Símablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.01.1950, Qupperneq 33

Símablaðið - 01.01.1950, Qupperneq 33
S1M A B L AÐ I Ð 29 allt árið um kring. Þar starfa 26 loftskeyta- menn, 10 fjarritunarstúlkur og viÖgerðar- maÖur. UnniÖ er á fimmskiptum vöktum og er verkaskipting þannig: VarÖstjórinn fyrir hverri vakt annast skýrslugerð og aÖstoðar við afgreiðsluna, ef með þarf. Þrír loft- skeytamenn annast afgreiðslu við flugvélar og fer hún fram á morse eða tali. Þeir hafa alls um 20 móttökutæki til umráða og halda hlustvörð á 13 öldulengdum. Við hlið sér hafa þeir 2 fjarritunarvélar og beint síma- samband við flugumferðarstjórnina á Reykjavíkurflugvelli. Þrír loftskeytamenn annast morseafgreiðslu við fjarskiptaþjón- ustur annarra landa. Einn við Prestvick, Skotlandi, annar við Shannon á írlandi og Stavanger, Noregi og sá þriðji við Gandern. Nýfundnalandi og Blue-West á Grænlandi. Tvær fjarritunarstúlkur starfa á hverri vakt og hafa þær 7 fjarritunarvélar til umráða og þannig beint samband við: Flugturninn og veðurstofuna í Reykjavík, flugþjónust- una og veðurathugunarstöðina á Keflavík- urflugvelli og ritsímann og bæði flugfélög- in í Reykjavík. FJARSKIPTIN AÐ GUFUNESI. Tilgangur fjarskiptaþjónustunnar að Gufunesi er sá að halda uppi nauðsynlegum fjarskiptum til öryggis og hagræðis fyrir flugsamgöngur á milli landa. Stöðin er einn hlekkur í radíóflugþjónustu-kerfi, sem inn- an sinna vébanda hefur samband um heim allan. Þegar flugvélar eru á leið til Islands eða frá því, þá eru þeim látnar i té upplýsingar um veður og er þeim það mjög þýðingar- mikið, til þess að geta hagnýtt sér meðbyr á ferðum sínum. Skipzt er á beiðnum og upp- lýsingum um allt það, er varðar öryggi flugs- ins, svo sem lendingarskilyrði á innlendum og erlendum flugvöllum, ásigkomulag stað- arákvörðunartækja o. s. frv. Fyrir milli- göngu stöðvarinnar er flughæð og stefna flugvélarinnar ákveðin og flug hverrar flug- vélar í himingeimnum hagað svo sem bezt má verða. Þegar radíóskilyrði eru erfið, þá skeður það ósjaldan, að flugvélarnar geta ekki haft samband við radíóflugþjónustu þess gæslu- svæðis er þær fljúga yfir. Veitir Gufunes- stöðin þeim þá oft aðstoð sína með því að Úr afgreiðslusalnum. bera á milli fyrir þær skeyti og orðsending- ar til hinna ýmsu staða jarðarinnar. Fyrir milligöngu Gufunesstöðvarinnar fer fram allvíðtæk veðurskeytaþjónusta á föstu samböndunum, en þar er auk þess skipzt á fjölmörgum skeytum er varða flug og ör- yggi flugfaranna. Stundum ber svo við að aðrar Evrópu- stöðvar geta ekki haldið uppi sambandi við radióflugþjónustur Ameríku og gegnir Gufu' nesstöðin þá oft mikilvægu hlutverki í því að vera eini tengiliðurinn milli gamla heims- ins og hins nýja. Til gamans má geta þess að hraði í móttöku og sendingu skeyta í Gufunesi, getur stundum verið allt að 200 stafir á mínútu, og mun það vera langmest- ur hraði í loftskeytaþjónustu hér á landi. Það er mikið fagnaðarefni, að íslending- ar annast sjálfir veigamesta þátt öryggis- þjónustunnar í þágu flugsamgangnanna á norðanverðu Atlantshafi. Það er styrkur loftskeytastöðvarinnar Tfw, að Gufunesi, hve hún hefur góðu starfsliði á að skipa og hve aðbúnaður þess er vel úr garði gerður. Hugtakið Tfw er þekkt viða um heim og hefur það aukið hróður og virðingu þjóðar- innar og vil ég skilja svo við þessa ófull- komnu grein mína, að láta þá ósk í ljós, að svo megi verða á ókomnum tímum. Halldór Ó. Ólafsson.

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.