Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 17
DV Sport LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 17 Fram eða Fylkir? Kristján Valdimcirsson, varnarmaðurinn úr Fylki, er þessa dagana að velta fyrir sér hvort hann eigi að ganga til liðs við Fram eða vera um kyrrt hjá uppeldis- félagi sínu í Árbænum en það staðfesti hann í samtali við DV Sport í gær. Kristján hefur átt erfitt með að festa sig í sessi undanfarin tíma- bil hjá Fylkisliðinu og er því að velta fyrir sér hvort hann eigi að reyna fyrir sér ann- ars staðar. Fylkismenn hafa misst sex leikmenn í haust án þess að bæta neitt við sig. Kristján yrði því sá sjö- undi, ákveði hann að fara til Fram. Tony Pulis er greinilega afar illa við íslenska knattspyrnumenn sig við Bjarna Guðjónsson Pulis vill losa Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum DV Sports mun Tony Pulis, nýráðinn knattspyrnustjóri Plymouth Argyle, vera búinn að til- kynna Bjarna Guðjónssyni að hann eigi sér ekki framtíð hjá liðinu. Hann megi fara þegar að hann hafi fundið annan hæfan leikmann í stöðuna hans. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tony Pulis losar sig við Bjarna Guð- jónsson né heldur er Bjarni fyrsti ís- lendingurinn sem Pulis ákveður að nota ekki í sínu liði. Pulis tók við Plymouth skömmu eftir að Bobby Williamson var látinn fara, en sá keypti Bjarna til félagsins og undir hans stjórn var hann búinn að vinna sér fast sæti í liði Plymouth. Þegar að Pulis kom var ljóst í hvað stefndi þó svo hann hafi notað hann fyrst um sinn. Síðan að hann tók við liðinu þann 23. september síðastliðinn hefur Bjarni tekið þátt í fjórum leikj- um með liðinu og ekkert síðan 18. október síðastliðinn. í stjórnartíð Pulis hjá Stoke City fengu þó nokkrir íslenskir landsliðs- menn fá sem engin tækifæri hjá lið- inu. Meðai þeirra má nefna Brynjar Björn Gunnarsson, Pétur Marteins- son, Tryggvi Guðmundsson og vit- anlega Bjarna sem yfirgáfu allir fé- lagið í hans stjómartíð. Þá frysti hann Þórð Guðjónsson sem eftir- maður hans gerði reyndar einnig. Bjarni gekk til liðs við Stoke City árið 2000 í stjórnartíð föður síns. Hann fékk svo að fara frítt frá félag- inu sumarið 2003 þegar hann fór til Þýskalands og gekk til liðs við Boch- um, þar sem bróðir hans Þórður lék á þeim tíma. Hann fékk fá tækifæri þar og var á nýju ári lánaður til Coventry þar sem hann náði sér ágætlega á strik. Hann fékk svo samning um sumarið þegar að Peter Reid var nýtekinn við liðinu en það- an fékk hann að fara frítt til Plymouth þann 17. desember í fyrra. eirikurst@dv.is Bjarni Guðjónsson Ekki ináðirmi hjá Tony Putis, frekar en fyrri daginn. Nordic Photos/Getty Kristján fund- aði með Wenger Undanfama viku hefur Kristján Guð- mundsson, þjálfari Kefla- víkur, dvalist í Lundúnum og fylgst með starfi Arsenal. Hann tók þátt í undirbún- ingi liðsins gegn Spörtu Prag á miðvikudaginn og þá fundaði hann með knattspymustjóranum Arsene Wenger á fimmtu- dag og svo aftur í gær. Segir á heimasíðu Keflavíkur að þeir kollegar hafi átt gott spjall um leikmenn Arsenal og þjálfunaraðferðir þar á bæ. Nýframlína í Grindavík? Jóhann Þórhallsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við knatt- spyrnudeild Grindavíkur en hann kem- ur frá KA. Hann var einnig orðað- ur við Val en sagði í sam- tali við DV í gær að hafa ákveðið Grindavík. „Mér líst mjög vel á félagið og hlakka til næsta sumars," sagði Jóhann. Samlcvæmt heimildum blaðsins mun Grindavík ganga frá samn- ingum við annan leikmann í dag og hefur nafn Þórar- ins Kristjánssonar verið nefnt í því samhengi. Valsmenn fá liðsstyrk Gengið hefur verið frá munnlegu samkomu- lagi af hálfu knatt- spyrnudeild- ar Vals við tvo leikmenn úr neðri deildun- um. Þetta eru þeir Andri Valur ívarsson sem lék með Völsungum í sumar annars vegar og Jak- ob Spangsberg Leilcnis- maður hins vegar. Jakob er danskur sem gekk til liðs við Leikni árið 2004 en spil- aði einungis sjö leiki með liðinu síðasta sumar en skoraði í þeim sex mörk. Leilcnir vann sér sæti í 1. deildinni í haust á sama tíma og Völsungar féllu í 2. deildina. STÓRBANDIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.