Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1950, Page 27

Símablaðið - 01.01.1950, Page 27
SlMABLAÐIÐ 23 Landssímanum annaðist Ingólfur margs- konar loftskeytastörf svo sem við Stutt- bylgjustöSvarnar á Vatnsenda og Gufunesi, loftskeytastöðina i Reykjavík, og um tíma var hann eftirlitsmaður Landssímans með loftskeytastöðvum í skipum. Árið 1942 var hann skipaður stöðvarstjóri við Stuttbylgju- stöðina í Gufunesi. Þegar íslendingar tóku að sér fjarvið- skipti við flugvélar i millilandaflugi, hófst ný og umfangsmikil starfsemi i Gufunesi — Radioflugþjónustan. Kom það þá að miklu leyti í Ingólfs hlut að skipuleggja starfsemi þessa. Vann hann þar merkilegt brautryðj- endastarf, sem seint verður fullmetið. Var við ýmsa erfiðleika að etja í fyrstu og var afgreiðsla sú, sem þarna hófst, talsvert frá- brugðin almennri loftskeytaafgreiðslu. Var Ingólfur óþreytandi í leit sinni að því, sem betur mætti fara í starfsemi stöðvarinnar, og var ósérhlifni hans viðbrugðið. Átti hann, með elju sinni og óslökkvandi áhuga, óefað sinn mikla þátt í að skapa starfsemi þessari það álit, sem hún nýtur nú, innan- lands og utan. Ingólfur Matthíasson fæddist að Hauka- dal við Dýrafjörð 15. september 1903. For- eldrar hans voru Matthías heitinn Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður, og kona hans Marsibel ólafsdóttir. Árið 1928 kvæntist Ingólfur eftirlifandi konu sinni, Unni Einarsdóttur, hinni ágæt- ustu konu. Eignuðust þau þrjú efnileg börn: Jónínu, Jóhannes og Einar. Voru þau hjón vinmörg og gestrisni þeirra víðkunn. Ingólfur var um árabil kennari við Loft- skeytaskólann og var menntun loftskeyta- manna honum ætíð mikið áhugamál. Kynnt- ist ég Ingólfi fyrst sem nemandi hans í Loft- skeytaskóla, og átti því láni að fagna að vera lærlingur hans upp frá því. Bg. GROA DALHOFF Fædd 20/1. 1889, dáin 17/4. 1950. Mér er ljúft að minnast með örfáum orðum frk. Gróu Dalhoff. Við höfum starfað saman við Bæjarsíma Reykjavíkur yfir þrjátíu ár, og allan þann tíma var sama glaða viðmótið. Ég hef ekki á mínum langa starfsferli unnið með jafn viðmótsþýðri manneskju, ávallt brosmild og glöð, hvar sem maður hitti hana, hvort heldur það var við starf sitt eða annars staðar. Foreldrum sínum var hún umhyggjusöm og áttu þau góða elli undir hennar umsjá. Eftir að hún hætti störfum við Bæjar- símann vann hún að gullsmíði með systur sinni, frú Torfhildi, og var henni það mjög hugljúft, hún vann það af mikilli vandvirkni, og þær systur báðar. Þær höfðu numið af föður sínum, sem vann að gull- og silfur- smíði til æviloka, og voru þær hans önnur hönd í iðninni, á efri árum hans. Þeir, sem þekktu Gróu bezt, bera harm í hjarta við burtör hennar, þvi hún var með afbrigðum vinföst og trygg. Þó er harmur- inn mestur hjá systur hennar Torfhildi og dætrum hennar, sem hún reyndist svo vel,

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.