Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 29

Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 29
S J Ó M A N N S L Í F 29 Aflinn rann eftir færibandinu í æðandi takti að mér þótti en breytti engu því við hausavélina stóð Júlíus Hríseyingur keikur og afgreiddi málin með æfðum handtökum atvinnumannsins. Hauslaus rann fiskurinn áfram á færiböndum ofan í ker og upp úr á ný að flökunarvél Sigurðar og þaðan að snyrtiborðinu hvar þeir stóðu í röðum og snyrtu Þórir, Haraldur, Rúnar, Pétur Már og síðar auk held- ur Kristján og Júlíus. Þá var komið að þætti undir- ritaðs er stóð óstyrkum fótum við enn eitt færibandið og skyldi flokka aflann áður en hann rynni áfram til þeirra pökkunarmeistara, Jóa „fýra“ og Birgis. Vigtin ofan færibandsins átti eftir að verða bandamaður minn úthaldið allt og þó smám saman hafi hæfnin að áætla þyngd aukist í takt við fengna reynslu var vog- in aldrei sniðgengin. Þessa fyrstu vakt mátti ég þannig skilja á milli þorskflakanna í hinum ýmsu stærðarflokkum, svo sem small, medium, large og júmbó, aukinheldur hvort flakið skyldi fara á Bretland eða BNA... Það skal viðurkennt að ég réði illa við hraðann þessa fyrstu vakt mína og þáði auðmjúkur aðstoð þeirra p(r)akkara við flokkunina er bandið var tekið að fyll- ast nokkuð. Raunar gerði ég athugasemd við hinn uppsafnaða afla á færibandi mínu með handapati og nokkurn vonleysisglampa í augum framan við Har- ald bátsmann en uppskar ekki annað en glott félag- anna og vægast sagt takmarkaða meðaumkun þeirra allra. Ég kvartaði ekki aftur! Kl. 00.30 nákvæmlega kom Vésteinn bátsmaður trítlandi inn með mannskap sinn og tryggði þar með áframhaldandi vinnslu. Okkar vakt var þar með lokið og neita ég því ekki að ég var býsna stoltur af sjálf- um mér enda klárað það sem af mér var ætlast, svona nokkurn veginn a.m.k. Smásnarl uns gengið var til hvílu en ljóst var að rútínan var hafin; upp kl. 05.50 að morgni þar sem Biggi kokkur vakti okkur með banki og „Góðan dag“-kveðju, morgunmatur, vakt f.o.m. kl. 06.30, stutt kaffihlé (og með því fyrir þá sem voru í sogþörf) um kl. 08 í stakkageymslu, kaffitími kl. 09, smáhlé kl. 11 í stakkageymslu á ný uns vakt var lokið kl. 12.30 - aðrar vaktir eins alla daga fiskaðist á annað borð. Í fyrstu fannst mér sem degi væri lokið er ég fór á kvöldvaktina en hversu einkennilega sem það kann að hljóma þá voru fyrstu dagarnir eins og tvöfaldir væru en þó leiddist mér aldrei. Vaktafyrirkomulagið, morgun- og kvöldvakt, með frívakt á milli þar sem maður gjarnan sefur hluta hennar veldur þessu en smám saman lærist manni rullan. Vagg og velta veldur velgju... Eftir einkar ljúft sjólag á 1. degi var kominn heldur úfnari sjór að morgni 13. janúar en breytti því ekki að maður mætti all drjúgur til morgunverðar, skellti í sig góðum slurk súrmjólkur ásamt að gera appel- sínu góð skil. Þegar í stakkageymslu var komið, þar var oftar en ekki heitt og reykmettað loft, fann ég að við vorum ekki í sama takti, ég og kviðurinn. Leið mér sumsé fremur illa og þótti ekki gott til þess að vita að framundan var öll vaktin þar sem tækifæri til afslöppunar gæfust fá. Ég skyldi standa mína plikt hvað sem tautaði og raulaði - og gerði það uns ég til- kynnti pökkurum að ég brygði mér frí til þess að létta á uppkomnum þrýstingi... Ég gældi við Gustavsberg um stund og leið ekkert vel - á þessari stundu fóru í gegnum hugskot mitt hvernig túrinn yrði ætti fyrir mér að liggja að eiga meiri samskipti við Gustavsberg gegnum andlitið en afturendann! Eftir ca. 10 mínútna ójafna baráttu var haldið fram á millidekk á ný þar sem löng vakt beið mín, meðaumkun merkti ég ekki á andlitum félag- anna, helvítis landkrabbinn var að gefa sig og var þegar kominn með viðurnefnið „Gubbi“! Þótti nafn- giftin nokkuð við hæfi enda væntu félagar mínir, rétt eins og ég sjálfur, að æluförin að morgni þess 13. yrði sú fyrsta af mörgum. Kvöldvaktin byrjaði rólega þar sem lokið var að vinna innkominn afla, sátum við ýmist í reykkróknum inn af borðstofunni eða í setu- stofunni á hæðinni fyrir ofan - þar var athvarf mitt og annarra er ekki töldu reykloft króksins sem góðan kost. Heilsan var þegar hér var komið við sögu ekki spennandi þar sem velgjan var til staðar og það var ákveðinn léttir þegar Halli bátsmaður kom í dyra- gættina og kallaði „hífa“ því ég taldi betra að vera við vinnu en að kveljast eins og aumingi fyrir framan sjónvarpið. „Gubba“-viðurnefnið hvarf þó jafn skjótt og það kom til því ekki urðu frekari samskipti við postulínið sænska með áðurnefndum hætti - leit raunar aldrei um öxl og sjálfsagt hefur einhverjum þótt miður að landkrabbinn skyldi standast velting- inn. Sjálfur fagnaði ég þessu og lærði að hyggilegt er að velja matinn að kostgæfni, a.m.k. í upphafi ferðar en þegar frá leið borðaði ég það sem mig langaði í og naut þess, enda sæmir matur Birgis Þórs hvaða veisluborði sem er. Talandi um mat er merkilegt að fylgjast með borð- haldi skipverja því menn eru fremur röskir að koma matnum í sig, enda er tíminn takmarkaður, oftast. Sjálfsagt hef ég náð að bæta millitímann er á leið en einhvern veginn var það nú svo að ég sat gjarnan einn við borðið og naut lystisemda matargerðar unga mannsins meðan reykurinn tók að svífa úr reykhorn- inu, vildu menn síður missa af tækifæri að ná sér í eina eða tvær fyrir vakt. Nema Jói „fýra“, hann lét Allt á fullu í vinnslunni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.