Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Stjörnuarkitekt kaerir Högna Sig- urðardóttir er einn færasti arkitekt okkar íslendinga. | Bakkaflöt 1 íGarða bæ Eitt fallegasta ein- býlishús landsins er eftirHögnu. .Wöouixi Óefni hjá Landspítala í óefni stefnir á blóðskil- unardeild Landspítala vegna fyrirhugaðra breyt- inga á vinnutíma hjúkrun- arfræðinga sem þar starfa. Vegna breytinganna hafa átta af þeim sextán' hjúkr- unarfræðingum ákveðið að hætta störfum um áramót. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur leitað málamiðlunar við stjórn Landspítalans en ekki haft erindi sem erflði. Um heilt ár tekur að þjálfa nýja hjúkrunarfræðinga í það sérhæfða starf sem þar fer fram. Stjörnuarkitektinum Högnu Sigurðardóttur þykir framhjá sér gengið við breyting- ar á Sundlaug Kópavogs, en hún teiknaði upphaflega laugina. Vegna þessa hefur hún kært arkitektastofuna ASK arkitekta til siðanefndar Arkitektafélags íslands. Páll Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri ASK arkitekta, segir fyrirtækið hafa farið að reglum. Lætureftirsig sambýliskonu Maðurinn sem lést í banaslysinu í Straumsvik á mánudag hét Róbert Þór Ragnarsson. Hann var 39 ára. Róbert skilur eftir sig sambýlis- konu, en hann var barnlaus. Ró- bert lést þeg- ar hann féll fram af þaki kerskála við álverið í Straumsvík. Hann varþar við vinnu að endurbótum klæðningar á þakinu. Guðmundur Ing- ólfsson, framkvæmdastjóri Stálafls og vinnuveitandi Róberts, segir að Róbert hafi verið með líflínu en hún hafi ekki verið föst og því ekki náð að hindra fallið. Siiörnuankitekt kærir © 1 Sundlaug Kópavogs Breytingar á lauginni urðu tilþess að Högna Sigurð- ardóttir hefur kært ASK arkitekta til siðanefndar Arkitektafélags íslands. „Við skiljum hennar afstöðu aðsumu leyth" Högna Sigurðardóttir arkitekt hefur kært arkitektastofuna ASK arkitekta til siðanefndar Arkitektafélags íslands vegna hönnunar á Sundlaug Kópavogs. Högna er vafalaust einn frægasti arkitekt okkar fslendinga. Hún teiknaði Sundlaug Kópavogs um 1960 og einnig viðbyggingu við laugina um 1990. Nú á enn að breyta og byggja við laugina sem greinilega er Högnu ekki að skapi. „Henni finnst framhjá sér geng- ið,“ segir Páll Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri ASK arkitekta, um ástæður þess að Högna hafi ákveðið að kæra fyrirtækið til siðanefndar Arkitektafélags fslands. Páll harmar að málið hafi þurft að fara þessa leið. Páll Gunnlaugsson „Eldgamla laugin verður rifin og byggð verður ný innilaug og ný búningsherbergi, “ segir Páll hjá ASK arki- tektum um framkvæmdir við Kópavogslaug. Byggt við byggingu Högnu „Við erum að teikna viðbyggingu við laugina," segir Páll um nákvæm- lega hvaða framkvæmdir munu eiga sér stað við Sundlaug Kópavogs. „Eldgamla laugin verður rifin og byggð verður ný innilaug og ný bún- ingsherbergi. Þá er byggt við gamla húsið hennar og henni finnst hafa verið gengið framhjá sér.“ ASK arkitektar er mjög virt arki- tektastofa og hefur tekið að sér mörg stór verkefni með glæstum árangri, má þar nefna Smáralind og Sesselju- hús. Páll segir að þar á bæ hafi menn skilning á sjónarmiði Högnu. „Við skiljum hennar afstöðu að sumu leyti," segir hann en bætir þó við að fyrirtækið telji sig hafa komið vel fram í málinu öllu. Fóru eftir reglum Þegar litið er á siðareglur arki- tekta liggur ljóst fyrir að Högna er að kæra ASK arkitekta fyrir brot á ijórðu grein í fjórða kafla siðareglnanna. Þar segir: „Arkitekt sem til er leit- að af verkkaupa um að taka við verk- efni úr hendi annars arkitekts, þar með talið að breyta eða auka við mannvirki, skal gera starfsbróður sínum viðvart svo honum gefist ■ kostur á að gæta hagsmuna sinna.“ Þegar Páll var spurður hvort þessari tilkynningaskyldu hafi verið sinnt sagði hann svo vera. Bærinn er saklaus Þrátt fyrir að verkið sé á vegum Kópvogsbæjar er hlutverk bæjarfélags- ins í málinu nánast ekkert. Afrit af kæru Högnu til siðanefnd- ar var reyndar tekið fyrir á bæjarráðs- fundi á föstudag og skrifstofu- stjóra fram- kvæmda- og teiknideildar falið að skrifa svarbréf. Hver sem dómur siða- nefndar Arkitektafé- lagsins verð ur svo í mál- inu er ljóst að fyrsti áfangi verksins verður boðinn út í lok mán- aðarins. Högna vildi ekki tjá sig um málið við ! blaðamann DV í gær. Hún sagði málið vera innanhússmál með- al arkitekta. johann@idv.is Gleraugnasali bjargar Islandi Svarthöfði tekur ofan fyrir gler- augnasalanum Ólafi Einarssyni. Ólafur er þeim kostum búinn að hann kemur fram einu sinni á ári til að bjarga heiminum. í fyrra var það ósontæki til að sigrast á ekki minna meini en krabbameini og í ár er það tæki til að vinna bug á hræðilegustu vá nútímans, fuglaflensunni. Olafur er bjartsýnismaður af bestu gerð, maður sem er stöðugt að leita að leiðum til að bæta heiminn og hjálpa mannkyninu. Svarthöfði öf- undast reyndar svolítið út í.Ólaf. Á meðan Svarthöfði á í hinu mesta basli við að skipta um peru heima er Svarthofoi Ólafur að leika sér með hljóðtíðni. Svarthöfði hefur aldrei verið mikill hagleiksmaður eða eðlisfræðingur og færi seint í uppfinningaskó Ólafs. Svarthöfði hugsaði í gær þegar hann las DV að heimurinn væri öðruvísi ef það væru til fleiri menn eins og Ólafur. Þá væri væntanlega búið að vinna bug á öllum skæðustu sjúkdómum heims líkt og alnæmi. Heimurinn væri öruggur og þægi- legur, sjúkdómalaus og fallegur. Vonandi kemur fuglaflensan ekki til Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað bara fínt,erbúin að vera heima í allan dag og ekkert farið út,“ segir Linda Björk Sigurðardóttir sem lenti í því að lögheimili hennar var flutt til Bandaríkjanna að henni for- spurðri.„Ég ernúna að horfa á bíómyndina Guess Who og hún erbara góö. Ég hefekkert frétt afmínum málum og er búin að reyna að hringja í þjóðskrána i dag en hefekki fengið nein svör. Bíð bara átekta eftirþvi að fá lögheimiliö mitt flutt aftur til Islands.“ íslands en það er ekki laust við að Svarthöfði væri til í að sjá Ólaf beita tækinu á fuglaflensuveika íslend- inga. Ólafur yrði fljótíega sæmdur fálkaorðunni af nafna sínum, Ragn- ari Grímssyni. Hver veit nema hann taki stöðu nafna síns á Bessastöðum í framtíðinni. Það væri í samræmi við mikilvægi Ólafs í íslensku samfé- lagi. Gleraugnasalinn, sem bjargar íslandi, er frumkvöðull í fremstu röð! Svaithöföi Harðviður eða hardvidur.is Neytendastofa hefur úr- skurðað í kæru Harðviðar ehf. vegna notkunar Sifjar ehf. á léninu hardvidur.is. Harðviður ehf. kærði notk- unina á þeim forsendum að um villandi og óheiðar- leg vinnubrögð væri að ræða og benti á notkun Si^ar á nafninu harðviður. Taldi kærandi að nær væri að Sif notaði sitt eigið nafn í lénaskráningu. Neytenda- stofa taldi ekki ástæðu til neinna aðgerða af sinni hálfu þar sem orðið harð- viður væri almenns eðlis og skírskotar beint til starf- semi fyrirtækisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.