Símablaðið - 01.01.1950, Qupperneq 35
SlMABLAÐlÐ
31
Sjötugsafmæli
átti Halldór Skaptason 20. okt.
Nýr við'skiptafrœðingur.
Bent Óskarsson var ráðinn til Landssím-
ans 1. okt.
Nýr verkfræðingur.
Sverrir Norland var ráðinn 31. okt.
Nýr símafræðingur.
Árni Hafstað var skipaður 1. júlí s.l.
Bjarni Gíslason var skipaður stöðvarstjóri
í Gufunesi 1. nóv. s.l., í stað Ingólfs sál.
Matthíassonar.
Magnús Magnússon hefur verið skipaður
verkstjóri Radióverkstæðisins (1949).
Halldór Skaptason aðalbókari lét af störf-
um hinn 31. des., sökum aldurs. Settur hef-
ur verið í þá stöðú Jörundur Oddsson, við-
skiptafræðingur.
Símamálaráðherra í stað Jóns Pálmason-
ar, varð Björn Ólafsson, 14. marz.
Sjálfvirka stöðin á Akureyri var opnuð
með hátíðlegri viðhöfn laugard. 3. júni. —
Símanotendur á Akureyri eru nú 1000.
Tómas Haarde hefur séð um uppsetn-
ingu stöðvarinnar, og dvaldi hann því all-
an s.I. vetur fyrir norðan.
Próf. Ólafur Björnsson var endurkositm
formaður B. S. R. B. á þingi Bandalagsins,
sem haldið var dagana 27.—29. okt.
Póst- og símamálastjóri brá sér til aust-
urlanda fyrst í nóv. og fór hann alla leið
austur til Siam. Var hann boðinn í ferð
þessa ásamt póstmálastjórum hinna Nórð-
urlandanna — af flugfélagasamsteypunni
S. A. S. Lætur hann hið bezta af för þessari.
Fjölskák tefldi Jón Ágústsson við 5 síma-
menn í félagsheimilinu Aðalstræti 11, í des.
síðastl. Var félagsheimilið vígt með þeirri
athöfn.
Ríkharði Sumarliðasyni hefur verið falin
umsjón Loranstöðvarinnar í Vík í Mýrdal,
sem Landssiminn er að yfirtaka.
Var öllum starfsmönnum Loranstöðvar-
innar sagt upp, en hafa flestir verið ráðnir
aftur, og skipaðir frá 1. jan. 1951.
1 sumar var lagður jarðsími frá Akur-
eyri og út á Moldhaugaháls.
Lokið var við að gera símahúsið í Hrúta-
firði fokhelt, og byrjað á innanhússsmíði.
Vikulegur starfstími á opinberum skrif-
stofum var af ríkisstjórninni ákveðinn 38
klts frá 1. júní. Mætti sú breyting mikilli
mótspyrnu sökum þeirrar aðferðar, sem
höfð var við að ákveða og fyrirskipa hana.
Dánardægur:
17. apríl Gróa Dalhoff.
1. júní Þórður Jóhannsson.
18. júní Ingólfur Matthíasson.
20. ágúst Guðmunda ólafsdóttir.
Hér birtir Símablaðið mynd af Guð-
mundi Lárussyni, sem eftir ótrúlega stuttan
feril sem íþróttamaður, er nú orðinn við-
frægur, uttanlands og innan, sem einn
mesti spretthlaupari á Norðurlöndum.
Guðmundur er Eyrbekkingur að ætt, —
en hefur verið í þjónustu Landssímans um
nokkurra ára skeið.