Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Já ekki til sölu Upplýsingaþjónustan Já er ekki til sölu og ísfirðing- ar eru langt í frá þeir einu sem hafa áhuga á að kaupa fyrirtækið að því er fram kemur á vefsíðu Bæjarins besta. Þetta kom fram á fundi sem Halldór Hall- dórsson bæjarstjóri ísa- fjarðarbæjar átti í morgun með Katrínu Olgu Jóhann- esdóttur stjórnarformanni Já, Brynjólfi Bjarnasyni stjórnarformanni Símans og Evu Magnúsdóttur upp- lýsingafulltrúa fyrirtækis- ins. „Okkur var bætt á lista fjölda annarra áhugasamra kaupenda," segir Halldór. Fjölgun í Arborg Árborgurum hefur fjölgað um 6% frá áramótum segir á vef Sunnlenska. Þetta er mun Jtraðari fjölgun en und- anfarin ár. íbúar í sveitarfé- laginu em nú 6.904 en vom 6.515. Mest var fjölgunin í haust þegar 123 bættust við á tveimur og hálfúm mánuði sem samsvarar um 10% árs- fjölgun. Hjá Hagstofunni fengust þær upplýsingar að fjölgun sem þessi væri fátíð en þekktist þó, svo sem í Kópavogi árið 1998 þegar þar fjölgaði um 8%. Fanga- flutningar? Sveinn Andri Sveinsson lögmaöur. „Það er dálítill tviskinnungur I þessu. Við gerum allt vitlaust út affangaflutningum sem við vitum ekki hvort hafí átt sér stað og hvort viðkomandi sæti pyntingum eða ekki. Ég man ekki til þess að þeir sem eru að ræða þessi mál núna hafí rek- ið upp kvein þegar þeir hafa neitað einstaklingum um póli- tiskt hæli sem koma hingað frá Kína og öðrum löndum, vitandi að slíkir aðilar geta sætt ofsóknum og harðræði þegar þeir eru sendir til baka. Ég held að það sé bara verið að gera úlfalda úrmýflugu." Hann segir / Hún segir „Ég er ekki búin að fylgjast með þessu máli neitt rosalega mikið. Mér finnst samt sem áður lágmark að íslensk stjórnvöld og þeir sem eru yfír á Keflavikurflugvelli fái ein- hverja vitneskju um að það séu fangaflutningar í gangi sem hafa viðkomu hér á landi. Efeitthvað kæmi upp á þyrftu aðilar að vera tilbúnir að bregðast við. Mér fínnst þessar pyntingar ekki i lagi enda er það röng meðferð á föngun- um. Efviö pyntum þá erum við þá ekki að leggjastjafn lágt og þessir rnenn?" söngkona. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hefur brunavörnum ekki verið komið í lag í Lágmúla 6- 8. Óhætt er að segja að byggingin sé um þessar mundir dauðagildra. Bjarni Kjart- ansson, framkvæmdarstjóri forvarnardeildar slökkviliðsins, segist ekkert hafa heyrt frá eigendum byggingarinnar, Fasteignafélaginu Hlíð. Flóttaleiðir eru meðal annars tepptar af rusli. Ekkert heyrt frá eig- endum Bjarni Kjartans- son hjá forvarnardeild slökkviliösins segir það undantekningu aö beita þurfí dagsektum. Kristinn Bjarnason Frjáisi fjárfestingabankinn er eigandi Fasteignafélagsins Hilöar sem á Lágmúla 6-8. Kristinn er framkvæmdarstjóri bankans. Dauðagildra Bruna■ varnirí Lágmúla 6-8 eru i lamasessi. Dagsektir á dauða gildru í Lágmúla Á hverjum degi fara hundruð manna um Lágmúla 6-8. Bæði starfsmenn og viðskiptavinir fyrirtækja á borð við Bræðurnir Ormsson og Frjálsa fjárfestingabankans. Það sem þetta fólk veit eflaust ekki er að byggingin er dauðagildra. Eldvarnir eru í lama- sessi og hefur forvarnardeild Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ítrekað gert athugasemdir. Eigendurnir sýna engin viðbrögð og ekkert bendir til úrböta. „Sem betur fer er það undan- tekning að mál fari svona langt,“ segir Bjami Kjartansson fram- kvæmdarstjóri forvarnardeildar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um hvort það sé algengt að beita þurfi dagsektum vegna lélegra brunavama. í fyrradag samþykkti borgarráð erindi ffá Bjama um að beita Fast- eignafélagið Hlíð dagsektum vegna lélegra bmnavarna í Lágmúla 6-8 í Reykjavík. Eigendum alveg sama í húsinu er meðal annars fyrir- tækin Bræðurnir Ormsson og Frjálsi fjárfestingarbankinn. „Þeim var gefið tækifæri til að ljúka málum sínum farsællega," seg- ir Bjami því ítrekað var Fasteignafé- laginu Hlíð boðið að verða við ábendingum forvarnardeildar og semja um þá fresti sem þeir þurftu til að ljúka bótum. Það var hins veg- ar ekki gert og segist Bjarni ekkert hafa heyrt frá forsvarsmönnum fé- lagsins. Þeir einu sem sýna málinu athygli séu fjölmiðlar. Flóttaleiðir tepptar af rusli Úttekt forvarnardeildar á hús- næðinu er sláandi eins og kemur fram í bréfi Bjarna til borgarráðs. Þar segir að brunahólfum í byggingunni sé verulega ábótavant en þau hafa veruleg áhrif á hvort fólki eigi mögu- leika á undankomu í eldsvoða. Flóttaleiðir og björgunarop í bygg- ingunni em heldur ekki aðgengileg- „Þeim var gefíð tæki- færí til að Ijúka málum sínum farsællega." ar, „jafnvel tepptar vegna mslsöfn- unar.“ Að lokum er sjálfvirkt bmnavið- vörunarkerfi ekki til staðar í húsinu, samkvæmt samþykktum teikning- um frá 1998 kemur ffarn „skýlaus krafa um slíkt, enda hefur það vem- legt áhrif á öryggi þeirra sem í bygg- ingunni em.“ Mannslíf í hættu Bjarni segir að slökkviliðið fýlgi ákveðnum reglum um hvers konar húsnæði það séu sem geta hlotið dagsektir. „Ef við teljum hlutina þannig að slakar eldvarnir séu en- göngu taldar valda eignatjóni fylgj- um við málinu ekki," segir hann. Sé málum hins vegar þannig háttað að slakar eldvarnir geti haft áhrif á öryggi fólks, þá grípa Bjarni og félagar til aðgerða. „Við erum ekki að gæta afmarkaðra fjárhags- legra hagsmuna heldur að gæta al- mannahagsmuna. “ Það er því ljóst að í Lágmúla 6-8 em mannslíf í hættu komi upp eldur. 19 þúsund á dag Borgarráð veitti forvarnardeild slökkviliðsins leyfi til að beita Fast- eignafélagið Hlíð dag- sektum upp á nítján þúsund krónur á dag, allt þangað til samið verður um verklagslok á j' endurbótum á . bmnavörnum. Það er 133 þús- und krónur á viku, 570 þús- und krónur á mánuði, tæp- lega sjö miÚj- ónir á ári. Þrátt fyrir að 1 upphæðirnar séu háar em þær smá- munir samanborið við þau mannslíf sem em í hættu í bygging- unni á degi hverjum. johann@dv.is ^ r >, Bóka-quiz í Máli og menningu Geirfugl spyr sakamálahöfun „Ritstjórar Eddu lögðu hönd á plóg og sömdu spurningar. f þetta skiptið mun ég sjálfur spyija enda með endemum ómþýða rödd,“ segir Kristján Freyr Halldórsson í Bóka- búð Máls og menningar. Kristján mun stjórna nýrri spurn- ingakeppni sem fram fer í bókabúð- inni í dag klukkan fjögur. Er hún að sama formi og Pöbba-quiz sem margir þekkja frá Grand Rokki nema þetta er vitanlega bóka-quiz en yfir- skriftin er: Svör við öllu. Enginn efast um fegurð raddar Kristjáns sem er þekktur hljómsveit- artöffari, meðal annars úr Geirfugl- unum, en hann hefur reyndar að mestu setið bak við trommusettið. Þetta er í fyrsta skipti sem keppn- in fer fram og verður þemað: Kristján Freyr Mun takasigjafn veiút með mikrófóninn og uppþvottaburstann þegarhann stýrir spurningakeppninni. Arnaldur fnd riðason. Þeir sem hafa lagst í bækur Arnaldar, og þeir eru væntanlega ófáir, ættu að mæta því Kristján lofar veglegum verð- launum. „Já, veglegur bókapakki. Kannski Arnaldur í gjafaöskju." RiQar upp ógleymanlega útvarpstakta Sunnudagseftirmið- dagur með Sigmari Hlustendur Rásar 2 veittu því athygli um síðustu helgi að Sigmar Guðmundsson, einn umsjónar- manna Kastljóss, var mættur í hljóð- stofu og farinn að stjórna vikulegum þætti. „Þetta er þáttur á sunnudögum milli eitt og ijögur, músfk og spjall. Ég er bara að spila það sem mér dettur í hug auk þess að fylgja stefnu stöðvarinnar með því að spila þau lög sem þar eiga að hljóma. Ég hef afskaplega gaman af rokki og rappi auk þess sem ég hlusta líka á helling af ágætis poppi," segir Sigmar sem er mest hrifinn af rokki sem aðeins er komið til ára sinna. „Svo reyni ég að fá fólk í spjall eft- ir því sem það hent- ar.“ En er Sigmar kominn með leið á að tala um pólitík? „Nei, alls ekki. Ég var heilmikið í útvarpinu í gamla daga, meðal annars á X-inu og Aðalstöðinni og fannst leiðinlegt hvað ég var dottinn út úr þeim heimi. Ég sóttist einfaldlega eftir því að fá að sjá um þátt í útvarp- inu,“ segir Sigmar ánægður með þessa tilbreytingu. svavar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.