Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1950, Page 30

Símablaðið - 01.01.1950, Page 30
26 SÍMABLAÐIÐ vinnur vaktavinnu, ásamt vaktafólki á ann- arri vaktinni, — en seinni daginn hin vakt- in. FerÖir þessar tókust prýÖilega, þó veÖ- ur væri ekki sem ákjósanlegast. RíkarÖur Sumarliðason tók kvikmynd af ferðalaginu, framtíðar símafólki til fróð- leiks og skemmtunar. í sambandi við þessa skemmtiferð síma- fólksins þykir Símablaðinu ástæða til að fara nokkrum orðum um skemmtiferðir starfsmanna yfirleitt, — á vegum opinberra stofnana, o. fl., sem ósamræmi ríkir um. Um það skal ekki dæmt, hvort réttmætt er að ætlast til þess, að opinberar stofnanir bjóði starfsfólki sinu í skemmtiferð einu sinni á sumri. Á árunum 1920—25 voru slíkar ferðir farnar á vegum Landssímans. Má fullyrða, að þeir sem því réðu, töldu þær eiga mikinn þátt i að auka á góðan anda og samvinnu innan stofnunarinnar, og ná þar með tilgangi sínum. Seinna meir tók sig þó einn ráðherra til, og lagði bann á slikt. — Stóð svo um nokkurt skeið. En nú er það vitað, að ýmsar opinberar stofnanir, — og þá fyrst og fremst hinar yngri, — hafa tekið upp þennan sið. Þó er enn engin regla ríkjandi um það, hve mikinn þátt þær taka í kostnaðinum, en virðist fara eftir því. hvaða augum hver einstakur forstjóri lítur á gildi þessara ferða. Virðist það vera eitt af þeim innanrikismálum sérhverrar stofn- unar, sem er hennar einkamál, og starfsfólk- ið bundið þagnarheiti um. Er slíkt vitanlega alger óhæfa. Hér eiga starfshópar allra opinberra stofn- ana að njóta sömu rysnu, og ríkisstjórnin á að ákveða og setja reglur um það, hver hún skuli vera. Það ósamræmi, sem nú ríkir, skapar leið- indi, — stundum ekki sízt milli starfsfólks- ins og einstakra forstjóra. FRÍDAGAR. Sama ináli gegnir um fri ýmsa tillidaga. 1. desember er t. d. orðinn fastur ásteiting- arsteinn innan símastofnunarinnar. Það kemur málinu ekki við, hvort ýmsir þeir dagar, sem hér er um að ræða, eiga nokkurn rétt á sér sem almennir frídagar, eða ekki, til dæmis útfarardagar forystu- manna þjóðfélagsins o. f 1., en samræmi verð- ur að vera hér í, og ákveðnar reglur, svo ekki þurfi að þrátta um það hverju sinni. OG VINNUTÍMINN! Enn má í þessu sambandi minnast á það ósamræmi sem ríkir um vinnutíma og kaffi- hlé á hinum ýmsu opinberu skrifstofum. Þrátt fyrir ákvæði það, er ríkisstjórnin smeigði inn í fjárlög um 38 klt. vinnu á op- inberum skrifstofum, sem skilyrði fyrir launauppbótinni, má fullyrða, að sá vinnu- tími er mjög misjafn enn. Virðist lita svo út, að ríkisstjórnin hafi orðið sér þess meðvitandi, að hún hafi geng- ið á rétt opinberra starfsmanna með þessu skilyrði, er hún setti það án samráðs við samtök þeirra, og láti því kyrrt liggja. En þá verður seinni villan hinni fyrri lítt betri, ef ekki er séð um, að einn starfsmanna- hópur ekki hafi lengri vinnutíma en annar og þar ráði mestu um afstaða hvers ein- staks forstjóra til málsins. í öllum þessum atriðum, og raunar mörg- um fleiri, vantar samræmi. En ósamræmið skapar óánægju, sem hægt er að komast hjá. FÉLAGSHEIMILI. Lengi hefur starfsfólk simans haft hug á að eignast félagsheimili. Það átti slíkt heim- ili í vissri mynd meðan félagið átti húsið í Elliðahvammi. Það hús var fyrstu árin meir en sumarbústaður. Þar kom fólkið saman til fagnaðar, og íþróttaiðkana. En þó fór svo að það náði ekki tilgangi sínum, og til þess ráðs var tekið, að selja það. Það var félags- heimili í sjálfri höfuðborginni, sem vant- aði, þar sem hægt var að halda fundi, hafa lesstofu og koma saman til að spila, tefla og rabba saman. Þvi miður var ekki samstundis og Elliða- hvammur var seldur, hafizt handa, en í þess stað einblínt á þann möguleika að fá slíkan samastað í húsakynnum Landssímans, svo sem margar stofnanir hafa gert af rausn. En eftir að hið mikla birgðahús Landssím- ans var tekið í notkun undir forsjá hinnar teknisku deildar, kom brátt i ljós, að þar var rúm fyrir flest annað en húsnæði til félagsstarfsemi starfsmannanna — og þar

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.