Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Síða 23
 0V Helgarblað LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 23 „Ekki allir viðmælendur mínir eru á lífi í dag,“ segir Reynir Traustason sem gefur nú út bók um undirheimana. Við vinnslu bókarinnar fylgdist Reynir meðal annars með tveimur ungum drengjum nota fíkniefni og stunda handrukkun. Nokkrum dög- um eftir að Reynir skildi við drengina áttu þeir eftir að koma við sögu í hörmulegu morðmáli á Hverfisgötunni. Annar þeirra gist- ir nú fangageymslur fyrir morðið á vini sínum. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Ef það er rétt eiga margir við- mælendur Reynis Traustasonar í nýrri bók hans, Skuggabörn, alla ást guðs skilið. Bókin kemur út 10. nóv- ember, daginn áður en heimildar- mynd Lýðs Ámasonar, Þórhalls Gunnarssonar og Reynis verður frumsýnd. I myndinni er Reynir sjálfur í aðalhlutverki enda hefur þetta tveggja ára verkefni tekið á. Reynir hefur með eigin augun séð skelfilegar afleiðingar fíkniefna- heimsins. Vafalaust er eitt skýrasta dæmið morðið á Hverfisgötunni í sumar. Fáeinum dögum áður hafði Reynir hlustað á lífsreynslusögu morðingjans sem þá vildi ekkert frekar en að sjá ljósið eftir áralanga dvöl í svartnætti dópheimsins. Á forsíðu fyrir morð „Auðvitað var það áfail að sjá andlit einnar sögupersónu minnar á forsíðu DV í ágúst og málið er inorð," segir Reynir sem er marg- verðlaunaður fyrir rannsóknar- blaðamennsku. Hann situr í anddyri 101 hótels. Sólin skín á annars köld- um degi. Sögupersónan sem Reynir á við er Sigurður Freyr Kristmundsson, 23 ára fíkniefnaneytandi og síbrota- maður. Áður en Sigurður Freyr varð ungum félaga sínum að bana, Braga Halldórssyni, hafði hann verið á margra vikna fíkniefnatúr þar sem allt var lagt undir. „Ég hefséð marga viðrhælendur mína falla í valinn. Því m/ð- ur lifa ekki allar sögu- persónurnar afbók- ina." Sá hann sprauta sig Á þessum tíma hitti Reynir bæði Sigurð Frey og Braga Halldórsson við vinnslu bókarinnar. Sigurður Freyr er sonur Kristmunds Sigurðssonar, sem var kallaður Mundi morðingi eftir að hann varð manni að bana á unga aldri. Reynir vill sem minnst upplýsa um fund sinn með Sigurði en segir, líkt og aðrir sem þekktu til Sigurðar, að hann hafi verið þjakaður og viljað betra líf. Sigurður Freyr var sprautu- fíkill og fylgdist Reynir eitt sinn með því, fyrir bókina, þegar Sigurður notaði fíkniefni. Þá var Bragi, sem síðar átti eftir að verða fórnarlamb Sigurðar, með í för. Lög undirheimanna Eftir að Sigurður var handtekinn fyrir morðið á Hverfisgötu féll dómur yfir honum þar sem hann var sýkn- aður. af handmkkun. Fyrir að hafa skorið undir hnéskeljar skuldunauts. Ástæða sýknudómsins var sú að ekki vom nægar sannanir á hendur hon- um. öllum sem til Sigurðar þekktu var þó ljóst að handrukkun var iðja sem Sigurður var alls ekki ókunnug- ur. „Fíkniefnaheimurinn er ekki svo ólíkur okkar samfélagi," segir Reynir. „Ef ég skulda pening fer það í inn- heimtu og ef brotið er á mér kemur lögreglan til hjálpar. í fíkniefnaheim- inum er ekkert Intmm og engin lögga sem hjálpar. Handmkkararnir eru lögreglan og lögmenn í einni og sömu persónunni." Hársbreidd frá handtöku Við vinnslu bókarinnar slóst Reynir einmitt í för með þeim Sig- urði Kristmundssyni og Braga heitn- um. Tilgangurinn var að fylgjast með innheimm skuldar. Ekkert varð þó úr leiðangrinum þegar lögreglu bar að. „Við fylgdumst með allskonar kringumstæðum við vinnslu bókar- innar," segir Reynir sem meðal ann- ars var handtekinn í Leifsstöð þar sem hann afhenti tollvörðum kóka- ín, smyglað í bók um ævi Stalíns. „Það dugði mér. Þarna munaði að- eins hársbreidd að ég yrði handtek- inn aftur.“ Reynir og samstarfsmenn hans sluppu en Sigurður Freyr átti ekki eftir að sleppa. Eftir þetta atvik hitti Reynir Sigurð ekki aftur. Sá hann ekki fyrr en andlit Sigurðar birtist á forsfðu DVí tengslum við morð. Margir fallnir í valinn „Eg hef séð marga viðmælendur mína falla í valinn," segir Reynir sem sá þarna afleiðingar fikniefhaneysl- unnar svart á hvítu. „Því miður lifa ekki allar sögupersónurnar af bók- ina. Á þessu tímabili var mér ntjög umhugað um skjólstæðingana. Vildi bjarga þessu fólki. Hjálpa því til að það félli ekki heldur næði að standa sig." Spurður hvaða áhrif atvikið á Hverfisgötunni hafði á hann svarar Reynir: „Það er sárt að sjá eftir börn- um sínum í dauðann. En um leið REVNIR TRAUSTASQN Skoyga opnast vonandi tækifæri til að hjálpa öðrum." í hverfi guðs Bókar Reynis er beðið með eftir- væntingu. Vinnsla hennar hófst árið 2002 þegar Páll Bragi Kristjánsson, forstjóri 'Eddu, nefndi þennan möguleika við Reyni. „Mér leist ekki á þetta fyrst. Þessi dópheimur er heimur sem er svo fjarri mér þó auðvitað hafa sumir í minni fjöl- skyldu eins og öðrum þurft að glíma við dóp eða áfengi. Sjálfur er ég góð- borgari í hverfi þar sem allar götur tengjast guði. Sé ekki dópistana út um gluggann," segir Reynir og um leið vaknar upp sú spurning hvað hafi fengið hann til að taka að sér verkefnið. Af sjónum í fjölmiðla „Ég sný frá því að vera skipstjóri í að gerast blaðamaður," segir Reynir. „Kom á gamla DV, vissi allt um kvótakerfið og var í fyrstu alltaf sett- ur í sjávarútvegsfréttir. Ég verð hins vegar að takast á við nýjar áskoranir. Heimur fegurðardrottninga var fjarri mér áður en ég skrifaði bókina um Lindu Pétursdóttur. Og þessi árátta náði kannski hámarki þegar ég skrif- aði um Sonju Zorrilla. Hennar heim- ur - Manhattan og New York, er eins langt og hugsast getur frá Flateyri." Umdeildur á Flateyri Það var á Flateyri sem Reynir hóf feril sinn sem blaðamaður. Gerðist fréttaritari og hristi upp í litla sjávar- þorpinu. „Ég nennti aldrei að ganga erinda þorpsins. Fyrir mér var frétt bara frétt," segir Reynir og rifjar upp fyrsta „skúbbið". „Ég man að fyrsta fréttin mín var að dagheimilið hafði verið kært til barnaverndarráðs því það vantaði klósett. Við vinnslu frétt- arinnar tók ég viðtal við konuna mína sem vann á dagheimilinu." Spurður um viðbrögð eiginkon- unnar segir Reynir: „Hún tók því bara vel. Hefur alltaf fundist gauragangur- inn í kringum mitt starf eðlilegur." Enginn algjört illmenni „Sannleikurinn er mikilvægari en að boða sólskin í rigningu," segir Reynir þegar talið beinist aftur að undirheimunum. Hann segir að á bak við hvern ógæfumann, sprautu- fíkil eða handrukkara sé góð mann- eskja í grunninn. „Ég hef aldrei hitt neinn á flakki mínu um undirheim- ana sem er algjört illmenni. Eins og Einsi glæpur vinur minn á Kvía- bryggju. Þegar hann er edrú réttir hann gömlum konum veskið ef þær missa það. Undir áhrifum gæti hann hreinsað Laugaveginn á þremur tím- um." Stóð á sínu Meðan Reynir skrifaði Skugga- börn vann hann sem fréttastjóri á DV. Hann komst sjálfur í kastljós fjölmiðla þegar þrfr menn, með Jón Trausta Lúthersson vítisengil í farar- broddi, réðust inn á ritstjórnarskrif- stofuna. Jón Trausti tók Reyni kverkataki og var dæmdur fyrir at- hæfið í fangelsi. Hjálpaði þetta atvik Reyni við vinnslu bókarinnar? „Að ráðast inn á ritstjórn DV beindi að mati annarra glæpa- manna óþarfa athygli að fíkniefna- heiminum. Á móti uppskar ég virð- ingu því ég stóð fastur á kærunni ólíkt löggunni í Keflavík sem Jón Trausti nefbraut," segir Reynir en lögreglumaðurinn lagði ekki fram kæru þrátt fyrir áeggjan sýslu- manns. Gæfa að vera edrú Degi er tekið að halla. Reynir seg- ir í gamansömum tón að hann sé trúlega eini íslendingurinn á skrá lögreglunnar fyrir kókaíninnflutning sem aldrei hafi prufað kókaín. Reyn- ir drakk illa á sínum tíma. Ekki í dag. „Þegar ég var ungur mokaði maður inn peningum á sjónum og datt svo í það,“ segir Reynir. „Það er mikil gæfa að hafa snúið frá víninu. Ég hugsaði stundum að ég gæti byrjað aftur að drekka í ellinni en er nánast horfinn frá því í dag. Maður tekur bara eitt ár fyrir í einu en vinnsla bókarinnar hefur kennt mér margt. I ljósi þess sem ég hef séð er hæpið að maður opni aftur flösk- una.“ simon@dv.is k mopös Morðið á Hverfisgötu Það var klukkan níu á laugar- dagsmorgni í ágúst að upp úr sauð í fámennu teiti á Hverfisgötunni. Bragi Halldórsson og Sigurður Freyr Kristmundsson sátu við eldhúsborð í kjallaraíbúð á Hverfisgötu 58. Fleiri voru í teitinu. Fíkniefni voru höfð um hönd. Skömmu síðar átti eftir að sjóða upp úr með þeim afleiðingum að Bragi féll fyrir hönd Sigurðar. DV fjallaði ítarlega um morðið á Hverfisgötunni. Sigurður Freyr hafði búið á Hverfisgötunni í nokkr- ar vikur hjá kunningjafólki sínu, Lindu Kristínu Emudóttur og Einari Vali Guðmundssyni. Hann hafði verið í mikilli neyslu eftir að hafa sloppið út af hrauninu um áramót- in. Sigurður og Bragi voru ágætis kunningjar en höfðu deilt fyrr um nóttina. Um morguninn virtist allt fallið í ljúfa löð þar til Sigurður æst- ist skyndilega upp, dró fram hnff og stakk Braga í brjóstið. Lfkt og kemur fram í bók Reynis neytti Sigurður á þessum tíma mik- ils magns róandi lyfja og am- fetamíns. Vinir hans sögðu hann haldinn ofsóknaræði. Svo virðist að Bragi hafi ætlað að taka í hönd Sig- urðar þegar hann var stunginn. „Siggi var svo paranojd að hann hélt að strákurinn væri að ráðast á hann," sagði Máni Freysteinsson, vitni að atburðinum Lviðtali við DV. Það var Máni sem hringdi í Neyðarlín- una og hélt á Braga í fanginu meðan líf hans fjaraði út. Lög- reglan kom á vettvang og handtók alla í hús- inu. Fljótlega var öllum sleppt nema Sigurði sem var erfitt að yfirheyra eft- ir margra vikna fíkniefna túr. Síðar í vikunni, á mið- vikudegi, játaði Sigurður. Málið taldist upplýst. DV 22. ágúst 2005 m sftH W Si gurðaf Hanna ðlst son SV«*u Sigurður Freyr Kristmundsson Varð manni að bana ó Hverfisgötunni. Morð á Hverfis- götunni Atburð- irnirþar blandast í sögu Reynis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.