Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 23
tektarverður og árangur fyrirtæk-
isins segir allt sem segja þarf um
að þar á bæ eru menn að vinna
faglega og búa til góða og eftir-
sóknarverða vöru. „Við höfum
ekki ástæðu til þess að hafa
nokkra minnimáttarkennd,“ segir
Sigurður Guðni og hlær, „stað-
reyndin er sú að hér á landi eru
útgerðir og fiskverkendur miklu
framsæknari og frjórri varðandi
tæknivæðingu í sjávarútvegi en
almennt gerist. Menn gera sér
grein fyrir því að með því að
fylgja tækninni eftir ná menn
betri árangri. Þetta á við um
margar útgerðir hér á landi. Ég
get nefnt sem dæmi Samherja,
sem hefur náð eftirtektarverðum
árangri með nýrri tækni í upp-
sjávarveiði um borð í Vilhelm
Þorsteinssyni, Festi, sem gerir út
Guðrúnu Gísladóttur og Ísfélagið
í Vestmannaeyjum sem er með
plötufrysta með sjálfvirkri inn-
og útmötun. Sjálfvirkir frystar
eru einnig um um borð í Guð-
rúnu Gísladóttur. Ég vil einnig
nefna Harald Böðvarsson hérna á
Akranesi. Án HB væri Skaginn
ekki í þeim sporum sem hann er í
dag því stjórnendur þar hafa í
gegnum árin leyft okkur að prófa
ný tæki sem við höfum verið að
þróa.“
Í samvinnu við
Þorgeir & Ellert
Skaginn er ekki gamalt fyrirtæki
- stofnaður árið 1998. Skaginn
hf. var stofnaður með sameiningu
stáldeildar Þorgeirs & Ellerts hf.
og IÁ-smiðju. Skaginn og Þor-
geir & Ellert eru tvö aðskilin fyr-
irtæki á Akranesi, en þau eru þó
nátengd. „Fyrirtækin eru með
sameiginlega skrifstofu og yfir-
stjórn og Þorgeir & Ellert á hlut í
Skaganum,“ segir Sigurður
Guðni.
Starfsmenn Skagans eru nú um
70. Bæði er um að ræða járn- og
plötusmiði, hönnuði og ýmsa
tæknimenn. „Við erum með um
tíu manns í hönnunar- og tækni-
deild fyrirtækisins.
Verkefni út um allan heim
Skaginn er með verkefni út um
allan heim. Á síðari hluta síðasta
árs var til dæmis unnið að því að
setja upp lausfrysta frá Skaganum
um borð í skip suður-afríska sjáv-
arútvegsfyrirtækisins Sea Harvest.
„Við höfum verið að þróa fram-
leiðslu á lausfrysti, sem er ein-
stakur á markaðnum, enda er
hann einkaleyfisvarinn. Þetta er
langminnsti lausfrystirinn á
markaðnum miðað við afkasta-
getu. Það þýðir að hægt er að
setja hann um borð í mismunandi
stærð fiskiskipa. Reynslan af þess-
um lausfrystum er einstaklega
góð. Til dæmis kom í ljós eftir að
við settum slíkan lausfrysti um
borð í Arctic Varrior, einn af tog-
urum Boydline í Hull í Englandi,
að gæðin á fiskinum reyndust
meiri en menn þar hafa áður séð.
Einnig er lausfrystir frá okkur ný-
lega kominn um borð í færeyskt
fiskiskip. Við aðlögum frystinn
að skipunum og nýtum það pláss
sem er til ráðstöfunar í hverju
skipi. Ég held að megi segja að
þessir frystar séu bylting. Fryst-
ingin í þeim er blanda af svokall-
23
„Staðreyndin er sú að hér á landi eru útgerðir og fiskverkendur miklu framsæknari og frjórri varðandi tækni-
væðingu í sjávarútvegi en almennt gerist,“ segir framkvæmdastjóri Skagans hf. Myndir: Sverrir Jónsson.