Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1950, Side 10

Símablaðið - 01.01.1950, Side 10
6 SlMABLAÐIÐ starfsaldri og hæfileikum, — og þeir sem gefið er tækifæri til að sækja um stöðurnar. ÞaÖ eru mörg dæmi þess, að ungir símrit- arar hafa verið sendir héðan til dvalar úti á landi og við því er ekkert að segja. — En það er þeim ekki uppörvun, né hinum sem þar eru fyrir, — ef litið er svo á, að þeir komi ekki til greina í samkeppni um hækkunarstöður í höfuðstaðnum. Hér hlýtur að vera um mistök að ræða sem vonandi koma ekki oftar fyrir. ÞaÖ væri mjög æskilegt, að meiri sam- vinna væri með símamálastjórninni og stjórn F. f. S. um meðferð persónalmálanna í heild. Ófriður um þau er stofnuninni ekki til góðs. Símaráðið var á sínum tíma vettvangur til þess. Eftir því sem stofnunin vex og starfs- fólkinu fjölgar og starfsdeildum, er meiri nauðsyn þess, að hann sé notaður. Þess er að vænta, aÖ Póst- og símamálastjóri veki ráðið af svefni, og beiti starfskröftum þess í þágu stofnunarinnar og starfsfólks hennar. Veiðimaður var eitt sinn að koma heim úr veiðiför í frumskógum Afríku. Er hann átti ca. ioo metra ófarna til tjaldbúðanna sá hann skyndilega stórt ljón 2—3 metra fram undan, tilbúið til stökks. — Greip hann í snatri til byssunnar og skaut, en hitti ekki. Ljónið tók undir sig stökk, en stökk of hátt og of langt, og lenti því fyrir aftan veiðimanninn, sem tók til fótanna og komst heim. Næsta morgun fór veiÖimaÖurinn út í skóg og hugðist æfa sig í að skjóta á stuttu færi. Ekki hafði hann farið langt er hann heyrði þrusk úr rjóðri einu rétt hjá sér. Hann gekk á hljóðiÖ og hvað haldið þið að hann hafi séð? í runnanum sá hann ljónið frá deginum áður, vera að æfa sig í stuttu stökki. Stökur HÓFSEMI. Oft ég hefi glímt við glas góðum stundum feginn, og í gegn um gleði og þras gengið meðalveginn. NORÐANGARÐUR. Nú er bitur norðanátt. Nú er hrím á lóni. Nú á margur nefið blátt. Nú er kalt á Fróni. AFTURFÖR. Eg á mæðu hlusta hljóð heims frá gæðum snúinn, Mér í æðum blundar blóð — Blíðu og kvæðum rúinn. VIÐVANINGUR. Margur reglur braga braut, er byrjar að yrkja smeykur. Fyrir hann er þetta þraut, sem þó er hinum leikur. PIPARMEY. Hvar er orðið allt mitt traust, er ég hætt að vona? Það er ekki þrautalaust að þurfa að bíða svona. EKKI TALANDI SKÁLD. Þó ég stökum strái um frón og stuðli af öllum mætti, get ég aldrei eftir bón ort að skálda hætti. ÖFUGMÆLI. Sértu laus við lýða soll, ljóð og fagrar konur, þér er gæfan þíð og holl, þú ert hennar sonur. ALDARHÁTTUR. Ómennskan er ennþá til, — eitraður sálargróður, lastatungur, laumuspil, lygfi og undirróður. G. J.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.