Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 34

Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 34
34 K Ú F S K E L S V E I Ð A R framt að menn þekkja ekki hversu mikið veiðiþolið er. Í við- tali sem Ægir átti við Guðrúnu G. Þórarinsdóttur á Hafró fyrir ári kom fram að miðað við fyrir- liggjandi gögn væri auðugustu veiðisvæðin við norðausturhorn landsins, á því svæði sem Fossáin hefur sótt á undanförnum mánuð- um. Jafnframt sé vitað af veiði- svæðum í t.d. Dýrafirði, Arnar- firði og Önundarfirði. Hins vegar sé fátt vitað um kúfskeljamið við suðurströndina. Vísindamenn virðast sammála um þörfina á frekari kortlagningu kúfskelja- miða við Ísland, annars vegar til þess að stækka veiðisvæðin og hins vegar til þess að geta dreift veiðinni þannig að ekki verði of nálægt núverandi veiðisvæðum gengið. Merkilegt fyrirbæri Kúfskel er merkilegt fyrirbæri. Hún lifir frá fjöruborði niður á 100 m dýpi eða jafnvel dýpra í fínsendnum eða leirkenndum botni. Kúfskelin grefur sig niður í botninn, gjarnan liggur hún rétt undir yfirborði þannig að aðeins sjást inn- og útstreymisop henn- ar. Eftir að lirfustiginu sleppir er hún staðbundin en hefur gildan fót sem hún notar til að færa sig upp og niður í botnlaginu. Tálkn kúfskeljarinnar sía fæðu úr um- hverfinu, s.s. bakteríur, lífrænar leifar plantna og dýra og plöntu- og dýrasvif. Úr vexti kúfskeljar- innar dregur eftir því sem hún verður eldri, en ræðst að öðru leyti af fæðu, hitastigi og seltu. Kúfskelin virðist geta orðið um eða yfir 200 ára gömul. Elsta skelin sem hér hefur verið aldurs- greind var 201 árs, en í Banda- ríkjunum var elsta skelin 221 árs. Það er ljóst að vöxtur kúfskeljar er mjög hægur og að sama skapi nýliðun hennar. Spurning um nýliðun Í grein í Náttúrufræðingnum fyr- ir fimm árum, eftir Guðrúnu G. Þórarinsdóttur og Sólmund T. Einarsson kemur fram að nýliðun kúfskeljar við Ísland sé ekki þekkt en rannsóknir bendi til að hún sé lítil. Tekið er fram í grein- inni að niðurstöður hérlendra rannsókna bendi til þess að sam- setning kúfskeljastofnsins við Ís- land sé svipuð og við strendur Bandaríkjanna, þ.e. stórar og gamlar skeljar. Þetta veki grun um að nýliðun sé hugsanlega lítil í kúfskeljastofninum við Ísland. Því sé nauðsynlegt að nýliðun verði rannsökuð á komandi árum og fylgst verði náið með áhrifum veiða á stofninum. Og þetta und- irstrikar Guðrún G. Þórarinsdótt- ir á Hafró í Ægi í fyrra þegar hún segir það sitt mat að nýta beri kúfskeljastofninn af skynsemi, varhugavert sé að fara út miklar og óheftar veiðar. „Þær þurfa að vera sjálfbærar,“ sagði Guðrún „og því tel ég rétt að miða árlegar veiðar við 2-3% af áætlaðri stofn- stærð. Hvaða áhrif hefur trollið á skelina? Þorsteinn Óli Þorbergsson segir að í sínum huga sé mikilvægast að fá þeirri spurningu svarað hver útbreiðsla kúfskeljarinnar á land- grunninu við Ísland er. „Ég tel að menn verði að gefa sér góðan tíma í að rannsaka þetta og mæla. Bæði þarf að mæla á nýjum stöð- um og einnig þar sem gerðar voru mælingar fyrir mörgum árum síðan. Fyrir liggja upplýsingar úr þeim mælingum, m.a. útbreiðsla og magn og það væri mjög áhugavert að fá samanburðarmæl- ingu. Mér þætti líka mjög áhuga- vert að fá upplýsingar um hvaða áhrif trollið hefur á skelina. Í því sambandi horfi ég m.a. til þess hvort og þá hvaða áhrif rækju- trollið hefur á skelina,“ segir Þor- steinn. Hann vill ekki svara því af- dráttarlaust játandi að þetta séu skemmtilegar veiðar en tekur þess í stað þannig til orða að gaman sé að vera einn af frum- herjum á þessu sviði hér á landi. „Ég er svo forvitinn að ég vil helst vera þátttakandi í rann- sóknaleiðöngrum,“ segir Þor- steinn og hlær. Mikilvæg vinnsla á Þórshöfn Þorsteinn segir að túrar Fossár séu misjafnlega langir, það fari alfarið eftir því hversu langt er á miðin. Algeng lengd túra sé um eða yfir 30 tímar, þar af sé skipið að veið- um í 15- 20 tíma. „Ef vel gengur erum við á milli 15 og 20 tíma að Svo virðist sem nægur markaður sé fyrir kúfiskinn og markaðurinn þoli töluverða við- bót. Úr kúfiskvinnslunni á Þórshöfn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.