Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 33
32 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 Menning DV Stella Blómkvist Morðið í Drekkingarhyl Mál og menning Verð 1799 kr. Flugur í ÞESSU flóði af glæpasögum sem koma út fyrir jólin virðist, ef ráða má af fréttum, að íslenskir höf- undar sjái (forminu möguleika til að skoða samfélagið með gagn- rýnum, jafnvel dæmandi hætti. Út eru komnar sögu Arnalds Indriða- sonar, Þráins Bertelsonar og Árna Þórarinssonar, hér á opnunni er fjallað um þau Stellu Blómkvist og Viktor Arnar, væntanlegar eru sögur eftir fleiri: Yrsu Sigurðardóttur, Jón Hall, Ævar Örn og eru þá ekki allir upp taldir. ÞAÐ ER athyglis- vert hvað víða er sótt inn í valdastétt en þá með frekar einföldum plottleiðum sem tilheyra liðinni öld, ef ekki þeirri 19: handrit erað vísu komið á disk, Ijósmyndir finnast á filmum, vasabók dulkóðuð. Hin sálfræði- lega glæpasaga af ameríska skól- anum með litlu subbulegu morði, fáum aðalpersónum og lestri inn í myrkur sálarinnar er ekki efst á lista hjá krimmahöfundunum okk- ÞEIR SEM hátt hreykja sér í stórfyr- irtækjum, eiga dýra bíla eða nota þá, búa í dauðum villuhverfum Stórreykjavíkur og eru (viðskipt- um við peninga og fasteignir. Hér er ekki slegist svo blóð spýt- ist yfir umferðarrétti, umgangsrétti og hinum hversdags- legu málum. Eng- inn er starfandi á landsbyggðinni sem þó er notuð í útlöndum til að Ævar Örn Værtan legur með sinn virkj unarkrimma. selja bækur þessara höfunda. Ef ráða mætti af kápum var Nonni alltaf að drepa Manna í íslenskum glæpasögum. LHDIN tíð er ekkert að sækja inn í söguheima íslenska krimmans. Enginn hefur látið sér koma til hugað að taka Þuríði formann og spinna af henni fleiri sögur, líkleg- ast vegna þess að þá þyrftu menn að leggjast í rann- sóknirsvotil sé nefnd ein fyrsta hetja detective- sögunnar hérá landi, sú eina sem vartil. VITASKULD er það fagnaðarefni að höfundar okkar leggi fyrir sig skáld- skap af þessari gerð. Megi þeim fara fram, ganga vel og ná til sem flestra lesenda. Gangi eftir sem horfir munu lesandi og læsir hér eiga aðgang að stóru safni sérís- lenskra skáldsagna sem geta keppt við ýmsa aðra afþreyingu. Sá stóri lesendahópur hlýtur á endanum að gera kröfu um að sögusviðið víkki (tíma og rúmi, sögurnar dýpki í sálarlýsingum og elti á þann hátt þann slóða sem víða um lönd hefur leytt krimma- höfunda í hæstu hæðir. Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is Sjálfið og Sigurður Sigurður Gylfi Magnússon verður stjarn- an á Rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í kvöld kl. 20. i erindi slnu verður rætt um sam- hengi islenskra sjálfsbókmennta og hvernig- fræðimenn hafa nýtt slík ritverk í rannsóknum sínum. Með hvaða hætti sjálfið er mótað i dag- bókum, bréfum, þjóðlegum fróðleík, viðtöium, minningagreinum og opinberum heimildum. Stuðst verður við umfjöllun um efnið í bók Sigurðar Gylfa, Fortíðardraumar(2004) og einnig koma við sögu rök sem eru reifuð í nýrri bók eftir hann sem nefnist Sjálfssögur- Minni, minningar og saga (2005). Samkoman er í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3. Settlegur súrrealisti Tveggja heima sýn ræður í nýrri sögu Sjóns sem kom út á bók sama dag og hann skálmaði upp á pall og tók við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs. Nýja sagan heitir Argóarflís- in. Aha, hugsar maður þegar titilinn ber á góma. Það hlýtur að vera reifið sem Jason, sá gamli seggur, var í vandræðum með nema skáldið hefur umbreytt því í flísflík. Ónei, les- andinn á ekki að ólmast úr fjarstæðum lestri á titíum, þó að það sé Sjón. Flísin er úr skipinu Argos og glæðir menn sagnaanda. Gestur úr öðrum tíma Það er alltaf miðaldra sérviska yfir textunum hans Sjóns, gamlar Hekluúlpur koma í hugann, hús við Flringbraut, jóla- kökur staðnar og Kaaberkaffi. fmynd hans hefur ætíð verið á skjön en þaulhugsuð og er oftast í samræmi við textasmíðina, fornleg, vönduð, ögn hátíðleg. Settlegasti súrrealisti sem enn er á ráfi um norðurhvelið. Hann slítur sig ekki frá því þótt hann taki stökk fyrir Montana-hillur Dana eða sanni innihald Mogg- ans með alvarlegu augnaráði. Stíllegt skop Meginstyrkur hans sem skálds er málbeitingin. Hraður og samviskulegur stfll með þroskuðu orðavali og hleypur sjaldan út undan sér en er þó í átt sem gæti á köflum virst vera skopstæling á eldri textum frá því fyrir miðbik síðustu aldar. Hér kallar hann til undarlegan söfriuð um borð í skipi, áhöfn og farþega, sem virðist innlyksa í lokuðum firði við lestun á kvoðu í pappír. Þar er fremstur kverúlant, sérvitringur sem er hugsjónamaður um fiskát og keppir um athygli við borð skipstjórans en lýtur í lægra haldi fyrir sögumanni sem þylur langa parta úr ferðasögum Ódysseifs og þó einkum dvöl hans og áhafnar á Lemney þar sem konur ríktu einar. Þetta er um„ Þetta er kyndug saga og rík af hnoðum sem elta má til skiln- ings á erindi höfundarins og flækingi um ól£k merkingarsvið sögumanns, söguanda og söguheima. Okkur er gefin uppskrift að skýringu í bókarlok; að hér takist á hinn eih'fi tími goðsög- unnar og hinn bjarti og einfaldi maður núsins sem hrærist í vitund sinni frá máltíð til máltíðar. Kaupi það hver sem vill. Upp- skriftir að skilningi á bókverkum á kápu eða í eftirmála eru leið- ur siður og truflandi. Fiskpottur sem himinn Sagan er aftur skemmtileg og fjörleg lesning, afbragðs vel stíl- uð fyrir þá sem hafa áhuga á málfari sem er svo fyrnt sem hér gefst. Hugarflugi skáldsins er viðbrugðið og margt með ólíkind- um hins ólma huga, þar af leiðandi er margt óvænt og fyndið í íjörinu. Sagan er aftur laus af þeirri ríku samúð sem ósaði í sög- unni hans síðustu. Hún er fjaðrafok um sígilda heima hinna klassísku kviðu annars vegar en hinn þrönga heim sjófarendans norræna hins vegar. Páll Baldvin Baldvinsson Sjón GamlarHeklu- úlpur koma í hugann, hús við Hringbraut, Stella Blómkvist er komin með fimmtu sögu sína og er nú í kilju „Ég krosslegg nakin lærin" Kunnasta dulnefni landsins, Stella Blómkvist, hefur sent frá sér fimmtu söguna um ofurkvendið sjálfa sig, Morðið í Drekkingarhyl. Það sem virðist tryggja þessum leynigesti í bókmenntum landsins langlífi er leyndardómurinn hver stendur að baki dulnefninu, því ekki hleður höfundurinn sér óbrotgjamar vörður með hug- myndum og texta sínum. Texta sem þennan er í raun skemmtilegast að lesa sem ein- hvern fluming á staðalhugmynd- um sem em kvikar í hausnum á höfundinum. Bfladýrkun Stellu og hraðaþrill, leðurdýrkun hennar, bamalegt og náttúrulaust kynlíf með hverju sem hreyfist. Hún er næfurþunnur rosaJdár nym- fóman með vænan slurk af sjálfsdýrkun og sterk alkóhól- ísk einkenni. Hér er yfrið nóg af klisjun- um. Skemmtilegast er þegar Stella „hvæsir" eða verður „hvöss". Hún andar að sér ósailmi" í einni af mörgum bað- irðum sínum. Lesi maður milli línanna skríður miðaldra frústremð kona mígfull í bað. En ekld hún Stella mín, sagði mamma. En höfundurinn er með á nót- unum. Stella okkar er barmafull af andúð á ríkidæmi hinna rflcu með- an hún ástundar brask sjálf, fyrir- lítur handrukkara nema þeir vinna fyrir hana í innheimtunni. Glæpaplottið er samkvæmt nýj- ustu tísku, kúrdísk stelpa drepin - heiðursmorð - dópistar að selja sig fýrir sex háttsettum mönnum - misnotkun bama - hér er allt í móð og fylgt út í æsar mark- aðstextum í bókarformi fyrir kröf- ulitía lesendur. Páll Baldvin Baldvinsson ÍíKíilteSÉlW&É&rS ' _ “i,. I Menning DV MIÐVIKUDAGUR2. NÓVEMBER 2005 33 Áskorunarskjal til myndlistarmanna Hundsum Kárahnjúka- keppni M Tveir áhrifamenn úr öldungadeild ís- lenskra listamanna hafa sent frá sér áskorunarskjal sem gengur nú ljósum logum í netsending- um milli listamanna. Það eru þeir Magnús Pálsson og Sig- urður A. Magnússon sem báðir hafa um áratugaskeið verið í for- vígissveit íslenskra listamanna. Tilefnið eru hugmyndir Lands- virkjunar að efna til samkeppni um myndlistarverk við Kára- hnjúka. Texti áskorunar þeirra er þessi: „Við Kárahnjúka hefur Landsvirkjun staðið að mesta jarðraski fslandssögunnar og þar með framið afdrifaríkasta um- hverfisglæp sem þjóðin hefur orðið vitni að. Nú gerist Lands- virkjun svo bíræfin og blygðunar- laus að efna til samkeppni meðal hérlendra listamanna um mynd- verk sem væntanlega er ætlað að 1 Sígurður A. ] Magnússon . 'Jl Magnús 1 Pálsson beina hugum landsmanna frá þeirri hneisu að skapa íslandi óhreinni framtíð en efni stóðu til. Þarflaust er að rifja upp blekk- ingaleikinn kringum Kára- hnjúkavirkjun, svo augljós sem hann var þorra íslendinga. Kannski komst unga kynslóðin næst kjarna málsins þegar hún letraði á mótmælaspjöldin fyrir þremur árum: „FIMM ÁRA FYLL- ERÍ. MILLJÓN ÁRA SKAÐI." Við undirrituð skorum á ís- lenska myndlistamenn að virða að vettugi ofangreinda sam- keppni og slá þannig á óþolandi sérþótta og hroka þessarar vold- ugu og fyrirhyggjulausu ríkis- stofnunar." Minningartónleikar um séra Árna Berg Kór Áskirkju ætlar að minnast séra Árna Bergs Sigurbjörns- sonar með tónleikum í kirkjunni á laugar- dag kl. 17. Þar flytur kórinn efnisskrá sem byggð er á ættjarðar- lögum ásamt kirkju- legri kórtónlist. Ein- söngvarar með kóm- um verða þau Jóhann Friðgeir Valdimarson, Hallveig Rúnarsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir og Oddný Sigurð- ardóttir. Þau eru öll fyrrverandi og núverandi meðlimir í kór Ás- kirkju. Stjórnandi og píanóleikari er Kári Þormar. Kór Áskirkju var stofnaður í núverandi mynd haustið 2001 en í honum eru um 20 tónlistar- menntaðir söngvarar sem hafa flestir verið með frá upphafi. Nú fyrir skömmu gaf kórinn út geisladiskinn Það er óskaland ís- lenskt, sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda, og var tilnefnd- ur til fslensku tónlistarverðlaun- anna sem plata ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Kórinn hefur haldið fjölda tónleika í Reykjavík og . ná- grenni auk tónleika- ferðar um Norður- land síðastliðið sum- ar. Séra Árni Bergur Sigurbjömsson þjónaði sem sóknarprestur í Ólafsvíkurprestakalli frá 1972 til 1980 og í Ásprestakalli í Reykjavík frá 1980. Hann var mikilsmetinn prestur og fræðimaður sem geisl- aði frá sér hlýju og mannkærleika hvar sem hann kom. Hann lést 17. september síðastliðinn. Kór Áskirkju átti alla tíð einstaklega gott samstarf við séra Árna Berg og studdi hann starf kórsins með ráðum og dáð. Því vill kórinn sýna þakklæti sitt með þessum minningartónleikum og styrkja í leiðinni gluggasjóð Áskirkju, en allur ágóði af tónleikunum mun renna í hann. Glæpasagnavorið íslenska ætlar að endast fram eftir vetri og gott betur ef svo má að orði komast. Rúmur tugur íslenskra krimma kemur út nú þessa vertíðina. GÆSASKYTTUR FYLLTAR HÖGLUM Viktor Arnar Inqólfsson: Afturelding Mál og menning \inu>|lu^ mi Verð: 4690 kr. fcr' \ Bókmenntir Viktor Arnar Fléttan mjög góð, einkum framan af Það sem ég hef þegar lesið stendur undir vonum og vel það. Bækur Þráins Bertelssonar og Árna Þórarinssonar eru fantafi'n- ar. Svo má einnig segja um Aftur- eldingu, sjöttu bók Viktors Arn- ars Ingólfssonar, en Viktor Arnar hefur lagt sitt í púkkið og er í hópi þeirra sem stuðlað hafa að fram- gangi íslenska krimmans. Sundurskotnar skyttur Afturelding fjallar um það þegar gæsaskyttur taka að finn- ast út um víðan völl sundur- skotnar með haglabyssu. Fléttan er mjög góð, einkum framan af en lesandinn nær að vera svona um það bil hænufetinu á undan löggunni sem heldur honum á tánum. Sem er fi'nt. Ekki alltaf allt unnið með óvæntum vending- um. Reyndar má segja að oft klúðri höfundar ágætum sögum með því að telja sér skylt að kokka upp slíkt. Viktor er of reyndur höf- undur til að falla í þann pytt. Og með þessu er síður en svo sagt að söguþráðurinn sé flatur. Afrek er að láta raðmorðingja leika laus- um hala í íslensku samfélagi þannig að lesandinn kaupi það. Viðtekið vandamál Inn í plottið fléttar Viktor Arn- ar af mikilli hugkvæmni spurn- ingakeppni en til að rugla lög- regluna í rýminu tekur raðmorð- inginn upp á því áð senda lög- regluteyminu spurningar á tölvupósti. Morðinginn setur lögreglunni ákveðin tímatak- mörk til að koma fram með svör og verður þetta til að auka á spennuna. Það er helst að þegar málin eru gerð upp að Viktori fatast flugið. Trúverðugleiki þess sögu- heims sem teiknaður hefur verið upp lætur á sjá. Þetta er viðtekið vandamál og raunar undantekn- ing ef mönnum tekst að halda trúverðugleikanum til haga þegar lausir endar eru hnýttir í lokin. Kökuát Persónusköpunin er Viktors er ágæt en kannski eilítið flöt. Glæpasagnahöfundar hafa kvart- að undan þvf að glæpasögur séu nánast taldar annars flokks bók- menntir. Sem er vitanlega alveg út í hött. Hins vegar liggur senni- lega hundurinn grafinn þar. And- stætt glæpasagnaforminu, þeim hraða í frásögn sem krimminn krefst, er að gefa persónusköpun of mikið rými. Þessi einfalda staðreynd ruglar sennilega bók- menntapáfana í ríminu. En menn eiga víst ekki bæði kökuna og eta. jakob Bjarnar Grétarsson tr 17 EDDA'ý^OOS L1 * * \ /isir I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.