Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Side 18
78 LAUGARDACUR 5. NÓVEMBER 2005
Sport 0V
Guðni Rúnar
áfram hjá Fylki
Guðni Rúnar
Helgason, knatt-
spyrnumaður
hjá Fylki, hyggst
spila með liðinu
á næsta sumri í
Landsbanka-
deildinni, enda á
hann eitt ár eftir af samn-
ingi sínum. Þetta staðfesti
hann í samtali við DV Sport.
Guðni hætti að spila með
Fylki undir lok síðasta sum-
ars og var ákveðið að hann
yrði i fríi þar til Þorlákur
Árnason, þáverandi þjálfari
félagsins, hætti störfiim.
Guðni segir að nú sé ekkert
því til fyrirstöðu að spila
áfram með félaginu en Leif-
ur Garðarsson hefur tekið
við þjálfun liðsins.
Samkeppni
fyrir Gylfa
Gylfi Einarsson
hefur fengið erfiða
samkeppni um
stöðu í liði Leeds þar
sem írski miðvallar-
leikmaðurinn Liam
Mifler hefur verið
lánaður til félagsins frá
Manchester United til janú-
armánðar. Gylfi er þessa
stundina að taka út þriggja
leikja bann vegna rauðs
spjafds sem hann fékk í leik
gegn Blackburn í deildabik-
arkeppninni á þriðjudag í
síðustu viku. Gylfi hefur
mátt berjast fyrir sæti sínu í
liðinu og koma Miller mun
síst leggja þeirri baráttu lið.
EKKIMISSA
A F ÞESSU Laugardagur 12.55 Meistaramót Icelandair og lan Rush í beinni á Sýn.
sðn 13.50 AC Milan-Udi- nese á Sýn.
14.00 Víkingur-Haukar í DHL-deild kvenna. Einnig mætast Stjarnan og Grótta (14.15, beint á Rúv) og KA/Þór og 11K (15.00).
14.55 Newcastle-Birmingham auk fjölda annarra leikja í beinum útsendingum á Enska Boltanum.
16.15 Stjarnan-Fylkir í D1 IL-deild karla, leikur- inn er sýndur á Rúv.
S7=/T? 17.55 Real Madrid- Zaragoza á Sýn.
Sunnudagur 15.00 FH-ÍBVíDHL- deild kvenna.
a 15.50 Manchester United-Chelseá á Enska Boltanum.
16.00 IBV-Afturelding í DHL-deild karla.
n l 16.00 Grindavík-KR í 1 Rowerade bikarkeppni kvenna.
n k 18.15 Grindavík-Kefia- Ivík í Powerade bikar- keppni karla. Kl. 19.15 hefjast lcikir Fjölnis og Skallagríms, IR og Njarðvíkur og Snæfells og Klf í sömu keppni.
r > t J Þ ^19.15 Breiðablik-llauk- lar í Iceland Express deild kvenna.
íþróttafréttavefur BBC sagði
frá því í gær að enska 1. deildar-
liðið Southampton hafi sent út-
sendara sinn á leik Lens og
Halmstad í UEFA-bikarkeppn-
inni í fyrradag, til þess að fylgjast
með Gunnari Heiðari Þorvalds-
syni sem leikur með síðamefnda
félaginu. Þeir sænsku töpuðu
reyndar stórt, 5-0, í leiknum.
Southampton er eitt fjöl-
margra félaga sem hafa verið
orðuð við Gunnar Heiðar á síð-
ustu dögum og vikum en engu
er líkara en að Gunnar Heiðar sé
allra heitasti framherji Evrópu
þessa dagana, slíkur er áhuginn.
Auk Southampton hafa Ev-
erton, Birmingham, Watford og
Reading sýnt Gunnari Heiðari
áhuga. Hið sama má segja um
þrjú bestu liðin í Skotlandi, Celt-
ic, Rangers og Hearts. Þá hafa
frönsk lið fylgst með stráksa sem
og þýsku úrvalsdeildarliðin
Hamburger SV, Hannover 96 og
Werder Bermen auk fleiri félaga
í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu.
Hann mun einnig vera efstur á
óskalista forráðamanna
Djurgárden sem unnu tvöfalt í
Sviþjóð í ár en það em víst fá lið
í Skandinavíu sem væm ekki til í
að vera með Gunnar Heiðar inn-
anborðs.
Búinn með Skandinavíu
En þrátt fyrir þennan mikla
áhuga hefur Halmstad slegið
skjaldborg um Gunnar Heiðar,
að minnsta kosti þar til þátt-
töku liðsins í UEFA-keppninni
er á enda komin. Félagið hefur
fengið ófáar fyrirspurnir um
hann og beiðnir um að fá hann
til reynslu hjá viðkomandi fé-
lagi en þeim hefur öllum verið
hafnað.
En sjálfur er Gunnar Heiðar
einstaklegájarðbundinn dreng-
ur og lætur þetta ekki á sig fá.
„Jú, maður er búinn að heyra af
áhuga víða frá. En það þýðir
ekkert að pæla í því, maður
reynir bara að spila sinn leik og
ef einhver annar sér eitthvað í
því þá hringja þeir í mann,“
sagði Gunnar Heiðar við DV
Sport í gær. En skyldi hann bú-
ast við því að leika með Halm-
stad á næsta tímabili? „Ef ég
segi alveg eins og er þá held ég
ekki. Ég á eitt ár eftir af samn-
ingi mínum og býst því við að
verða seldur í janúar, vilji félag-
ið fá einhvern aur fyrir mig.“
Gunnar Heiðar segist þó
vilja spila annars staðar en í
Skandinavíu. „Nei, nú er maður
búinn með Skandinavíu," sagði
hann í léttum dúr. „Nú heldur
maður bara áfram til annarra
landa."
Ekki ólíkur Hemma
Ólafur Garðarsson er um-
boðsmaður Gunnars Heiðars
og segir að þrátt fyrir þennan
milda áhuga láti hann það ekki
á sig fá. „Þetta er mjög einbeitt-
ur strákur sem er harðákveðinn
í að bæta sig. Hann er búinn að
leggja hart að sér og er til að
mynda búinn að þyngjast um
fimm kíló. Hann er með mikið
sjálfsálit án þess að vera sjálf-
umglaður, hann veit hvað hann
getur og veit líka hvar hann get-
ur bætt sig,“ sagði Ólafur og
bætti því við að hann teldi að
hann ætti eftir að ná langt.
Annar Eyjapeyi sem hefur
náð langt í knattspyrnuheimin-
um er Hermann Hreiðarsson,
varnarmaðurinn sterki hjá
Charlton. En þó svo að þeir séu
ólíkir knattspyrnumenn eru
þeir ekki ólíkir persónuleikar.
„Það er margt likt með þeim -
það virðist vera eitthvað sér-
stakt út í Eyjum sem mótar
þessa drengi. Þeir eru báðir
harðákveðnir í að ná langt og
hafa óbilandi trú á sjálfum sér.“
eirikurst@dv.is
Gunnar Heiðar Þorvaldsson Er
hér i leik með Halmstad gegn
franska liðinu Lens I UEFA-bikar-
keppninni, sem fór fram i fyrradag.
Hér er hann i baráttu gegn Seydou I
| Keita, varnarmanni Lens. Gunnar
þótti standa sig vel f leiknum.
Hollenski framherjinn ekki ánægöur með gang mála hjá Manchester United
Það versta sem van Nistelrooy hefur séð
„Þetta hlýtur að vera erfiðasti
tíminn sem ég hef upplifað hjá fé-
laginu. Þegar ég kom fýrir 4 og
hálfu ári þá var eins og við værum
ósigrandi. Ég man eftir leikjum
þegar ég var að fá fjögur til fimm
góð tækifæri, fékk stöðuga þjón-
ustu og það var sókn við sókn. En
nú er allt breytt, svo mikið breytt
en ég get ekkert gert í því," segir
Ruud van Nistelrooy um lið sitt
Manchester United sem hefur
tapað tveimur leikjum í röð og er
sem stendur í 7. sæti ensku úrvals-
deildarinnar og á leið út úr Meist-
aradeildinni ef litið er á stöðu þess
í riðlinum. Van Nistelrooy hefur
skorað 10 mörk á tímabilinu en
hefur ekki komist á blað í síðustu
flórum leikjum í deild og Meist-
aradeild en United vann engan
þeirra.
„Við erum ekki að spila vel. Við
eigum í erfiðleikum með að halda
boltanum og erum ekki að ná góð-
um sóknum. Við erum í raun ekki
að spila á sóknarhelmingi vallars-
ins, það eru engar fyrirgjafir að
koma og við erum ekki að vinna
annan boltann. Við náum ekki að
setja pressu á andstæðingana og
sjálfstraustið hjá liðinu er í mol-
um,“ bætti Ruud van Nistelrooy
við en hann skoraði 8 mörk í fyrstu
8 leikjum United í ensku úrvals-
deildinni.
Stjórinn Sir Alex Fergusson er
þegar búnn að afskrifa enska
meistaratitilinn þar sem liðið er
þrettán stigum á eftir toppliði
Chelsea en van Nistelrooy er ekk-
ert alltof bjartsýnn á betri tíma
það sem eftir er af tímabilinu. „Við
viljum cillir komast aftur á ferðina
en spurningin er bara hvernig við
eigum að fara að því. Við verðum
að taka allt inn í myndina, liðið,
einstaklingana. Við vitum hver og
einn hvað þarf að gerast en þegar
okkar lið er borið saman við Chel-
sea þá þarf ekki að segja fleiri
orð,“ segir Ruud van Nistelrooy
sem segist ekki vera á leiðinni frá
liðinu þrátt fyrir að málin líti
ekki vel út því hann ætli að
standa með Manchester United
í gegnum bæði súrt og sætt.
Ekki dómurunum að kenna
Ruud van Nisteirooy er ekki
ángður með gang mála hjá iiði
sinu Manchester United.
DV-mynd Gettyimages