Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Side 12
12 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 Fréttir OV Nýtilfelli fuglaflensu Kína og Víetnam hafa tilkynnt um ný tilfelli af fuglaflensu. í Kína drápust 9000 hænsn- fuglar sam- kvæmt upplýs- ingum land- búnaðarráðu- neytisins þar. f Víetnam drápust yfir 3000 hænsn- fuglar, auk fjölda anda og gæsa. Tilfellið í Kína er það fjórða á þremur vikum. í kjölfarið hafa meira en 300 þúsund fuglar verið aflífað- ir þar í varúðarskyni. Enn hefur ekki verið tilkynnt um mannslát í kjölfar þess- ara nýju tilfella fuglaflens- unnar. ii Blað stuðar lesendur Kaþólska blaðið Fam- iglia Cristiana skók heimili lesenda sinna í fýrradag með birtingu auglýsingar sem sýndi nakta konu. „Það er engin stefnubreyt- ing á ritstjórninni," segir ritstjórinn, don Antonio Sciortino. „Það sjást bara útlínur konu bak við móðu- þakið gler.“ Eigi að síður hefur birtingin vakið styr á Ítalíu. Blaðið hefur hingað til verið þekkt fyrir íhalds- semi og kaþólska ritstjórn- arstefnu. Áður vakti blaðið umtal þegar það birti aug- lýsingu fyrir vatn þar sem sást í nakið barn. Margrét misnotuð Margrét Þórhildur Danadrottning hefur verið misnotuð á plakaú sem hangir víða uppi í Búdapest, höfuðborg Ungverja- lands. Samtökin sem gefa plakaúð út eru að mótmæla íslam og múslimum. Margrét hafði ritað í bók sína að Danir væru um- burðarlyndir en svifa- seinir varðandi íslam. Orð hennar eru tekin úr sambandi til nota í fyrirsögn á plakatinu sem hvetur til uppreisnar gegn íslam og múslimum. Ekstra- bladet segir að starfslið drottningar hafi komið af fjöllum þegar upplýsingar um uppátækið bámst þeim. Bush óvinsæll Það er löngu vitað að Ge- orge Bush Bandaríkjaforseti er ekki með vinsælustu mönnum heims. Nú virð- ist sem vin- sældir hans hafa aldrei ver- ið minni ef marka má könnun frétta- stofanna Wash- ington Post og ABC News. Jafnvel vinsældir stríðs hans gegn hryðjuverkum eru í lágmarki. Nánast það eina jákvæða sem almenningur vestra sér við Bush er kjör hans á Samuel Alito til hæstarétts. 60% aðspurðra telja hann hafa staðið sig illa í starfi og 40% segja hann óheiðarlegan. - Ljósmyndarar bfða í von um aö ritstjór- inn láti sjá sig blða þeir fyrir utan skrif- stofurTheSun. Ritstjóri The Sun, hin 37 ára Rebekah Wade, var handtekin eftir að eiginmaður hennar kærði hana fyrir heimilisofbeldi. Málið hefur vakið mikla athygli - sérstak- lega vegna baráttu ritstjórans gegn ofbeldi. En forsaga málsins er ekki síður at- hyglisverð. The Sun er mest selda dagblað á Bretlandi, útgefið í um 3,3 millj- ónum eintaka á hverjum degi. Fyrir stuttu gekk The Sun hart fram í að fletta ofan af heimilisofbeldi með greinarskrifum. Um helgina bar til tíðinda á heimili ritstjórans og eiginmanns hans. Eiginmaðurinn, Ross Kemp, hringdi í lögregluna og sagði farir sínar ekki sléttar. Ross Kemp er einn aðalleikara sápuóperunnar The Eastenders sem sýnd er á BBC. Hann er líka kvæntur hinum metnaðargjarna ritstjóra The Sun, Rebekah Wade. Saga helgarinnar líkist helst atriði sem Kemp gæti lent í að leika í þáttum sínum. f aðalhlutverkum væru milljarðamæringur og blaða- útgáfumógúll, ritstjóri slúðurblaðs, ráðherra og leikari sem hefur séð fífil sinn fegurri. Ráðherra segir af sér Þetta byrjaði eins og hver annar dagur hjá Wade. Stuttu eftir komu á ritstjórnarskrifstofur The Sun hefst vinnsla á sögu dagsins, afsögn Dav- ids Blunkett, ráðherra atvinnu- og eftirlaunamála í bresku ríkisstjórn- inni. Það var áreiðanlega óþægilegt fyrir Wade að koma beint að sög- unni, því hún góð vinkona Blunk- etts. Nánast strax eftir afhendingu afsagnarbréfsins mætir Blunkett á skrifstofu The Sun og fær sér drykk með vinkonu sinni, væntanlega til að slaka á eftir erfiðan dag. Sá drykkur var þó aðeins upphitun fyr- ir kvöldið afdrifaríka hjá Wade. Fyllerí með yfirmanninum Síðar um kvöldið fara hjónin Wade og Kemp í móttöku hjá Matthew Freud, tengdasyni Ruberts Murdoch. Fjölmiðlar í Bretlandi segja Murdoch sjálfan hafa verið í samkvæminu að fagna afmæli tengdasonarins. Eins og hefðin kveður á um var vel veitt í afmælinu og ritstjóra- hjónin í góðu formi, ef marka má heimildir The Guardian. Blaðið hef- ur eftir vinum hjónanna að á leið heim hafi eitthvað hlaupið í skapið á Wade og ósætti komið upp. Það hafi síðan magnast þegar hjónin komu heim. Klukkan fjögur um nóttina fékk lögreglan upphringingu frá Kemp sem kvartaði yfir framferði konu sinnar. í kjölfarið kom lögreglan heim til þeirra hjóna og sá karlgrey- ið með sprungna vör. Wade fór síðan í fylgd lögreglu niður á stöð. Þar var hún látin gefa lífsýni og fingraför tekin af henni. Eftir þá niðurlægingu var hún látin sofa úr sér í fangaklefa lögreglu- stöðvarinnar. Rebekah Wade Ritstjórinn geðþekki. Feitar fréttir fyrir samkeppnisbíöðin Þótt þúsundir kvenna sem karla verði fyrir barðinu á ofbeldisfullum mökum á hverjum degi er það ekki daglegt brauð að ritstjóri, sem hef- ur barist opinberlega gegn heimil- isofbeldi, lemji manninn sinn. Stutt er síðan Wade gekk fram fyrir skjöldu í leiðurum og öðrum greinum blaðs síns í að vekja at- hygli á hversu algengt heimilisof- beldi er. Hún hvatti þar til þyngri refsinga til handa þeim sem það stunda. Þótt Murdoch sjálfur geri lítið úr málinu og segist telja það léttvægt gildir ekki það sama um samkeppn- isaðila hans á blaðamarkaðnum. Fregnir af barsmíðum ritstjórans voru á forsíðum nánast allra Ross Kemp Leikarinn sem á ekki sjö dag- ana sæla. breskra blaða í gær, að undanskild- um The Sun. Ekki ein báran stök Eiginmaðurinn ólánsami hefur nýverið snúið aftur á skjáinn sem harðnaglinn Grant Michel í The Eastenders á BBC. Hann er ekki sá eini sem hefur verið tuskaður til af konu sinni. Meðleikari hans, sem leikur bróður hans á skjánum, var ein aðalfrétt The Sun í fyrradag. Sá fékk heimsókn frá fyrrverandi kær- ustu sem tuktaði hann til. í því tilfelli var það einnig maðurinn sem kallaði til lögreglu sem síðan hand- tók konuna. Eins og í þetta skipti var kærustunni sleppt úr haldi litlu síðar. haraidur@dv.is Keisaraskurður á konu í Svíþjóð Skorin upp án deyfingar Barnshafandi kona Ekki tekið út með sitjandi sæld- inni að fæða börn. Fallegur atburður snerist upp í andhverfu sína hjá verðandi móður sem gekkst undir keisaraskurð á sjúkrahúsi í östersund í Svíþjóð. Morguninn sem konan kom á sjúkrahúsið til að fæða barn sitt hafði hún miklar hríðir en legvatnið lét standa á sér. Þegar á leið ákváðu hjúkrunarfræðingar að taka barnið með keisaraskurði. Konan var róleg yfir atburðarásinni en gífurlega spennt yfir að fá barnið sitt í fangið. Hún var undirbúin og gefin deyfing af svæfingarlækni. „Ég hef enn ekki hugmynd um af hverju læknirinn vildi flýta sér svona mikið," segir konan sem vill ekki koma fram undir nafni. Læknirinn hafði komið inn á skurðstofuna og sagst ekki hafa tíma til að bíða lengur en gaf enga ástæðu fyrir flýtinum. Starfsmenn stofúnnar sögðu honum að deyfingin þyrfti lengri tíma til að hafa tilætluð áhrif, en læknirinn beið ekki boðanna og byrjaði að skrera í maga konunnar, þrátt fyrir mótmæli viðstaddra. „Ég öskraði og öskraði," segir konan. „Það eru ekki til orð til að lýsa sársaukanum. Maðurinn minn grátbað lækninn um að hætta en allt kom fyrir ekki. Hún segir lækninn hafa sagt manninum að róa sig. „Steininn tók þó úr þegar læknirinn sagði við manninn að næst þyrfti hann að vera sterkari," segir konan. Ekkert var að barninu sem benti til að keisaraskurðinum þyrfti að flýta. „Læknirinn hlustaði ekki einu sinni áður en hann byrjaði að skera,“ segir konan. Samkvæmt upplýsingum sjúkra- hússins er rannsókn hafin á málinu. Konu og barni líður eigi að síöur vel í dag. Nýfaedd börn Hamingja foreldra getur raskast vegna læknamistaka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.