Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Side 38
38 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005
Helgarblað DV
Hrönn Kristinsdóttir kvikmyndaframleiðandi rekur fyrirtæk-
ið Tröllakirkju. Hrönn hefur nú fengið fjórar Eddutilnefning-
ar og fær þannig tilnefningar fyrir fleiri myndir en nokkur
annar á Eddunni í ár.
Hrönn Kristinsdóttir
Kvikmyndaframleiðandinn
Hrönn hefur komiö nálægt
framleiðslu á mörgum Is-
lenskum kvikmyndum.
„Ég byrjaði að læra leikhúsfræði
og svo er ég með BA í kvikmynda-
gerð frá skóla í Los Angeles," segir
Hrönn Kristinsdóttir sem rekur kvik-
myndaíyrirtækið Tröllakirkju.
Hrönn er framleiðandi af flestum
myndum sem tilnefndar eru til
Edduverðlauna í ár en Hrönn hefur
verið lengi í bransanum og komið
nálægt framleiðslu á mörgum ís-
lenskum kvikmyndum. Hrönn starf-
aði í mörg ár hjá íslensku kvik-
myndasamsteypunni og var meðal
annars aðalframleiðandi af kvik-
myndunum Ikingut sem Gísli Snær
Erlingsson leikstýrði og Regínu sem
María Sigurðardóttir leikstýrði. Eftir
að Hrönn hætti hjá Kvikmyndasam-
steypunni hóf hún að starfa hjá kvik-
myndafyrirtækinu Pegasus en hefur
nú upp á síðkastið rekið eigið fyrir-
tæki.
fSpáðí Hrönn
Tvíburi - fædd 29. mars 1965
Afköst ekki lykillinn
„Fyrirtækið mitt framleiðir þrjár
myndir sem eru tilnefndar og svo
framleiddi ég fyrir Pegusus eina
stuttmynd sem er líka tilnefnd,"
segir Hrönn. Aðspurð segir hún af-
köst ekki vera lykilinn að þessari
velgengni. „Ég hef örugglega vand-
að valið svóna vel," segir Hrönn
sem er einn reynslumesti framleið-
andi á landinu. Hún segir hlutverk
kvikmyndaframleiðanda vera mjög
margþætt. „Þetta gengur út á að
íjármagna, framkvæma og dreifa
síðan myndunum. Maður þarf að
sækja um styrki bæði hjá Kvik-
myndasjóði og öðrum sambærileg-
um sjóðum erlendis. Svo þarf að
þróa verkefnin, koma þeim í fram-
kvæmd og selja
dreifingarétt
eða sýn- Æ
ingarétt. *
Hrönn er í tvlburamerkinu. Henni finnst skemmtilegt
að brjóta upp lífsitt með óvæntum ævintýrum. Hún er
skipulögð og getur verið gagnrýnin á að hún sé jafnvel of
skipulögð. Hún reynir þvistundum aö brjótast útúr þvlþótt
þessi hæfíleiki sé mikilvægur í starfi hennar sem gengur jú
mest út á að skipuleggja flókna atburði. Hún tekur fáar
áhættur I starfi en þeim mun fleiri I einkalifmu.
Ég er framleiðandi fyrst og fremst
og hef alltaf viljað starfa sem slíkur.
Þetta er ekki auðveldur bransi og
getur verið talsvert áhættusamur,"
segir hún.
Framleiðir bíómynd í
fullri lengd
Þótt allar myndirnar sem Hrönn
er tilnefnd fyrir séu annaðhvort
stuttmyndir eða heimildamyndir
eru með mörg stærri verkefni á
teikniborðinu. „Ég er ekkert endi-
lega að einbeita mér að heimildar-
og stuttmyndum, er með í þróun
þrjú kvikmyndaverkefni. Ég er til
dæmis að þróa handrit upp úr bók-
inni Fólkið í kjallaranum eftir Auði
Jónsdóttur og er að skrifa með
henni og systur hennar handrit að
því," segir Hrönn og telur upp fleiri
verkefni sem gætu hugsanlega
k komist á hvíta tjaldið innan fárra
ára og á meðal þeirra verkefna er
A myndin Lúx sem Gísli Snær Er-
B lingsson mun leikstýra. „Þetta
er allt á byrjunarstigi og ég get
vonandi farið að vinna í fjár-
mögnun von bráðar," segir
Hrönn. Myndirnar sem Hrönn er
tilnefnd fyrir eru; „Ég missti næst-
um vitið" eftir Bjarney Ólafsdóttur,
„Undir stjörnuhimni" eftir Helga
Felixsson, „Rithöfundur með
myndavél" eftir Helgu Brekkan og
„Töframaðurinn" eftir Reyni Lyng-
dal.
SAMANBURÐUR
&týöf*nufnetvtýajuicfr
Ef marka má stjörnur þeirra hlið við hlið er hér á ferðinni
eldheitt, hávaðasamt og ástríðufullt samband tveggja
öflugra einstaklinga sem hika ekki við að beita viljastyrk
og hagræðingu öllum stundum.
Hávaðasamt
& eldheitt
ástarsamband
Hrútur(Brynja) kýs að setja reglurnar sjálfur og stjórna eins og sporð-
dreki (Þórhallur) en þar er harm reyndar fær um að gefa eftir þegar sam-
band þeirra er skoðað. Sporðdrekinn hefur eflaust hrætt hrútinn eilítið í
byrjun með ákafa sínum og aðdáun en þrautsegja, þijóska og ákveðni
hrútsins hefur brætt sporðdrekann í byrjun. Þau fýflast án efa aðdáun í
hvert sinn sem augu þeirra mætast.
Brynja Árný Nordquist
13.04.53
Hrútur(21. mars - 19. april)
Þórhaliur Gunnarsson
11.11.63
Sporðdreki(24. okt - 21. nóv)
gott skopskyn
töfrandi
drífandi
hugsjónakona
vitsmunavera
- ástriðufullur
- dulrænn
- flókinn
- sjálfsöruggur
- allt eða ekkert
(öfgafullur)
Freyr
Eyjólfsson
Helgin
framundan?
„Klára að lesa
mergjaða bók sem
heitir Million little Pi-
eces eftir James Frey.
Horfa á dvd-heimild-
armynd um Iggy Pop.
Fara á kvikmyndahátíð
og í sund.
Fara í leikhús og sjá
Lífsins tré og hringja í
mömmu. Hitta vini
mína og sofa. Og fara í
Kolaportið og kaupa
reyktan lax," svarar
Freyr Eyjólfsson út-
varpsmaður á rás 2
glaðlyndur að vanda
aðspurður um helgina
framundan.
/Z
Sponðdpeki (24. okt- 21. nóv)
Vikuna framundan ættir þú að
tileinka þér sanngirni í ástinni. Þú
mættir einbeita þér að því að fínna
metnaði þínum og skipulags-
gáfuútrásfyrirutansamböndi
þín. Einnig greinilegt að þú freist-
ast í sífellu í byrjun næstu viku til
að leika forystusauðinn heima fyr-
ir en ert á sama tíma einstaklega
mentaðargjöm/-gjarn í vinnunni.