Símablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.01.1950, Qupperneq 32

Símablaðið - 01.01.1950, Qupperneq 32
28 S 1 M A B L A Ð I Ð Radióflugþjónustan að Gufunesi. RADlÓFLUGÞJÓNUSTAN HEFST. Það er upphaf radíóflugþjónustunnar aS Gufunesi, að á flugmálaráÖstefnunni, er háÖ var í Dublin á Irlandi áriÖ 1946, var sú ákvörðun tekin, aÖ Island skyldi annast flugfjarskiptaþjónustu á norÖanverðu At- lantshafi, á svæði, er nær nokkru vestur fyr- ir Grænland og austur undir Noregsstrend- ur, innan takmarka 59. og 60 breiddargráðu. KostnaÖur viÖ þessa þjónustu er greiddur af þátttökuríkjum alþjóðaflugmálaráðstefn- unnar (I.C.A.O), en Landssíma íslands var faliÖ að fara með umboðsstjórn radíóflug- þjónustunnar. Árið 1946 hófst flugþjónustan á Islandi. Flugumferðarstjórnin hafði aðsetur í flug- turninum á Reykjavíkurflugvelli, en loft- skeytastöðinni var valinn staður að Gufu- nesi, og mun þar miklu hafa um ráðið, að hlustunarskilyrði eru þar óvenju góð. Send- um var fyrir komið að Rjúpnahæð og Vatns- enda, en svo umbúið, að þeir eru lyklaðir fra Gufunesi og má því svo að orði kveða að þær stöðvar séu að allverulegu leyti af Gufuneskerfinu. Radíóflugþjónustan hefur til umráða yfir 20 senditæki, rúmlega 40 móttökutæki og 30—40 móttökuloftnet. I byrjun var það mjög umfangsmikið starf að annast radíóflugþjónustuna, en Landssími íslands hefur leyst þann vanda með þeirri framsýni og prýði, að vart mun nú verða á betra kosið. Árið 1947 var lokið við byggingu nýrra húsakynna að Gufunesi og eru þau við- bótarbygging við upphaflegu húsakynni stöðvarinnar. Radíóflugþjónustan var þá flutt úr hinum eldri húsakynnum, sem brátt reyndust of lítil og fenginn staður í hin- um vistlegu nýju salarkynnum. Þar hefur öllu verið svo vel fyrir komið, hvað við- kemur tæknilegri uppbyggingu, skipan og aðbúnaði öllum, að það hefur vakið óskipta athygli erlendra og innlendra manna, sem hér hafa mest vit á, og verður þeim því seint fullþakkað, er hér hafa svo giftusam- lega að unnið. Ingólfur heitinn Matthíasson var stöðvar- stjóri við radíóflugþjónustuna frá byrjun og þar til hann lézt þann 18. júní s.l. sumar, en þá tók Bjarni Gíslason við starfi hans og var hann skipaður stöðvarstjóri að Gufunesi hinn 1. október. Skrifstofustjórar Landssímans, þeir Frið- björn heitinn Aðalsteinsson og Einar Pálsson ásamt Sigurði Þorkelssyni verkfr., hafa unnið heilladrjúgt starf í sambandi við tækni- lega skipan stöðvarinnar. Þegar að Gufunesi kemur, blasa fyrst fyr- ir augum vegfarenda risháar loftnetsstang- ir, er teygja sig hátt til himins. Þær bera uppi móttökuloftnet, er umlykja stöðvar- húsið á ca. 80 hektara svæði. LEIKMAÐUR AÐ GUFUNESI. Það, sem fyrst vekur athygli leikmanns- ins, er hann kemur í stöðina að Gufunesi, eru fjölmörg tæki, óteljandi takkar, ljós og þræðir. Hann heyrir hníganda og stiganda í tali erlendra flugvéla, einhvers konar trufl- un, skrækróma truflun að þvi er virðist: da- didd didd da-didd-didd da da eða tfw. Hann heyrir bjöllur hringja og fleiri unaðsóma. Hann sér 5 hvítklædda og önnum kafna loftskeytamenn sitja við borð sín. Þeir eru brosandi eða ragnandi, allt eftir radíóskil- yrðunum og mótstöðumanninum í því morse- einvígi, er þeir berjast við þann daginn. Hann sér tvær brosandi blómarósir hand- leika einhvers konar ritvélar, sem þó er ekki hægt að kalla því nafn. Hér er fólk, sem vinnur á öldum ljósvakans. Það, sem það segir, endurkastast af himnum og heyrist víða um láð og lög ,austur fyrir sól og vest- ur fyrir mána. Einhver kann að gjóta til hans augunum og honum finnst kannske sem sagt sé við sig: „O, blessaður skýja- glópurinn.“ Hann horfir niður fyrir sig og sjá: ásjóna hans speglast í gljáfægðu gólfinu. Hér er vistlegur vinnusalur, þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja. TILHÖGUN RADÍÓFLUGÞJÓNUSTUNNAR. Stöðin er starfrækt allan sólarhringinn

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.