Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 41

Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 41
Ísþorskur, Arctogadus glacialis Ísþorskur, 35 cm langur, veiddist í ágúst á 448-494 m dýpi í rækjuvörpu rs. Drafnar RE norðan við Halamið. Þetta mun vera þriðji eða fjórði fiskur þessarar tegundar á Íslandsmiðum. Sá fyrsti veiddist árið 1995. Lýr, Pollachius pollachius Í febrúar veiddist 64 cm lýr út af Gerpi. Veiðiskip var Anna Rósa NK. Þessi tegund er ekki algeng svona norðarlega. Tveir veiddust í nóvember á 137-240 m dýpi á Stokksnesgrunni. Þeir voru 64 og 70 cm langir. Veiðiskip var Hrafn GK. Skötuselur, Lophius piscatorius Í apríl veiddist, 55 cm langur, skötuselur í grásleppunet á 60 m dýpi við Hraunsvita norðaustur af Skagatá. Skötuselur hefur ekki verið algengur á þessum slóðum hingað til. Hann hefur haldið sig meira undan Suðurströndinni. Kjáni, Chaunax suttkusi Skömmu fyrir jól veiddist 9,4 cm langur kjáni á 622 m dýpi djúpt vestur af Öndverðarnesi. Veiðiskip var Snorri Sturluson RE. Þetta er fjórði fiskur þessarar tegundar sem hér veiðist. Árið 1997 veiddust tveir, annar þeirra sunnan Vestmannaeyja en hinn á Reykjaneshrygg. Árið 1998 veiddist síðan einn sunn- an Vestmannaeyja. Tuðra, Himantolophus albinares Togarinn Snorri Sturluson RE veiddi eina 23,5 cm langa tuðru í júní á 824 m dýpi djúpt suðvestur af Reykjanesi. Lúsífer, Himantolophus groenlandicus Í júní veiddi Snorri Sturluson RE fjóra lúsífera, 20-24 cm langa á 732-824 m dýpi djúpt suðvestur af Reykjanesi. Drekahyrna, Chaenophryne draco Í lok júní veiddist ein 12,5 cm löng drekahyrgna á 824 m dýpi djúpt suðvestur af Reykjanesi. Veiðiskip var Snorri Sturlu- son RE. Slétthyrna, Chaenophryne longiceps Um miðjan júní veiddi Snorri Sturluson RE eina 21,5 cm langa slétthyrnu á 824 m dýpi djúpt suðvestur af Reykjanesi. Sædjöfull, Ceratias holboelli Í maí veiddi Snorri Sturluson RE einn 43 cm langan sædjöful á 769 m dýpi í Grænlandshafi utan 200 sjómílna markanna og í júní veiddi sama skip þrjá 31,3 til 59 cm langa innan 200 sjó- mílna markanna djúpt suðvestur af Reykjanesi. Surtur, Cryptopsaras couesi Í maí veiddi Snorri Sturluson tvo, 21 og 23 cm langa, surta á 769 m dýpi í Grænlandshafi rétt utan 200 sjómílna markanna og í maí og júní veiddi sama skip þrjá, 16-34 cm langa á 732 m dýpi djúpt suðvestur og vestur af Reykjanesi. Gráröndungur, Chelon labrosus Um miðjan júlí veiddist 51 cm langur gráröndungur í sil- unganet í Holtsósi undir Eyjafjöllum. Geirnefur, Scomberesox saurus Í lok september náðist 29 cm langur geirnefur í Seltjörn á Seltjarnarnesi. Dökksilfri, Diretmoides parini Í lok janúar veiddist í botnvörpu Hrafns Sveinbjarnarsonar GK 34 cm langur dökksilfri á 311-366 m dýpi á Þórsbanka undan Suðausturlandi. Litli búrfiskur, Hoplostethus mediterraneus Í mars veiddi Þerney RE 21 cm langan litla búrfisk á Eldeyj- arsvæðinu. Þessi tegund veiddist fyrst á Íslandsmiðum árið 1964. Árið 1998 veiddist annar og þessi er þá sá þriðji. Rauðserkur, Beryx decadactylus Veiddist í janúar á 249 m dýpi í Kolluál. Lengd var 44,5 cm og veiðiskip Gnúpur GK. Fagurserkur, Beryx splendens Gullver NS veiddi einn í botnvörpu út af Stokksnesgrunni í febrúar. Göltur, Neocyttus helgae Um miðjan júní veiddist einn 9 cm langur á 824 m dýpi í vörpu Snorra Sturlusonar RE djúpt suðvestur af Reykjanesi. Alls hafa sex fiskar þessarar tegundar veiðst á Íslandsmiðum síðan 1989 á svæðinu frá Berufjarðarál vestur með landi norður á grálúðuslóð vestan Víkuráls. Sænál, Entelurus aequoraeus Í nóvember veiddist ein í net á 55 m dýpi út af Hellissandi. Veiðiskip var Klettsvík SH. Enginn veit hve langt er síðan sæ- nál veiddist hér við land. Hún sleppur við flest veiðarfæri vegna vaxtarlags síns auk þess sem hún er illgreinanleg þegar hún veiðist. Urrari, Eutrigla gurnardus Í janúar veiddi Snorri Sturluson í botnvörpu sex urrara, 21-40 cm langa við Eldey. Ennisfiskur, Platyberyx opalescens Í maí og júní veiddi Snorri Sturluson RE fjóra ennisfiska, 20- 29 cm langa vestur og suðvestur af Reykjanesi. Kólguflekkur, Pagellus bogaraveo Í september veiddi Þorri VE í botnvörpu á 238-256 m dýpi í F I S K A R 41

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.