Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Page 20
20 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005
Fréttir X>V
Besti vinur Kjartans Guðmundssonar hét Bragi Halldórsson.
Bragi var aðeins tvítugur þegar Sigurður Freyr Kristmunds-
son, annar eiturlyfjaneytandi, stakk hann í hjartastað fyrir
engar sakir í ágúst. Aðeins hreinræktað ofsóknaræði, af völd-
um yfirgengilegrar eiturlyfjanotkunar Sigurðar, varð til þess
að hann greip í stærðarinnar flökunarhníf sem hann hafði í
fórum sínum og lagði til Braga. Bragi lést skömmu síðar af
sárum sínum, klukkan hálftíu, þann 20. ágúst á þessu ári.
Dauði Braga Halldórssonar
lagðist þungt á vini og ættingja.
Hann var ungur og efnilegur
drengur, hjarthlýr, alúðlegur og
skemmtilegur.
Þegar Bragi flutti heim til ís-
lands fyrir tveimur árum eftir að
hafa átt heima í Svíþjóð í nokkur
ár átti hann fáa vini og var leit-
andi. í kjölfarið komst Bragi í
kynni við vafasaman félagsskap
og leiddist út í eiturlyfjaneyslu.
Með hjálp fjölskyldu sinnar náði
hann þó að vinna sig frá þeim
heimi og fór í meðferð að Staðar-
felli. Það var þar sem hann kynnt-
ist Kjartani Guðmundssyni.
Þeir Kjartan og Bragi höfðu
báðir kynnst ýmsu í eiturlyfja-
neyslu sinni og náðu vel saman.
Þeir voru staðráðnir í að misstíga
sig ekki og á Staðarfelli bjuggu
þeir sig saman undir að hefja nýtt
líf að lokinni meðferðinni. Þeir
urðu góðir vinir og voru áfram
þegar þeir komu úr meðferð. Fyrst
um sirm gekk það eftir. Bragi og
Kjartan sóttu fundi og helguðu sig
edrúmennsku. Freistingarnar
urðu þó erfiðari og erfiðari og það
kom að því að þeir félagar féllu
aftur í fen eiturlyijanna.
Rændu til að fjármagna
neysluna
Ég held að það hafi veri í maí-
júní að við féllum," segir Kjartan
Guðmundsson og rifjar upp síð-
ustu mánuðina sem hann átti
með Braga vini sínum. „Fyrst
voum við bara skakkir, reyktum
hass og fengum okkur af og til í
nefið. Það kom síðan að því að
það var ekki nóg. Við fórum að
sprauta okkur með hverju því sem
við komumst í. Eftir það var ekki
aftur snúið.
Það átti
aldrei
að
fara
svona en það gerðist samt."
Til að fjármagna fíknina þurftu
þeir Bragi og Kjartan að ræna og
rupla. Þeir brutust inn í einbýlis-
hús og bfla og komu ránsfengnum
svo í verð til að geta keypt meira
dóp, „Ég, Bragi og Siggi fórum í
mikinn leiðangur um verslunar-
mannahelgina. Áttum örugglega
helminginn af öllum innbrotum
sem framin voru þá helgina," seg-
ir Kjartan.
Hann er ennþá í neyslu. Hefur
verið á stanslausum túr síðan
honum var sleppt af lögreglustöð-
inni við Hverfisgötu helgina sem
Bragi dó. Það var þar sem honum
var sagt hvað komið hafði fyrir
Braga. „Ég missti það algjörlega
þegar lögreglumennirnir sögðu
mér þetta. Ég stóð upp og réðst á
þá með stól sem var þarna inni. Ég
var gjörsamlega yfirbugaður af
tilfinningum, bræði, sorg, reiði.
Bara aUt saman. Þeir hentu mér
bara inn í klefa. Þar reyndi ég að
svipta mig lífi. Síðan var mér allt í
einu sleppt. Þegar ég kom út var
ég í losti. Það eina sem mér datt í
hug var að dópa. Og ég er búinn
að vera á kafi síðan."
Teknir í Keflavík
Kjartan var handtekinn þenn-
an örlagaríka morgun því hann
var sá eini sem talinn var geta gef-
ið upplýsingar um ferðir Braga
síðustu klukkutímana áður en
hann kom á Hverfisgötu og hitti
morðingja sinn. Hann man þessa
örlagaríku nótt ennþá. Eins og
það hefði gerst í gær. Enda búinn
að vera í losti síðan þá.
„Við fórum saman til Grinda-
vfkur, ég og Bragi og Hulda vin-
kona mín. Eg ætlaði að fara þang-
að að lemja gaur sem var með
fyrrverandi kærustunni minni.
Þegar við komum á staðinn mætti
gaurinn okkur með risastóran
hníf. Við stungum bara af en gaur-
inn hringdi á lögguna."
Lögreglan í Keflavík stoppaði
bfl þremenninganna stuttu síðar.
Þau höfðu nokkuð magn fíkniefna
á sér, en Bragi og Kjartan náðu að
fela sitt. Hulda var hins vegar tek-
in. Þau voru öll færð á lögreglu-
stöð þar sem tekin var af þeim
skýrsla. Að því loknu fengu Bragi
og Kjartan Nissan Micra-bifreið
Huldu að láni og keyrðu til
Reykjavflcur.
„Ég var að reyna að hjálpa
Kjartani og Braga. Það hvarflaði
ekki að mér að þetta færi
svona," sagði Hulda við DV í
gær.
V
Beið á meðan Bragi fór að
hitta Sigga
Þegar til Reykjavíkur var kom-
ið keyrðu Kjartan og Bragi á
Hverfisgötuna til Mána Frey-
steinssonar. Máni var vinur
þeirra og átti heima á móti þeim
Lindu Kristínu Ernudóttur og
Einari Vali Guðmundssyni, sem
bjuggu að Hverfisgötu 58. Sigurð-
ur Freyr Kristmundsson hafði um
nokkurt skeið fengið að búa hjá
þeim því hann átti ekki í önnur
hús að venda. Bragi ákvað að
stökkva yfir til Einars og Lindu til
að hitta á Sigga. Þeir höfðu
skömmu áður deilt um peninga
sem Sigurður hafði rukkað af
sameiginlegum vini þeirra. Bragi
vildi að sögn Kjartans sættast við
Sigurð. Kjartan beið heima hjá
Mána en Máni sjálfur var hinum
megin við götuna hjá Einari og
Lindu.
„Eftir smástund var ég orðinn
óþreyjufullur," segir Kjartan.
„Skyndilega sá ég Sigga koma
hlaupandi út úr húsinu hinum
megin við götuna með hníf í
hendinni. Hann sá mig og gaf
mér til kynna að ég ætti alls ekki
að koma. Ég beið því aðeins leng-
ur. Þegar ég heyrði sírenurnar
hélt ég að það væri böst. Ég sendi
því sms, sagði þeim að löggan
væri að koma og forðaði mér."
Kjartan lét sig hverfa og hljóp
niður .í bæ. Bragi svaraði ekki
hringingum hans og var hann því
viss um að Bragi hefði verið
handtekinn. „Það var ekki fyrr en
„Ég fór ekki einu sinni
í jarðarförína. Ég var
í Amsterdam og flug-
vélin bilaðisvo heim-
ferðinni seinkaði."
nokkrum klukkutímum síðar að
hann komst að, frá íögreglu-
mönnum sem handtóku hann,
hvað hefði raunverulega gerst.
Sáum hnífinn of seint
Máni Freysteinsson varð vitni
að því sem gerðist á Hverfisgötu
58 á meðan Kjartan beið eftir
Braga hinum megin við götuna.
Hann sagði DV frá reynslu sinni í
ágúst.
„Það sá enginn hnífinn fyrr en
of seint. Bragi og Siggi sátu tveir
inni í eldhúsi og töluðu saman.
Allt virtist vera í lagi. Hlutirnir
virtust vera komnir í lag á milli
þeirra. Þegar Bragi stóð á fætur til
að taka í höndina á Sigga snapp-
aði Siggi bara. Hann hélt að Bragi
væri að ráðast á sig og þreif fram
flökunarhníf sem hann faldi á
sér. Þetta gerðist svo fljótt. Siggi
var svo paranojd að hann hélt að
strákurinn væri að ráðast á hann.
Þegar hann var bara að rétta hon-
um höndina. Allt í einu lá strák-
urinn þarna í blóði sínu."
Síðustu andartökin
Lýsingar Mána á því sem
gerðist næst í kjallaraíbúðinni
við Hverfisgötu eru skelfilegar.
Hann segist hafa hringt sam-
stundis á Neyðarlínuna en orðið
batteríslaus. „Ég vissi ekki hvort
símtalið hefði náð í gegn til
Neyðarlínunnar og ætlaði þess
vegna að fara sjálfur með strák-
inn á spítala. Siggi otaði þá að
mér hnífnum sem hann hafði
notað til að stinga Braga með og
öskraði á mig að ég væri ekki að
fara neitt."
Máni segir að Sigurður hafi
verið æstur og veifað hnífnum út
um allt. „Skyndilega kastaði
hann frá sér hnífnum og hjóp
út," segir hann. Máni hélt þá á
Braga í fangi sér á meðan hús-
ráðandinn Einar Valur notaði
Þeir Kjartan og
Bragi höfðu báðir
kynnstýmsu í eitur-
lyfjaneyslu sinni og
náðu vel saman.
hníf Sigurðar Freys til að skera
niður handklæði og gluggatjöld.
„Einar Valur reyndi að binda um
sárið. Bragi var alltaf að detta út
og ranka við sér aftur. Síðan
vaknaði hann ekki aftur. Allt í
einu var hann dáinn í fanginu á
mér. Án þess að ég gæti nokkuð
gert."
Skuldar honum að hætta í
dópi
Kjartan Guðmundsson segist
hugsa um þessa nótt á hverjum
degi. „Eina leiðin fyrir mig að
gleyma þessu er að sprauta mig.
Það hjálpar mér að takast á við
sársaukann," segir hann. Hins
vegar segist hann nú búinn að fá
nóg og ætla í meðferð. „Ég verð í
sex mánuði í Krísuvík. Eg er á
biðlista."
Aðspurður segist Kjartan ekki
hafa sett sig í samband við fjöl-
skyldu Braga vinar síns:
„Nei, ég vil það ekki á meðan
ég er í svona neyslu. Ég fór ekki
einu sinni í jarðarförina. Ég var í
Amsterdam og flugvélin bilaði
svo heimferðinni seinkaði. Ég
held samt að þar hafi Bragi verið
að verki. Hann hefur ekki viljað
fá mig í jarðarförina sína í því
ástandi sem ég var. Ég fer samt
oft að gröfinni hans. Það hjálpar
mér að undirbúa það ferli sem
nú tekur við hjá mér. Ég ætla að
hætta að dópa og aldrei koma
nálægt eiturlyfjum aftur. Ég ætla
að klára þá ferð sem ég hóf þegar
ég kynntist Braga vini mínum. Ég
skulda honum það." andri@dv.is