Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1950, Page 24

Símablaðið - 01.01.1950, Page 24
20 SlMABLAÐlÐ Halldór Skaptason sjötugur. Hinn 20. okt. s.l. átti Halldór Skaptason, aðalbókari Landssímans, sjötugsafmæli. Óþarft er að kynna hann fyrir lesendum Símablaðsins, þar eð hann er einn elsti starfs- maður Landssímans, bæði að aldurs- og starfstíma, hefur unnið mikiÖ og gott starf innan félagssamtaka símamanna og er nú heiðursfélagi F. í. S. Halldór gekk í þjónustu Landssímans þeg- ar, er síminn var opnaður, 1906, — og var hann í hópi hinna fyrstu, er leituðu náms erlendis í símafræðum. Síðan hefur hann starfað óslitið hjá simastofnuninni til þessa dags. Margskonar störf hefur hann unnið, ver- ið linumaður, símritari, ritsimastjóri og að- albókari. Víðsvegar um land hefur hann unnið, og þó aðallega á Seyðisfirði, Akur- eyri og í Reykjavík. Ég, sem þessar línur rita, hef átt því láni að fagna, að eiga náið samstarf við Halldór síðustu sex árin, en þvi tek ég þannig til orða, að mér þykir fengur í að hafa kynnst hon- um, fyrir margra hluta sakir. Hann er af þeirri tegund manna, er telja verður nokkuð sérstæða, og lifa áfram í hug þeirra, er þá þekktu, þó að ár líði og leiðir skilji. Vart er hægt að hugsa sér meira prúð- menni og dagfarsbetri mann en Halldór. Ekki ber að skilja það svo, að hann sé geð- lítill friðsemdarmaður, — nei — oft hvessir hið innra, og þá er hann einbeittur og fast- ur fyrir, — en alltaf hreinn og beinn, — drenglundin í öndvegi. Hann er af gamla skólanum, vinnur störf sín hávaðalaust, og er hvorki gæddur þeirri flærðar silkimýkt annars vegar né þeirri frekju hins vegar, er virðist vera nauðsyn- legur eiginleiki til þess að komast til svo- kallaðra metorða í þessu landi. Starfsmaður er Halldór mikill, samvizku- samur og svo skyldurækinn, að til fyrir- myndar mætti vera. Þó aldurinn sé nú orðinn nokkuð hár, er hann ennþá ungur í anda, og lítinn bilbug á honum að finna. Og þó hann sé nú kom- inn að starfsaldurstakmarki opinberra starfs- manna, verður það ekki á honum séð, né í starfi hans. Ég vil enda þessi orð mín, — og veit að ég mæli þar fyrir munn margra, — með því að þakka honum mikið og gott starf í þágu Landssímans, og þar með þjóðarinnar —■ ánægjulegt samstarf, — og óska honum allra heilla á komandi árum. Jör. Oddsson. * * /1 rn/ Ærnason íintnt ínt/ttt'. Þann 19. marz næstk. verður Árni Árna- son, símritari í Vestmannaeyjum, fimmtug- ur. Hann er fæddur að Búastöðum i Eyjum 19. marz 1901, sonur hjónanna Árna Árna- sonar frá Vilborgarstöðum er síðar bjó á Grund og konu hans Jóhönnu Lárusdóttur á Búastöðum hreppstjóra þar Jónssonar. Addi á stöðinni, eins og hann venjulega er kallaður eystra þar, byrjaði að vinna á símastöðinni í Vestmannaeyjum 1919, og hefur unnið þar að heita má sleitulaust síð-

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.