Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 21

Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 21
21 þrjóska og bilun að við skyldum ekki gefast upp, enda gátum við ekki keypt okkur neina fagþekk- ingu. Í upphafi vöruþróunar byggðum við á þeirri kunnáttu sem hér var til staðar í sútun mokkaskinna og þreifuðum okk- ur síðan áfram. Til þess að þetta gæti gengið upp þurfti mikla þolinmæði og þrjósku,“ sagði Friðrik. Mikill flutningskostnaður á hráefninu Eins og áður segir framleiðir Sjáv- arleður leður úr laxaroðum og einnig af nílarkarfa frá Kenya. Friðrik segir að nílarkarfaroðið henti vel til vinnslu. „Bæði hentar þetta roð vel til sútunar og síðan hefur ekki lítið að segja að í hin- um ýmsu litum er nílarkarfinn afar fallegur og sérstakur. Það má segja að nílarkarfinn selji sjálfan sig á útlitinu,“ sagði Friðrik. Sútað fiskroð frá Sjávarleðri er notað í ýmis tískuföt til skreyt- ingar á yfirhafnir og einnig eru t.d. saumaðar töskur og skór úr því. „Vöruþróunin í laxaroðinu hafði það m.a. að markmiði að ná því mjúku til þess að nýta það í fatnað,“ sagði Friðrik. Þó að það hljómi kannski ein- kennilega er hráefnið nokkuð dýrt í innkaupum og Friðrik nefnir að flutningskostnaðurinn á því frá bæði Færeyjum og Kenya sé gríð- arlega mikill, án þess þó að vilja nefna neinar tölur í því sambandi. Stærstir í heiminum Sjávarleður er eftir því sem best er vitað eina fyrirtækið á þessum markaði í heiminum. „Við höfum ekki orðið varir við samkeppni í nákvæmlega þessu. Við höfum forskot og ég hef sagt að þó að við séum ekki stórir, þá séum við þó stærstir í heiminum. Við erum hins vegar þess fullvissir að það mun koma samkeppni á þessum markaði, en ég er að vonast til þess að við höfum aflað okkur það mikillar grunnþekkingar á þessu sviði að við höfum gott forskot á hugsanlega keppinauta,“ segir Friðrik. Tískuheimurinn vill náttúruleg efni Það má leiða líkum að því að tískuheimurinn hafi gleypt við framleiðslu þeirra Sjávarleðurs- manna á Sauðárkróki einmitt vegna þess að þessi vara er ný og óþekkt á markaðnum. Sútuð slönguskinn í fatnað eru þekkt og þau hafa á víxl verið í tísku eða dottið úr tísku. Fiskroð er hins vegar nýmæli og þess vegna eru tískuhönnuðir tilbúnir til þess að kaupa það dýru verði. „Tísku- heimurinn er stöðugt að kalla á ný efni og vill hafa þau náttúru- leg og þar höfum við heppnina með okkur,“ segir Friðrik. Hönnuður í París Friðrik segir að því verði ekki á móti mælt að markaðssetning á framleiðsluvörum Sjávarleðurs sé tímafrek og dýr. „Við verðum að sækja sýningar reglulega til þess að kynna okkar framleiðsluvörur. Árið 1999 ákváðum við að ein- beita okkur að Frakklandsmark- aði og við bundum við það vonir að þar gætum við slegið tvær flugur í einu höggi því líkur væru á því að Ítalíumarkaðurinn myndi fylgjast vel með nýjung- um í tískuheiminum í Frakk- landi. Það er að koma á daginn að við veðjuðum þar á réttan hest. Við erum með íslenskan hönnuð á okkar snærum í París, Sigrúnu Úlfarsdóttur, sem hefur unnið hjá mörgum af þekktu tískuhúsunum og þekkir ýmsa lykilmenn í þess- um heimi og veit við hverja er ár- angursríkast að tala. Hún hefur unnið mjög gott starf fyrir okk- ur,“ segir Friðrik. En þrátt fyrir að hafa komist inn fyrir þröskuld- inn hjá áðurgreindum þekktum tískuvörufyrirtækjum er Sjávar- leður ekki orðið ríkt fyrirtæki, en vissulega hefur verið náð mikils- verðum árangri sem gefur góð fyrirheit um framtíðina. Fiskroðið hefur held- ur betur vakið athygli í tískuheiminum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.