Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2005, Síða 25
FÖSTUDAGUR1lQKrÓ^R2005 25
I>V Fréttir
Fyrri heimsstyrjöldin endar
Á þessum degi, á elleftu stundu
ellefta dags hins ellefta mánaðar
ársins 1918, lauk fyrri heimstyrjöld-
inni. í stríðinu létust níu milljónir
hermanna og tuttugu og ein til við-
bótar særðist. Að auki létust um
fimm milljónir almennra borgara úr
sjúkdómum, hungri eða öðrum
liörmungum sem stríðinu fylgdu.
Stríðið hófst rúmum fjórum
árum áður, nánar tiltekið þann 28.
júní 1914 þegar erfingi krúnunnar í
Austurríki-Ungverjalandi, Franz
Ferdinand, var skotinn til bana í
Sarajevo í Bosníu af serbneskum
þjóðernissinna. Austurríki-Ung-
verjaland kenndi serbnesku stjórn-
inni um árásina og vonaðist til að
geta notað atvikið til að réttlæta
hernaðaraðgerðir gegn landinu. Ná-
kvæmlega mánuði eftir morðið,
þann 28. júlí, lýsti Austurríki-Ung-
verjaland yfir stríði gegn Serbum.
Rússar gengu í lið með Serbum sem
og Frakkar. Frakkar og Þjóðverjar
lýstu svo yfir stríði hvorir gegn
öðrum þann þriðja ágúst. Þjóðverjar
réðust inn í Belgíu og þar sem Bretar
voru bandamenn Belga lýstu Bretar
yfir stríði við Þjóðverja.
í flestum löndum ríkti nokkur
ánægja með stríðið. Fólk hafði þá
trú að sitt land myndi fara með sigur
af hólmi innan nokkurra mánuða og
Úr bloggheimum
Puma plöggar fegurðardrottningu
„Ég fór líka upp í puma um-
boð því mig vantaði
strigaskó til að taka
með, mínir allir orðn-
ir einum ofsjúskaðir
og ég fékk mjög
fiotta skó hjá honum
Rabba sem í fyrsta lagi
meinaði mér að borga og í öðru lagi
setti þvilíkt flotta puma hettupeysu
með í pokann, algjört æði.M Gekk þar
út brosandi útað eyrum."
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir -
blog.central.is/unnurbirna
Sóionfyftingar
„Það er frí í dag og er planið að kíkja í
gymmið hérna rétt hjá mér og taka
pottinn og gufuna á etta.Aðeins að
slappa af. Kanski smá sólonlyftinar ala
Mirró. En Heimir Guðmunds lyftir bara
sólonlyftingar þegar hannfer lyfta. En
sólonlyftingar eru þannig háttaðar að
þá ferhann að pumpa rétt
áðuren hann ferá
djammið og pumpar
þá baraÝ bæseppinn,
træseppinn, maga-
vöðvana, axlir og kass-
ann og eftirþaðÝ tekur
hann gufuna á etta, til að ná
smá vökva úr líkamanum en þá verður
hann ennþá meira massaður og skor-
inn. Síðan eftir það fær hann sér einn
próteinsjéik og beint niður í bæ. Sólon,
hverfis og þessa staði. Þúst vildi bara
aðeins útskýra fyrirykkursólonlyfting-
arnar..."
Emil Hallfreðsson
- emmihall.com/dagbok
„Menningarvitar landsiris
okkar telja breytingffláþt
spendýri aðeins tÍl góðsZ'
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar.
Af hreinræktun íslenskra spendýre
Lesandi mót-
mælir Segir úr-
kynjun Islenskra
spendýra yfirvof-
andi.
Krístinn Snæland skrífar.
Það sem við íslendingar erum
hvað stoltastir og ánægðastir með
eru hin séríslensku og hreinræktuðu
spendýr í landinu okkar. Hver dýra-
tegund á sína aðdáendur og við
stofnum félög þeim til verndar. Ráð-
herrar svo sem okkar ágæti land-
búnaðarráðherra Guðni Ágústsson
leggur sig fram um að vemda sérís-
lensku kúna og Magnús Skarphéð-
insson er sérlegur fulltrúi og vinur
hinnar íslensku hagamúsar. Góðir
menn standa einnig vörð um
friðland refa á Hornströndum. ís-
lenskir hestar eiga sína aðdáendur
og frækið vamarlið sem lofsyngur
sérkenni hins íslenska landnáms-
hests. íslenska sauðféð er lofsungið
vegna fjallabragðsins og hinna ein-
Lesendur
stöku gæða ullarinnar.
Öll okkar séríslensku dýr eiga sér
vemdara. Nú síðast er gott fólk risið
til verndar landnámshænunni sem
sögð var við að hverfa sem geirfugl-
inn. öll okkar spendýr eiga sín félög
eða flokka sem hafa að meginmark-
miði að lofsyngja, vernda og beijast
gegn því að þeim verði breytt með
einhvers konar eða hvers konar vís-
indagemingum. Að viðhalda þess-
um yndislegu spendýmm svo sem
þau em nú eftir þróun þeirra allt frá
landnámi er hjartans áhugamál
stórra hópa Iandsmanna.
Eitt íslenskt spendýr sem hér hef-
ur verið og þróast allt frá landnámi á
sér á hinn bóginn ekkert félag eða
kosinn eða skipaðan vemdara. Þó á
það sér aðdáendur um víða veröld
og þykir hið íslenska þó með hinum
fegurstu og lfka sterkustu. íslenskt
fólk lætur mikið með þetta spendýr
og heldur gjaman á lofti hversu fag-
urt, skemmtilegt og gæft það sé.
Þetta spendýr býr samt við það eitt
spendýra íslands að blöndun þess
og kynjun er yfirvofandi og það eitt
stendur óvarið öllum aðvífandi
áhrifum. Ekkert félag á sér það verk-
efni að vernda það og menningarvit-
ar landsins okkar telja breytingar á
þessu spendýri aðeins til góðs og
kallar þá þróun sem nú á sér stað,
með mikilli ánægju fjölmenningar-
þjóðfélag. Líklega vantar bara hnytt-
ið menningarorð yfir útrýmingu
landnámsdýranna tÚ þess að sætta
lýðinn við útrýmingu þeirra líkt og
landnámsmannsins sem virðist yfir-
vofandi, eða hvað?
Gísli Marteinn og Hemmi Gunn
„löðru lagi finnst mér Gísli Marteinn
ekki góður sjón varpsmaður. Það er
Hemmi Gunn, svo dæmi sé
tekið, ekki heldur að mínu
mati. Ég verð hins vegar
ekki var við að Hemmi
Gunn fari eins ofboðs-
lega í taugarnar á fólki
fyrir þaðað vera í sjón-
varpi og Gísli Marteinn, þótt
Gísli sé sem sjónvarpsmaður skilgetið
afkvæmi Hemma. “
Davíð ÞórJónsson
- deetheejay.blogspot.com
Fastur á bílastæði við Leifsstöð
Hafsteinn skrífar.
Ég skrapp til London um síðustu
helgi sem er í sjálfu sér ekki frásögum
jfærandi nema fyrir þær sakir að ég
geymdi bílinn minn við flugvöllinn.
Lagði honum í þar til gerð stæði, fékk
einhvem miða úr vél og fór svo til
London og skemmti mér. Þegar ég
svo kom til baka settist ég upp í bil og
keyrði að hliði þar sem ég stakk mið-
anum í. Vélin reiknaði út hvað ég átti
að borga en þá hófst vandamálið. Vél-
in tekur nefnilega bara^^,.
kreditkort. Nú vom góð “
ráð dýr því ég á ekkir
kreditkort. Ég var því fast-
ur inni á bflastæðinu ogj
vissi ekki mitt ijúkandij
ráð. Eftir nokkrar mínútur
kom til mín maður sem var í jeppan-
um fyrir aftan mig til að fá útskýiing-
ar á afhverju ég hreyfðist ekki. Eftir að
ég útskýrði fyrir honum ástæðuna
bauðst hann til að borga þetta fyrir
mig og ég myndi fá núm-
erið hjá honum og borga
honum til baka seinna. Eg
; þáði það með þökkum og
komst út. Annars væri ég
lfldega enn fastur á bfla-
stæðinu. Því vil ég koma
þökkum mínum á framfæri til þessa
manns, en um leið hvetja stjómendur
flugvallarins til að gera bót á þessu,
því það em alls ekki allr sem eiga
kreditkort.
r
I dag
árið 1918 var lokum fyrri
heimsstyrjaldarinnar
fagnað viða um lönd. I
Reykjavík voru fánar þó
dregnir í hálfa stöng
vegna spænsku veikinn-
ar sem þá geisaði.
myndi því auka landsvæði sitt all-
mikið. Svo fór þó ekki og stríðið hélt
áfram í rúm fjögur ár. Þegar stríðið
endaði var sagt að það hafi verið
stríðið sem endaði öll stríð. Svo fór
þó ekki og Versalasamningarnir sem.v
gerðir vom í stríðslok em almennt
taldir kveikjan að síðari heimsstyrj-
öldinni.
GeirÁgústsson
skrifar um þá
sem kerfið hefur
gleymt.
iFrjálshyggjumaðurinn segi:
Þeir sem kerfið
gleymir
Þrátt fýrir alltumlykj andi vel- •*
ferðarkerfi og rfldsvald er hægt að
finna fjölmarga hópa á íslandi sem
hafa alveg gleymst af fóstrum okkar
á hinu háa Alþingi. Einn hópurinn
er bamlaust fólk. Bamlausu fólki er
refsað fyrir getuleysi sitt með því að
vera rænt stórum hluta launa sinna
án þess að fá eins mikið til baka og
fólk sem á böm. Annar hópurinn er
kvenfólk á aldrinum 20-35 ára.
Kerfið reiknar með því að kvenfólk
sé komið í hjúskap og bamaffam-
leiðslu um leið og tvítugsaldrinum
er náð. Kerfið gerir lflca ráð fyrir því
að þessi hópur þurfi alls kyns að-
stoð í viðræðum sfnum við at-
vinnurekendur. Lög kveða t.d. á um
að áður en atvinnu- og launaviðtal v
geti átt sér stað þurfi að gyrða niður
um umsækjendur til að athuga gerð
kynfæra þeirra og haga sér síðan á
ákveðinn hátt ef í ljós kemur að um
sköp er að ræða. Þriðji hópurinn
sem kerfið hefúr alveg gleymt er
góðhjartað og gjafinilt fólk. Rfldð
gerir ráð fyrir því að til að afla fjár
fyrir þá sem þurfa af einhveijum
ástæðum á aðstoð að halda þurfi að
fjarlægja vænan hluta af vinnulaun-
um fólks, taka svolitla þóknun fyrir
greiðann og afhenda afganginn til
stofiiana í umsjá ríkisins. Já, sumir
hafa bara alveg gleymst í kerfinu.
Engín börn, minni laun Barn
laust fólker einn hópur sent
kerfiö hefurgleymt þvíþvler
refsað með því það fær ekki eins
mikiðtilbaka og barnafóik.
vilborg Davíðs-
dóttir Varað gefa út
bókina Hrafninn sem
gerist á Grænlandi.
Kona dagsms
Hefur brennandi áhuga á fortíðinni
„Ráðgátan um hvað varð um norræna
menn sem bjuggu á Grænlandi frá því um árið
1000 til miðrar 15. aldar hefur aÚtaf heillað
mig," segir Vilborg Davíðsdóttir sem nú gefur
út bók sína Hrafiiinn. Bókin er skáldsaga sem
varpar ljósi á menningarheim inúíta og sögu
þess norræna fólks sem lifði við erfið skilyrði á
Grænlandi.
„Enginn veit hvað gerðist sem varð til þess
að byggðin lagðist af. Mikið af heimildum um
þessar byggðir hefur komið fram við fomleifa-
uppgröft og meðal annars hafa fundist haus-
kúpur rostimga sem grafnar voru í kirkjugólf í
Biskupsgarði. Svo veit enginn af hveiju þetta
var svona. Það eru einmitt svona hlutir sem
heilla mig ótrúlega mikið."
Vilborg segir heim inúíta vera uppfúllan af
anda og ráðgámm.
„Það er líf og sál í öllu, steinunum, loftinu
og náttúrunni, enda er það vel skiljanlegt þeg-
ar maður ferðast um landið. Það er gífurlega
erfitt að komast af við þessar hrikalegu nátt-
úruaðstæður sem Grænland býður upp á og
þess vegna þykir mér saga norræna fólksins
vera stórmerkileg. Þetta var að öllum lfldndum
fólk sem kom ffá íslandi upphaflega og lifði
„Það er líf og sál í öllu, stein-
unum, loftinu og náttúrunni,
enda erþað vel skiljanlegt
þegar maður ferðast um
landið."
aðallega á sauðfjárrækt," segir Vilborg og
bendir á að lflcur bendi til að þeir hafi ekki náð
að laga sig að háttum inúíta og það hafi orðið
þeim að falli. „Þó em heimildir fyrir því að þeir
hafi farið að sumarlagi norður tfl Diskóflóa að
veiða náhvali, en homin af þeim vom dýrmæt
verslunarvara og seld sem einhyrningahorn,“
segir Vilborg sem hvetur alla þá sem vilja upp-
lifa hrikalegt landslag og náttúm að sækja
Grænland heim.
Vilborg Davlðsdóttir erfædd og uppalin á
Þingeyri viö Dýrafjörð. Hún hefur gefið út
fjölda bóka og hlotið viðurkenningar fyrir. Vil-
borg starfaðl lengi sem fréttakona en leggur
nú stund á nám í þjóöfræði I Edinborg þar sem
hún nú býr.