Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 Helgarblað DV '-»r V Eitt frægast morðið í Hollywood gerðist á eftirstríðsár- unum í Los Angeles. Elizabeth Short, aðlaðandi ung kona fannst myrt á hrottalegan hátt. Eftir að morðið komst í fjölmiðla fékk Elizabeth viðumefnið Svarta dalí- an af því að hún klæddist alltaf svörtum fötum. Morðingi Eliza- bethar fannst aldrei og þetta óupplýsta mál fékk á sig goðsagn- arkenndan blæ. Bækur og bíó- myndir hafa verið gerðar um morðið sem er enn þann dag í dag algjör ráðgáta. Slátraði fjölskyldu , sinni Óhugnalegt morðmál. Árið 1971 keypti 46 ára maður, John List, flugmiða aðra leið - flaug til nýrrar borgar og hóf nýtt líf. Nokkrum dögum síðar fann lög- reglan alla fjölskyldumeðlimi hans látna á heimili Johns þar sem drungaleg orgel músík var undirtónn harmleiksins. Hann hafði slátrað eiginkonu sinni, þremur bömum og aldraðri móð- ur áður enn hann flúði. Það var ekki fyrr en nokkrum áratugum síðar sem John List náðist - efúr að þáttur um sönn sakamál fjall- aði um mál hans. Fuglafræð- ingurí fangelsi Einnfræg- asti fanginn í Alcatraz-fang- elsinu var Ro- bert Stroud. Árið 1908 skaut Robert mann til bana sem hafðibarið kærustuna hans. Robert var dæmdur til langrar vistar í Alcatraz-fangelsinu, sem gert var frægt í kvikmyndum á síöustu öld. í fangelsinu varð Robert sér- fræöingur í fuglum, hvemig þeir lifðu, fjölguðu sér og þeim sjúk- dómum sem fylgja ftiglum. Stroud var afar umdeildur en hann barðist þar til hann dó fyrir frelsi til að geta haldið áfram vís- indarannsóknum sínum á fugl- nm Goðsagnar- kennt morð Árið 2001 var 12 ára franskri stúlku nauðgað í úthverfi nálægt Marseille. Ári síðar sagði hún loks foreldrum sínum frá ódæðisverkinu. Faðir stúlkunnar, 35 ára sjó- maður, tók lögin í sínar eigin hendur, leitaði uppi manninn sem nauðgaði dóttur hans og skaut til bana með haglabyssu. Málið vakti gríðarlega athygli í Frakklandi þar sem hinn almenni borgari tók hlið föðursins. Drap manninn sem nauðaaði dóttur hans Sjómaðurinn Thierry Ferrer lifði ósköp venjulegu lífi í lítilli íbúð í Toulon skammt frá Marseille. Hann átti 44 ára gamla eigin- konu, Madeleine, og þrjú heilbrigð börn - það yngsta stúlka að nafni Virginie. Haustið 2001 breyttist þó líf fjölskyldunnar til muna. Virginie, sem ávallt var kát og glöð, varð skyndilega af- undin og sýndi öll merki alvarlegs þunglyndis. Einkunnir henn- ar í skóla lækkuðu, hún hætti að hirða um sig og lokaði á vini sína og fjölskyldu sem vissu ekki hvað hafði gerst. Að 12 ára dótt- ur þeirra hafði verið nauðgað. í febrúar 2002 versnaði ástandið. Virginie ákvaö að flytja frá foreldr- um sínum og í heimili fyrir ungt fólk. Hún sannfærði starfsfólkheim- ilisins að hún ætíaði að snúa aftur heim áður en hún yrði 13 ára gömul í lok mánaðarins. Þegar Virginie sneri aftur faðmaði hún móður sína sem skynjaði um leið að eitthvað al- varlegt væri að. „Gekk ekki allt vel?" spurði móð- irin. „Eru hinir krakkamir að stríða þér?" „Nei, mamma," svaraði Virginie og byrjaði að gráta. Skyndilega missti Virginie grfmuna og í gegnum ekkasogin sagði hún móður sinni alla sannleikann. „Mér var nauðgað," sagði hún. Litla leyndarmálið Faðir Virginie hafði fram að þessu setið þögull í hægindastól í stofunni. Hann stóð nú upp og sagði dóttur sinni að hann myndi vernda hana. Virginie útskýrði því næst fyrir föður sínum hvað hafði gerst. Hún hefði farið út að leika sér með vinum sínum á miðvikudags- kvöldi. Hitt mann sem sagðist vera vinur bróðir hennar og boðið henni í heimsókn. Hún hefði farið heim til hans, haldið að bróðir hennar væri þar. Þegar hún hefði komið í íbúð- ina hefði maðurinn rifið af henni fötin, nauðgað henni og sagst ætía að drepa hana segði hún einhverj- um frá „leyndarmálinu þeirra." Skotinn með haglabyssu Thierry Ferrer reis á fætur og náði í haglabyssu í lokaðan skáp í stofunni. Hann fór með dóttur sína í „Þegar lögin geta ekki lengur verndað þá saklausi, börn og kon- ur, getum við þá dæmt mann fyrir að taka lögin í eigin hendur?" Sakamál bíl og keyrði um hverfið þar sem maðurinn átti heima. Á einu kaffi- húsinu benti dóttur hans á mann- inn og Thierry stöðvaði bílinn. Gekk inn á kaffihúsið og horfðist í augu við nauðgarann sem sat og daðraði við ljóshærða konu. í fyrstu var að- eins skilningsleysi í augum manns- ins en þegar hann sá dóttur Thierry í dyragættinni breyttist skilnings- leysið í skelfingu. Thierry skaut manninn í bakið þegar hann reyndi að flýja út um bakdymar. Stuðningur almennings Réttarhöldin yfir Thierry vöktu gríðarlega athygli á Frakklandi. Eftir morðið hringdi Thierry sjálfur í lög- regluna og gaf sig fram. Hann viður- kenndi hvað hann hafði gert og fljótíega komust franskir blaða- menn að sannleikanum á bak við morðið. Þá byrjaði að rigna stuðn- ingsbréfum til ijölskyldu Thierry. Frakkar voru bitrir út í hvernig rétt- arkerfið höndlaði nauðgara og fannst tímabært að einhver tæki lögin í eigin hendur. Sjálfur hafði Thierry átt góðan vin sem var misnotaður í æsku en barna- níðingurinn var sýknaður sökum fyrningar. Tók lögin í eigin hendur ga&s/ I dag situr Thierry enn í fangelsi en Madaleine eiginkona hans heimsækir hann á hverjum degi. Dóttir Thierry reyndi eftír atburðinn að ná aftur sjálfs- virðingu sinni með hjálp ráðgjafa og sagði síðar í viðtölum að stuðningur almennings í Frakklandi hefði hjálpað henni gríðarlega. Kannski er besta dæmið um almenningsálitið orð vinar fjölskyldunnar fyrrum lög- reglumanns í frönskum fjölmiðlum. „Þegar-lögin geta ekki lengur vernd- að þá saklausi, börn og konur, get- um við þá dæmt mann fyrir að taka lögin í eigin hendur?" Fyrir utan domshusið Múgur og margmenni mætti tilstuðnings Thi- erry við réttarhöldin. vettvangur skotárásarinnar Hérsat nauðgarinn sem Thierry skaut. Fjölskylda Thierry Fer- rer Með stuðningsbréffrá frönskum almenningi. Fjórtán ára stúlka var myrt með köldu blóði en morðið komst ekki upp fyrr en 20 árum síðar Látin móðir kom upp um morð sonar síns I einu ótrúlegasta dæmi um mistök við rannsókn náði réttíætið loks fram að ganga 29 árum eftir að hrottalegt morð var framið. Árið 1975 í Massachusett var 14 ára skólastelpa, Robin Gilbert, myrt með köldu blóði. Hún fannst illa farin, fötin rifin, hálfgrafin í runna. Þrátt fyrir að allt benti tii morðs úr- skurðaði réttarmeinafræðingur að dánarmein Robin væri hjartaáfall. í 29 ár lá sannleikurinn grafinn með Robin þangað til dagbókarskrif lát- innar móður morðingjans kom málinu af stað á ný. Það var í júlí árið 1975 sem Robin hvarf eftir að hafa fengið sér göngutúr síðla kvölds skammt frá heimili sínu. Morguninn eftir gerðu foreldrar Robin lögreglunni viðvart og leit hófst að fjórtán ára stúlkunni. Skammt frá heimili hennar rakst gangandi vegfarandi á líkið. Robin var fundin. Á þessum tíma þekktust DNA rannsóknir ekki. Réttarmeinafræð- ingur skoðaði líkið og komst að ótrúlegri niðurstöðu. Robin hefði fengið hjartaáfall, dottið og fötin rifnað þegar hún rúllaði eftir jörð- inni. Lögreglumaður sem rannsakaði málið sagði síðar: „Úrskurður rétt- armeinafræðingsins var lokaniður- staða. Við gátum ekki rannsókað málið sem morð þegar enginn hafði verið myrtur." Tíminn leið og smátt og smátt féll morðið á Robin Gilbert í gleymsku. Árið 1996 fékk lögreglan svo nafnlausa ábendingu um dag- bók Marjorie Jones, móðir David Allans Jones sem átti eftir að vera dæmdur fyrir morðið á Robin Gil- bert. í dagbókinni sagði móðirin frá því hvað sonur hennar hafði gert. Lögreglan var fljót að handtaka David sem átti að baki langan saka- feril fyrir allt frá smáþjófnaði til nauðgana og ofbeldisbrota. í kjöl- farið var lík Robin Gilbert grafið upp og rannsakað á ný. í þetta sinn úr- skurðuðu réttarmeina- fræðingar að hún hefði verið kæfð. Hjartaáfall breyttist í morð. David Allan Jones var árið 2002 dæmdur í átján ára fangelsi. Fjölskylda Robin Gil- bert sagði eftir dóm- inn að eftir öll þessi ár væri þau fegin að sannleikurinn væri loksins kominn í ljós. i______________^ David Allan Jones handtekinn Setturlvarð- hald fyrir morð sem hann framdi 20 árum áður. í réttarsalnum David var dæmdur í átján ára fangelsi. *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.