Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Qupperneq 21
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 21 Örn og Jakob inn á EM í sundi öm Arnarson úr Sundfélagi Hafnar- fjaröar synti 100 m baksund á tímanum 55,25 á Stórmóti SH sfðast- liðin laugardag og þar með var hann annar sundmað- urinn til að ná lágmörkum á Evrópumótið í stuttri laug sem fer fram í desember næstkomandi á Ítaiíu. Jak- ob Jóhann Sveinsson úr Ægi var fyrsti sundmaður- inn til að ná lágmarkinu þegar hann synti 100 m bringusund á tímanum 1:01.77 áVÍS-mótiÆgis. Þær sænsku unnu í Portúgal Sænska kvennalandslið- ið í knattspyrnu mætti í gær því portúgalska í und- ankeppni HM 2007 en liðin em með íslandi í riðli. Þær sænsku unnu, 4-1, með mörkum Önnu Sjöström, Malin Moström og Hönnu Ljungberg sem skoraði tví- vegis. Svíþjóð tók þar með forystu í riðlinum og er með sjö stig eftir þrjá leiki en fsland og Tékkland em með fjögur stig. Tékkland hefur þó einugis leikið tvo leiki. Víkingar draga kæru sína til baka Knatt- spymudeild- ir Vals og Vík ings sendu í l frá sér yflrlýsingu þess efnis að Víkingar hafa dreg- ið kæm sína til KSÍ til baka. Þann 21. október síðastlið- inn kærðu Víkingar Val fyrir að hafa talað við samnings- bundna leikmenn sína, þá Grétar Sigfinn Sigurðsson og Viktor Bjarka Amarsson. Þeir vom báðir í láni hjá öðmm félögum síðastliðið tímabil, Grétar hjá Val og Viktor Bjarki hjá Fylki. Þórður tilkynn- ir ákvörðun sína í dag Knattspymumaðurinn Þórður Guðjónsson mun seinni partinn í dag gera grein fyrir ákvörðun sinni um hvort hann muni leika með ÍA eða FH í Lands- bankadeildinni á næsta ári. Þórður staðfesti í samtali við DV Sport í vikunni að aðeins þessi tvö félög kæmu til greina hjá hon- um. Þórður kom til lands- ins í gær í einkagjörðum en mun nýta tækifærið og ganga frá sínum málum áður en hann heldur aftur út til Englands. í gær birtist í Fréttablaðinu frétt um að Valsmenn væru að borga þeim Vali Fannari Gíslasyni og Pálma Rafni Pálmasyni, nýjum liðsmönnum sínum, allt að fimm millj- ónir króna í árslaun hvorum. Valur Fannar segir þessar tölur íj arstæðukenndar og að laun hans séu ekkert óvenjulegri en hjá öðrum félögum í Landsbankadeildinni. „Valur mun borga tveimur nýjustu liðsfélögum sínum samtals 9,2 milljónir í árslaun," segir í forsíðutilvísun í Fréttablaðinu í gær þar sem vísað er í frétt sem ber fyrirsögnina „Valur Fannar fær fimm milljónir á ári“. Forráðamenn félagsins og Valur Fann- ar sjálfur segja þessar tölur rangar. „Ég get sagt að þetta er ekki svo mikið," sagði Valur Fannar aðspurð- ur um hvort hann sé með 420 þús- und krónur í mánaðarlaun eins og kemur fram í Fréttablaðinu í gær. „En það er hægt að meta allt. Kannski ef við verðum Evrópu- meistarar og íslandsmeistarar með alla hugsanlega bónusa inn í laun- unum væri þessi tala rétt. En það er eitthvað allt annað en venjuleg grunnlaun." Valur Fannar segir að sín samn- ingsmál séu ekkert frábrugðin öðr- um samningum sem aðrir leikmenn hafa. „Þetta eru ekki einstakar tölur og það er ekki hægt að krossfesta mig á þennan máta. Þetta er látið líta út eins og þetta sé eitthvað nýtt af nálinni en svona er bara launa- kerflð í dag. Það er bónustengt eins og hjá svo mörgum öðrum stéttum. Það er alveg klárt að grunnJaunin eru ekld upp á þessa upphæð og það er svolítið fjarstæðukennt að halda þessu fram.“ Tíu milljónir fyrir KA-menn? Auk þess er því haldið fram að KA-mennimir Pálmi Rafn Pálmason og Jóhann Þórhallsson munu fá í sinn hlut frá Valsmönnum rúmar tíu milljónir króna. Pálmi Rafn 4,2 millj- ónir, eða 350 þúsund krónur á mán- uði, og „heildarsamningur [Jó- hanns] sem hleypur á yfir sex millj- ónum króna." Jón Gretar Jónsson stjórnarmeð- limur í knattspymudeild Vals vildi lítið segja um fréttina annað en að hún væri röng. „Við stöndum ekki í svona slag og það er ljóst að það verður aldrei gefið upp hvað stendur í þessum samningum. Þetta er ekki rétt en það þýðir samt ekki alltaf að henda einhverju á mann og ætlast til að maður svari því," sagði Jón Gret- ar en bætti þó við. „Þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum." Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals vildi engum spurningum svara um þetta mál. „Ég hef ekki einu sinni lesið þessa frétt," sagði hann. Hafnaði Jóhann sex milljón- um? Samkvæmt sömu frétt mun KA- maðurinn Jóhann Þórhallsson hafa hafnað tilboði frá Breiðabliki sem fæli í sér árslaun upp á sex milijónir króna. Þriðjungur þeirra upphæðar átti reyndar að vera launagreiðslur þess vinnuveitanda Jóhanns sem Blikar hefðu komið honum í vinnu hjá. Steini Þorvaldsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, vís- aði þessu á bug og sagði þessar tölur rangar. „Þetta eru ekki þær tölur sem við vorum með þegar við rædd- um við Jóhann og er þetta talsvert langt frá því. Þessar tölur eru út úr kortinu." eirikurst@dv.is Valur Fannar Gíslason og Pálmi Rafn Pálmason skrifuðu undir hjá Val í gær Líst vel á mig í nafna mínum Valur skrifar undir hjá Val Þaö mætti halda þvífram að Valur ætti best heimn í i/w/ „í nafna mínum? Jú, mér líst vel á mig í nafna mínum," sagði Valur Fannar Gíslason aðspurður um sitt nýja félag, Val. Hann ásamt Pálma Rafni Pálmasyni voru kynntir sem nýir leikmenn liðsins á blaða- mannafundi knattspyrnudeildar Vals í gær. Þá framlengdu Sigur- björn Hreiðarsson fyrirliði liðsins og Kristinn Geir Guðmundsson markvörður samninga sína við fé- lagið. Valur Fannar lék síðast með Fylki og þar áður með Fram og því eru Reykjavíkurfélögin sem hann hefur leikið með orðin þrjú. „Ég veit ekki hvort það sé neitt sérstakt. Axin mín ijögur í Árbænum voru frábær og kveð ég félagið í mikilli sátt. Þar kynntist ég yndislegu fólki og ég vona að ég geri það aftur á nýjum stað. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt." Valur varð bikarmeistari á sínu fyrsta ári með Fylki og segist hann að sjálfsögðu að bæta við titlum í safnið með nýju félagi. Pálmi Rafn tekur í sama streng en hann kemur frá KA þar sem hann átti mjög gott tímabil í sumar. „Hingað kom ég til að gera mitt besta og það er von- andi að það leiði til þess að liðinu vegni vel.“ Pálmi hefur verið orðaður við nokkur lið erlendis og segir hann að það sé draumur sinn eins og margra annarra að komast að í atvinnu- mennskunni. „Ég fæ gott tækifæri hjá Val til að koma mér á ffamfæri og ætla að reyna að nýta tækifærið vel til að bæta mig sem knattspyrnu- maður." eirikurst@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.