Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1950, Side 34

Símablaðið - 01.01.1950, Side 34
30 SlMABLAÐIÐ Eitt algengt fyrirbrigði. í ’nverjum félagsskap rekum við okkur á menn, sem allt vita betur en trúnaÖarmenn félagsins, — allt geta betur en þeir, og telja jafnan þá, sem ráða í félagsmálum, aulabárða, sem halda illa á málum. Þessir menn gera samtökum stéttar sinn- ar oft meira tjón en menn gera sér yfirleitt ljóst og á þeim er tekið allt of mjúkum höndum. Stéttarfélag okkar fer ekki varhluta af þessum mönnum frekar en önnur stéttar- félög. Er því aldrei of oft l)eint til fé- lagsmanna, sem hlýða á mál þeirra, að hafa það hugfast, hve stjórn slíks félags þarf að leggja mikla vinnu af mörkum, — vegna hagsmuna stéttarinnar, — og hve miklum erfiðleikum er bundið að koma fram ýmsum málum, bera það saman við starf þessara manna í félagsþágu, — og svara þeim eftir því. Þetta vill Símablaðið brýna fyrir félögun- um í fullri vissu um það, hve mikla þýðingu það hefir, að trúnaðarmönnum félagsins sé treyst, — að þeir þurfi ekki einnig að búa við tortryggni félaganna, sem þeir eru að vinna fyrir. Einkenni umræddra manna eru : Þeir mega aldrei vera að þvi að mæta á fundum. — Þeir hafa aldrei tíma til að taka að sér trúnaðarstörf, — en vilja þó gjarna láta kjósa sig til þeirra. Venjulega hafa þeir þó ekki þá tiltrú, að það sé gert. En lendi þeir í stjórn eða nefnd- um, og megi einhvern tíma vera að því að mæta á fundum, — leggja þeir aldrei neitt til mála. Á eftir gagnrýna þeir svo gerðir fundarins i „sínum hópi”. Þeir ráðleggja aldrei formanni félagsins eða þeim, sem á oddinum eru, neitt, — en tala um þá sem fáráðlinga í „sínum hópi“, sem aldrei taki rétt á nokkru máli. Þessir menn vilja aldrei leggja neitt á sig fyrir aðra, en vilja láta aðra vinna fyrir sig. Annáll ársins 1950. 35 ára starfsafmœli áttu: i. maí Gunnar Schram. i. maí Ottó Jörgensen. i. sept. Ólafur Kvaran. 30 ára starfsafmœli áttu: 26. maí Sigurður Jónnasson, 1. júní Magnús Richardsson. 1. ágúst Halldór Holm. 1. ágúst Guðjón Bárðarson. Sextugsafmœli áttu: 1. jan. Frú Ása Theodórs. 25. apríl Hafliði Jónsson. Verðlaunagefraun TEDKIYB NKÖTL ÚG FG MDFZB KV ZÖRYMK ÚBZ AÖKI GÖ TNÆFK DIDÖEBMDZÖB ZDLÖKRF. Getraun þessi er svokallað „Kryptogram”. Hér að ofan stendur setning, sem er um- skrifuð þannig að í stað hinna réttu stafa eru aðrir settir inn; þó þannig, að ef til dæm- is A er notað þar sem í ráðningunni ætti að vera B, þá þýða öll önnur A i getrauninni einnig B. Orðaskil eru á réttum stað. Verðlaun fyrir rétta ráðningu eru 2 aðgöngumiðar í Þjóðleikhúsið. Komi fleiri en ein rétt ráðning, verður dregið um hver hlýtur verðlaunin. Ráðningarnar eiga að sendast í pósti til Símablaðsins, pósthólf 575, Reykjavík, fyrir i. marz næstkomandi.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.