Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 18

Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 18
18 „Það er rétt að við höfum gert 180 milljóna króna samning um að setja upp verksmiðju til vinnslu á nílarkarfa í Uganda. Samningurinn felur í sér að við leggjum fram ráðgjöf um hönnun verksmiðjunnar og vinnsluferil- inn, en auk þess útvegum við all- an tækjabúnað inn í verksmiðj- una, loftræstikerfi, frysta, kæli- kerfi og fleira,“ segir Ellert Berg Guðjónsson, markaðsstjóri hjá Póls hf. „Þetta verkefni kom þannig til að við fengum fyrirspurn um nokkrar vogir og flokkara og síð- an leiddi eitt af öðru. Óskað var eftir því að við gerðum tilboð í vinnslulínuna og síðan kom einnig fyrirspurn um frystikerfi, loftræstingu og fleira. Við vinn- um þetta með Frostmarki ehf., sem sér um frystikerfið, Blikk- smiðurinn hf. hefur loftræsting- una með höndum og Formax hf. sér um vinnslulínuna. Nú þegar er búið að senda hluta vinnslulín- unnar og vigtarkerfisins til Ug- anda, en kæli-, frysti- og loft- ræstibúnaðurinn er ennþá í fram- leiðslu og við reiknum með að hann verði sendur út í maí. Miðað er við að gangsetja verksmiðjuna í september nk. og því er ljóst að í sumar verða hérlendir iðnaðar- menn og verkfræðingar við upp- setningu hennar í Uganda,“ segir Ellert Berg. Ótrúlegur vöxtur Vöxtur Póls hf., sem er með framleiðslu og þróun á Ísafirði en markaðsskrifstofu í Reykjavík, hefur verið eftirtektarverður á undanförnum árum. Á árinu 2000 var veltuaukningin 47%, 42% á síðasta ári og í ár stefnir í að aukning í veltu nemi allt að 30%. Af þessum tölum má ráða að starfsemi Póls hefur vaxið ótrúlega á skömmum tíma. „Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst sú að við komum með nýja skömmtunarvog á markaðinn árið 1999 sem er fyrir pökkun á upp- sjávarfiski, síld og makríl. Þessi nýjung, sem hefur að baki sér að- ferðafræði sem við höfum þróað, hefur gengið mjög vel og get ég nefnt að í Noregi hefur hún náð 70% markaðshlutdeild á þessum markaði og í Skotlandi er svipað uppi á teningnum. Við höfum á undanförnum árum lagt mikið upp úr því að kynna þessa vöru og sú vinna hefur verið að skila sér.“ Fyrsta rafeindavogin árið 1978 Póls er gamalgróið fyrirtæki og má rekja sögu þess allt aftur til ársins 1978 þegar það smíðaði fyrstu íslensku rafeindavogina. Nú starfa 27 starfsmenn hjá Póls, þar af þrír í markaðsmálunum í Reykjavík og 24 í framleiðslu- og þróun á Ísafirði. Á undanförnum árum hefur meirihluti framleiðslu Póls farið á erlendan markað. „Árið 1999 seldum við um 40% framleiðsl- unnar hér innanlands, tæp 20% árið 2000 og 6-7% á síðasta ári, Mikill vöxtur í starfsemi Póls hf. á undanförnum árum: Sömdu um uppsetningu verksmiðju í Uganda T Æ K N I

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.