haustnóttum (hagalamb), ærin var seld á 12—13
krónur, eða sama verði og rúgmjölstunnan (100 kg
rúgmjöl), en smjör kostaði þá 60 aura pundið. Þetta
eru staðreyndir, er þeir segja frá, sem þá voru á
bezta skeiði og nutu kjara, er hér greinir. Leiga eftir
ær voru 2 fjórðungar af smjöri (10 kg) fyrir kúgiidið
(6 ær) og auðvitað sama magn eftir kú, ef leigð var.
Báru leigutakar fulla ábyrgð á leigufé og viðhaldi þess.
Þeir sem vilja geta gert samanburð og rnetið tölu-
legar upphæðir samkvæmt verðlagi í dag.
Norsk Landbruk.
birtir, hinn 5. desember 1952, grein um heyið frá
sumrinu 1952, eftir prófessor Breirem. Eins og gerist á
Norðurlöndum hafa Norðmenn lagt kapp á að gera
scr sem fyrst grein fyrir lrvers virði það fóður er, sem
aflað hefir verið að sumrinu. Þessvegna er það tekið
til rannsókna eins fljótt og verða má.
Yfirlitið yfir þessar rannsóknir segir í fáum orðum:
Efnainnihald og meltanleiki var gerður á 3 sýnis-
hornum frá austurlandinu, einu frá vesturlandinu og
einu frá Þrændalögum. Oll sýnisshornin höfðu mik-
ið fóðurgildi. Umreiknað í 83% þurrefni inniheldur
1 kg þurrefni 0,45-0,53% F.E. Þarf þá 1,9-2,2 kg
þurrefni í fóðureiningu.
Öll sýnishornin voru fátæk af próteini, jafnvel síð-
slægja nreð 20—30% srnára í heyinu. Magn meltan-
legs hreinpróteins var aðeins 28—37 g í kg a£ heyi
miðað viö 83% þurrefni, eða 62—70 g í fóðureiningu. i
Kalcíummagnið er lítið í ár eða 2,7—4,1 g í kg af
heyi með 83% þurrefni. Fosfórmagnið er eðlilegt eða
1,6—1,8 g í kg af heyi með 83% þurrefni, að undan-
skildu einu sýnishorninu, en þar var það aðeins 1,3 g
í kg.
Norski tilraunastjórinn
Thor Homb, skrifaði um fóðurkál, ræktun þess og
hagnýtingu, 1 Norsk Landbruk í vetur. Er vaxandi
áhugi fyrir ræktun fóðurkáls meðal grannþjóðanna og
þá einkum á kostnað rófnanna. Astæðan er sú, að fóð-
urkálsræktun er ekkí eins vinnufrek og rófnaræktun, en
uppskera af fóðurkáli getur orðið allt að því eins mikil
og af þurrefnissnauðum rófum, að káli þeirra með-
töldu. Gat Homb þess að nokkur vandi væri á ferðurn
með að slá og hirða kálið, einkum með tiliiti til þess
að gera a£ því vothey.
Nú hefir annar Norðmaður skrifað um hvernig bezt
er að uppskera kál, það er: með venjulegum sjálfbind-
ara.
í þessu sambandi er viðeigandi að minnast þess, að
hér á ræktun fóðurkáis fullan rétt og hefir bændum
gefizt mjög vcl að láta kýrnar bara bíta það að haust-
inu og fram á vetur.
Áskrifendur!
F.ru allir nágrannar ykkar kaupendur Freys? E£ þið
vitiö um einhverja, sem ekki eru það, þá sýnið þeim
blaðið og hvetjið þá tit að styðja sitt cigið málgagn.
Og svo er það mjög vel séð ef þið sendið Frey kveðju
ykkar og greinið frá því, sem gerist í sveitinni eða
nágrenninu, eða ef annað kynni að vera uppi á ten-
ingi, sem þið viijið koma á framfæri.
Á blaðsíðu 11
í Frey nr. 1 í ár stendur í efstu línu dálksins til
hægri: „Aður en mjaltir hefjast næst, skal nota ilátin
. . . . en á að vera: .... skoia ilátin. Þetta ere lesendur
beðnir að taka til greina.
Búnaðarþing
kemur saman hinn 20. febrúar næstkomandi.
Freyr-
BÚN AÐARBLAÐ
ÚtgeL*7F'’.ur: Búnaðarfélag íalands og Stéttarsamband bænda. — Útgáfunefnd: Einar
Olafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþársson. — Ritstjóri: Gísli Kristjánsson. —
Ritstjóm, afgreiðsla og innheimta: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 1025. Sími 1957.
Áskriftarverð FREYS er kr. 50,00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda hi.