Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Síða 11
TSV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 7 7 Ásgeirog Ásdís Fyrir framan Lækjarkinn■ ina. Fáir hafa komið Ekki stressuð ennþá Fjallalind 102. Eigendurnir ekki stressaðir. „Við settum húsið á sölu £ byrjun maí/' segir Sæþór Fannberg, eigandi einbýbs- húss f Fjallalind í Kópavogi. „Þá var töluvert skoðað og við fengum tilboð sem við höfnuðum. Síðan þá hefur nánast ekkert gerst og fáir komið að skoða. En núna í október hefur verið nokkur reytingur að skoða. Við erum þó ekkert stressuð yfir þessu og bíðum bara eftir góðu til- boði.“ Lindahverfið í Kópavogi er frekar nýtt hverfi og hefur verið í uppbyggingu undanfarin fimm til sex ár. Bitist var um lóðirnar á sín- um tíma. Lítil barátta er aftur á móti um eignimar á svæð- inu núna miðað við ýmis önnur hverfi höfuðborgar- svæðisins, eins og til dæmis Vesturbæinn og Seltjarnar- nes, þar sem ekkert byggrng- cirland er að finna og endan- leg mynd komin á hverfin. Ein hjón komu að skoða „Við höfum tekið því rólega því okkur liggur ekkert á,“ segir Rafn Hafnfjörð um húsið sitt í Austurgerði. „Nú emm við búin að kaupa íbúð svo við getum losað húsið fljótlega." Rafn segir að ein hjón hafi kom- ið að skoða og verið spennt fyrir kaupum, en ekkert tilboð hafi komið frá þeim. Eignir í Gerðunum em af stærri gerðinni og hús Rafns engin undantekning - 253 fer- metrar. Ef verð fasteigna er skoðað með hliðsjón af árslaunum má sjá að verðið er í sögulegu hámarki. Staðan var svipuð árið 1990 en tók að lækka árin á eftir. Ástandið verra en 1990 Til að eignast 250 fermetra séreign í Reykjavflc árið 1990 varð að greiða fyrir hana rúmlega tíföld árslaun. Fimm árum síðar hafði verð sambærilegrar fasteignar lækkað töluvert umfram árslaunin og kostaði þá rúmlega áttföld árslaun. Hlut- fallið fór lækkandi til ársins 2002 þegar það náði lágmarki og kostaði fasteignin þá sjö og hálfu sinni árslaunin. Árið eftir tók fasteignaverð að hækka aftur um- fram árslaun og árið 2005 er stað- an sú að greiða þarf árslaunin ellefu og hálfu sinni til að eign- ast sambærilega fasteign. Ef árið 1990 er skoðað í þessu samhengi má sjá svip- aað stöðu og í ár. Spumingin er því hvort fasteignaverð eigi eftir að lækka á næstu ámm lflct og það gerði fljótlega eftir 1990. Blikur á lofti „Fjármála- kerfið er aUt öðmvísi í dag en það var árið 1990. Hagkerfið hefiir meiri möguleika á að aðlaga sig nú en það þá,“ segir Snorri Jak- obsson, hagfræðingur hjá greiningar- deild KB banka en telur þó að ýmislegt eigi eftir að breytast á næstunni „Núna er verið að byggja gríðarlega mikið af húsnæði sem gæti leitt til þess að fasteignamarkaðurinn taki skell þeg- ar það húsnæði fer á markað. Við gemm einnig ráð fyrir að vextir af húsnæðis- lánum muni hækka,“ segir Snorri. En mun fasteignaverð lækka? „Góðærið gæti endað á ár- unum 2007-2008 og þá er mjög lfldegt að við sjáum gengisveikingu og minnkandi hagvöxt. Það mun draga úr kaupmætti og auk ótal annarra forsenda gæti það leitt til lækk- andi fasteignaverðs. Leiðrétt- ing á þeirri miklu hækkun fast- eignaverðs sem orðið hefur að undanförnu gæti átt sér stað fyrr, áður en góðærið endar. „Við settum húsið á sölu í vor. Það er búið að vera mjög lítil eftirspurn," segirÁsgeir Sölvason skipstjóri. Hann og Ásdfs Sörladóttir eiginkona hans em að losa um eign sína í Lækjarkinn í Hafnarfirði en fáir koma að skoða. ,Ætli það séu ekki um fimm sem hafa komið að skoða þessa mánuði og ein þeirra er að íhuga málið þessa dagana," segir Ásgeir. „Þær em þungar í sölu þessar stóm eignir. Það er einnig farið að hægja vemlega á markaðnum. Salan hefði gengið greiðar ef við hefðum sett hús- ið fyrr í sölu. En ég hef ekki áhyggjur ennþá. Fyrsta vatnsvirkjun íslands er hérna beint á móti og nóg af skólum í nágrenninu. Þannig að aðstaðan hérna er prýðileg." V <k\

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.