Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Ur bloggheimum „Nú er komið að því! Það er búið að velja mynd sem altaristöflu í kirkjunni hérna á ísa- firöi. Úff...allir sem tóku þátt í samkeppninni fengu 300 þús kall fyrir þátttökuna! Svo á eftir að safna fyrir þessu klessuverki, sem verða svona fuglar fljúgandi, sýnist mérí þrívídd! Úr fjarlægð sýnist þetta vera flugnager á flugi. Ég er kannski svona gamaldags, ég sá nú fyrir mér bara svona týpíska Jesú- mynd. Jesú rölti með hvítum rollum á dökkbláum bakgrunni. Töffog flottir litir sem myndu flæða óreglulega yfir vegginn. Þetta er risaveggur! Það verður einhver að stöðva þetta og skella Reyni Torfa I málið!1' Steingrímur Guðmundsson - sim- net.is/steingrimur „Nú fer alveg að koma að þessu ég vill bara nota tækifærið og óska Glsla Marteini góðs gengis og vona nú að hann taki þetta strák- urinn þvl þið megið alveg hlægja að mér en þið sitjið llka uppi með Vil- hjálm sem borgar- stjóra efGlsli tapar og það vill það nú engin I alvöru, haer þaö krakkar?" Bjarnveig - blog.central.is/lufsa- noglufsi „Heftekið eftir því að það er svolítill straumur gaura upp I móttökuna til mln. Jeanne segir að ástæður þeirra séu bulishit og þeir séu bara að koma til að tékka á nýja mót- tökuritaranum....ha ha! Þeirgerðu það vlst llka þegar hún var að byrja. Sjúklega fyndið að vita það. Sumir eru sjarmó sko, einn kom bæði Igær og fyrradag rétt fyrir 6 þegar ég er búin, og kjaftaði. Hann var nú ekki einu sinni að reyna að feika upp ástæður til að koma upp I móttöku og bara kjaftaði afhonum hver tuskan. Hann er senior director eitthvað bla bla, voða fín staða. *• Kannski maður slái til...hehe...veit ekki alveg....“ Elin - blog.central.is/ellas Roosevelt kjörinn forseti þriðja kjörtímabilið í röð Á þessum degi árið 1940 var Franklin Delano Roosevelt kosinn forseti Bandaríkjanna þriðja kjör- tímabilið í röð, en það hafði aldrei gerst áður. Helsta kosningaloforð Roosevelts var að Bandaríkin myndu aldrei blanda sér í stríð ann- arra þjóða. En um leið og Síðari heimsstyrjöldin breiddist út og ör- vænting Breta óx ákvað forsetinn að veita Bretum og bandamönnum þeirra fjárhagsaðstoð. í ágúst 1941 hitti Roosevelt Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, þar sem þeir ræddu Atlantshafssátt- málann, sem var undanfari Sam- einuðu þjóðanna. Þeir undirrituðu einnig samning þess efnis að Bandaríkin myndu grípa til aðgerða skyldu Japanir hafa sig meira frammi á Kyrrahafi. Það var einmitt það sem Japanir gerðu. Með árás þeirra á Pearl Harbour síðar sama ár voru Bandaríkin komin í stríð við Japan. Þann 11. desember lýstu svo Þýskaland og Ítalía yfir stríði gegn Bandaríkjunum og þar með var landið komið inn í síðari heims- styrjöldina af fullum krafti. Margar ákvarðanir Roosevelts í stríðinu voru umdeildar. Til að mynda krafðist hann skilyrðislausrar I dag árið 1993 beið íjöldi fólks á Snæfellsjökli en því liafði veriö spáð að geitn- verur myndu lenda þar kl. 21:07. Geimverurnar létu þó ekki sjá sig. uppgjafar öxulveldanna, sem margir telja að hafi lengt stríðið. Roosevelt var kjörinn forseti fjórða kjörtímabilið í röð árið 1944. Hann lést þó ári síðar og tók þá Harry S. Truman varaforseti við embætti hans. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur nokkum tímann setið jaih lengi að völdum og Roosevelt. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum andi stundar. TOKUM HONDUM SAMAN ÁSKORUN FRÁ MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS „Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum ríkir nú neyðarástand í Pakistan í kjölfar mikilla jarðskjálfta. Samkvæmt nýjustu upplýsingum pakistanskra stjórnvalda er ástandið skelfilegt. í Kasmír-héraði einu er áætlað að ennþá séu um 200.000 manns sem enn hafa ekki fengið neina aðstoð. Mikill skortur er á hjálpargögnum og vetur í nánd með tiiheyrandi kulda. Lesendur f Pakistan ríkir víða mikil fátækt og því verða fórnarlömb jarðskjálft- anna að treysta á utanaðkomandi aðstoð. Því miður hefur alþjóðasam- félagið ekki tekið við sér sem skyldi. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hefur ein- ungis íjórðungur þeirra fjárfram- laga, sem ríki heimsins lofuðu að láta af hendi, skilað sér. íslensk stjórnvöld hafa látið fé af hendi rakna til hjálparstarfsins sem og ís- lenskar hjálparstofnanir, en betur má ef duga skal. íslendingar eru ein ríkasta þjóð heims og er því sjálfsagt að gera þá siðferðilegu kröfu til okk- ar að við komum til hjálpar fórnar- lömbum jarðskjálftans. Við ættum manna best að þekkja þann skaða sem náttúruhamfarir geta valdið og mikilvægi þess að hjálp berist fljótt við slíkar aðstæður. Við höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá stuðn- ing erlendis frá eftir náttúruhamfar- ir, enda þótt við hefðum ekki nálægt því sömu þörf fyrir utanaðkomandi aðstoð og Pakistanar hafa nú. ís- lendingar hafa nú tækifæri til að sýna að þeir séu ekki bara þiggjend- ur í samfélagi þjóðanna heldur einnig gefendur. Jólaundirbúningur er nú að hefj- ast hjá okkur og líklega mun eyðsía landsmanna slá öll met í ár. Fyrir þau sem leita að hentugum jólagjöf- um í landi ofgnóttarinnar er tilvalið að gefa ættingjum og vinum kvittun fýrir greiddu framlagi í hjálparstarf- ið. Mannréttindaskrifstofa íslands skorar á almenning og stjórnvöld að bregðast nú þegar við og leggja meira af mörkum til að koma í veg fyrir frekari hörmungar í Pakistan. Tökum nú höndum saman því margt smátt gerir eitt stórt. F.h. Mannréttindaskrifstofii ís- lands Brynhildur G. Flóvenz stjóm- arformaður. Óþolandi nornaveiðar Bjami Valdi- maisson skrífar „Það er gott sem gamlir kveða." Inkar frostþurrkuðu lík hátt upp á fjöll- um. Egyptar bjuggu til múmíur og reistu píramída. Allt var þetta gjört tU að unnt væri að hafa látna ástvini hjá sér á hátíðlegum stundum. Var þetta eintóm vitleysa hjá þeim? Em galdranornir tU? Ekki er þess að vænta að sjá þær (sbr. Baugsveldið á góðri stund. Lufthansa) þeysandi um loftin blá á strákústum, því þær forðast aUa birtu og fljúga eingöngu í myrkri. Og ég hóf leitina. „Nornaham- arinn" em öndvegis bókmenntir. Næst fór ég í Nornabúðina en konan þar brosti og tók undir „góðan daginn." Nei, hún er hreint ekki norn! En hver era ein- kennin? Viðkomandi er hrokafuU í meira lagi, tekur undir „góðan daginn" eða „vertu sæl." Þær tala aUar neikvætt niður tU fólks og em með heimskulegar fullyrðing- ar. Til dæmis að DV sé ekki les- andi og að kommúnistar ráði Reykjavíkurborg! Þær þurfa alltaf að að taka einhvern fyrir og hata út af lífinu. Ég kæri mig ekkert um að fá Baugs-óvini ofan á mig. Blaðið, Morgunblaðið, héraðs- dóm, Hæstarétt, siðanefnd blaða- manna, og verða aukinheldur að punga út með stórfé. Oft má satt kyrrt liggja. Það er mitt prósak að spila fyrir fólk „Það er mikið sving og spUa- gleði í lögunum á plötunni," segir Bjartmar Guðlaugsson, tónlistar- og myndlistarmaður sem kom með sína elleftu plötu nú á dögunum. Plata Bjartmars ber nafnið Ekki barnanna bestur og segir hann að einhver sjálfsrýni sé í plötunni. „Þetta er guUfrasi sem gengur yfir alla stráka því eng- inn okkar er barnanna bestur," segir Bjartmar og upplýsir að platan hafi fengið mjög góðar viðtökur hingað tU. Hann hyggst fýlgja plötunni eftir með tón- leikahaldi um aUt land. „Það em engin rafmagns- hljóðfæri notuð við upptöku plötunnar fyrir utan bassa. Það er nýr tónn í plötunni sem ég er lengi búinn að þrá. Ég er mjög ánægður með hana. Textarnir fjalla um lífið og tUvemna og svo er ástarljóð tU Reykjavíkur. Ég hef alltaf verið skotinn í Reykja- vík en veit ekki hvort hún hafi fengið ástina endurgoldna," segir Bjartmar og hlær. Bjartmar segir að hann hafi gaman af því að stríða og komi það fram í textum hans. Auk þess að semja tónlist og texta er Bjartmar að vinna við myndiist. „Ég er búinn „Ég hef alltaf verið skotinn f Reykjavik en veit ekki hvart hún hafi fengið ást- ina endurgoldna." að setja penslana í þurrk, núna er það tónlistin sem á mig allan, það er mitt prósak að spUa fyrir fólk." ar Guðlaugsson útskrifaðist f myndlist frá Danmörku. Hann vinnustofu á Eiðum en hefur undanfarið verið meira i tón- n Frá honum hafa komið ellefu plötur og nyjasta plata hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.