Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 16
76 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER2005 Fréttir DV Eiturdvergar Umhverfissamtökin Vin- ir jarðarinnar stilltu upp nokkrum garðdvergum fyr- ir framan höfuðstöðvar Evrópuþingsins í Strassbo- urg í gær. Dvergarnir báru allir eiturefnamerki. Ástæða gjörningsins var umræða um geislavirkan úrgang, sem hófst fyrr um daginn. Makedónía biðlartil EB í síðustu viku tilkynnti Evrópusambandið að Makedónía kæmi til greina sem aðildarríki. Það hefði verið á samfelldri sigur- göngu frá lokum borgara- styrjaldar í Júgóslavíu fyrir Qórum árum. Nágrannarík- in Serbía, Svartfjallaland og Bosnía og Hersegóvína koma einnig til greina. Oli Rehn, yfirmaður matsdeild- ar ESB, heilsaði af þessu til- efni upp á aðstoðarforsætis- ráðherra Makedóníu, Rad- milu Sekerinsku, í höfuð- borginni Skopje fyrir helgi. Vængjaðir menn Einn helsti fallhlífa- stökksstaður heimsins er á Flórída í Bandaríkjunum. Um helgina fór þar fram stökkhátíðin Keys Boogie. Þá hittast hundruð stökkvara, etja kappi og stökkva saman. Michael Swearingen og Paul Mazzillo stukku í vængjuð- um búningum, sem gera þeim kleift að stjórna sér betur í frjálsu falli. Fór betur en á horfðist Slökkviliðsmönnum í borginni Jilin í Kína tókst að slökkva eld, sem kvilcn- aði í eiturefnaverksmiðju á sunnudaginn, fyrr en marg- ir óttuðust. Gríðarlegar sprengingar fylgdu elds- voðanum en í verksmiðj- unni var mikið magn af eldsneyti og eiturefnum. Einn lést í brunanum og 70 slösuðust. Um tíu þúsund manns þurftu að flýja nær- liggjandi svæði vegna eitur- gufa. Louise Frevert, sem er frambjóðandi Danska Þjóðarflokksins í borgarstjórnarkosn- ingunum í Kaupmannahöfn, fékk fortíðina heldur betur í andlitið í gær en þá voru hengdar upp myndir af henni í miðborg Kaupmannahafnar frá yngri árum þegar hún var klámmyndastjarna. Ekkert er dregið undan á myndunum sem hneyksluðu bæði Frevert og íbúa borgarinnar. I dag Louise Frevert berst I fyrir framtíð sinni i stjórn- málum á sama tíma og hún vill verða borgar- stjóri í Kaupmannahöfn. Hin 52 ára Louise Frevert, sem sækist eftir því að verða borgar- stjóri í Kaupmannahöfn fyrir hönd Danska Þjóðarflokksins, á að baki skrautlega fortíð. Hún var vinsæl klámmyndastjarna í Dan- mörku á áttunda áratug síðustu aldar og þrátt fyrir að hún hafi ekki reynt að fara leynt með það var það mikið áfall fyrir hana að sjá sjálfa sig í grófum kynlífsathöfnum á stórum veggspjöldum í Kaupmannahöfn um helgina. „Þetta er einum of heimskulegt. Ég ætla ekki að tjá mig frekar um það," sagði Frevert þegar að danska blaðið BT bar þessi vegg- spjöld undir hana. Blaðamaðurinn sem ræddi við hana fullyrti að Frevert hefði verið í miklu upp- námi þegar hann talaði við hana. Eins og áður sagði hefur Frevert aldrei farið í felur með fortíð sína sem klámmyndaleikkona og alltaf talað um að þetta hefðu verið ærslafull æskubrek. Danskir fjöl- miðlar hafa aldrei farið í saumana á klámmyndaferli Frevert þar til nú þegar málið með veggspjöldin kom upp. Á móti innflytjendum Danski Þjóðarflokkurinn sam- anstendur af miklum þjóðern- issinnum sem vilja herta löggjöf um innflytjendur í Danmörku. Frevert hefur orðið uppvís að kyn- þáttahatri á vef sínum á undan- förnum mánuðum og verið gagn- rýnd fyrir það en þessi skoðun flokksins hefur þó átt betur og bet- ur upp á pallborðið hjá dönskum almenningi. Flokkurinn gerir ekkert Arvin Storgaard, formaður flokksins í Kaupmannahöfn, varð „Þetta er einum of heimskulegt. Ég ætla ekki að tjá mig frekar um það." Frevert búin að kæra Frevert er sjálf búin að kæra at- vikið til lögreglunnar jafnvel þótt hún hafi ekki hugmynd um hver hafi hengt upp veggspjöldin. „Þeir munu koma fram fýrr eða síðar. Svona fólk er stolt af þvf sem það gerir,“ sagði Frevert. Á versta mögulega tíma Veggspjöldin koma á versta mögulega tíma fyrir Frevert en borgar- stjórnarkosningarnar í Kaupmannahöfn hefjast í dag. Þar berst Frevert fyrir því að auka hlut Flokks fólksins í borgarráði til að geta sjálf orðið borgarstjóri. Stjórn- málaskýrendur eru þó ekki á einu máli um það hvort þessi atburður muni hafa áhrif til góðs eða ills fyrir Frevert. Sumir telja að hún muni fá samúðarat- kvæði frá mörgum kjósendum en aðrir telja að það verði erfitt fyrir hana að halda í trúverðugleikann sem hún hefur reynt að skapa sér í stjórnmálunum undanfarin ár. 165.000 nýjar heimsóknir Vefurinn sem sýndi klámmynd- ir af Louise Frevert fékk heldur bet- ur góða aðsókn eftir að Ekstra Bla- det birti fyrstu frétt sína um málið. Blaðið vísaði inn á vefinn og fékk hann 165 þúsund nýjar heimsókn- ir fyrsta daginn. brjálaður þegar hann sá vegg- spjöldin. Storgaard var þó ekki reiður út í Frevert enda fullkunn- ugt um fortíð hennar heldur út í ódæðismennina sem hengdu upp veggspjöldin. „Hún verður sjálf að ákveða hvort hún sækir þessa menn til saka en fyrir mér er þessi hegðun fáránleg," sagði Storgaard. Þokkafull Freverl þótti mikil kyn- bomba á áttunda áratugnum. Schröder víkur og Merkel tekur við kanslara Tímamót í þýskum stjórnmálum Nú styttist í að ný stjórn taki við völdum í Þýskalandi með Angelu Merkel kanslara í stafni. Stjórnar- flokkarnir halda þessa dagana flokksþing þar sem ýmislegt geng- ur á. Meðlimir þeirra beggja eru búnir að samþykkja stjórnarsátt- málann. Sósíaldemókratarkusu sér einnig nýjan formann í gær. Fyrir valinu varð Matthias Platzeck, 51 árs samstarfsmaður Gerhards Schröder. Hann tekur við af Franz Muentefering, sem sagði af sér þegar viðræður um stjórnarsátt- mála voru á viðkvæmu stigi fyrir mánuði síðan. Ekki hefur myndast stjórnar- sáttmáli milli tveggja stærstu flokk- anna í Þýskalandi frá árinu 1960. Angela Merkel tekur við kanslara- embættinu af Gerhard Schröder á næstunni. Það var hins vegar elcki að sjá á Schröder í gær, sem fékk sannkallaðar hetjumóttökur frá flokksmönnum sínum á þinginu. Já við samstarfi Flokksmenn SPD kusu með stjórnarsamstarfinu við kristilega demókrata. Gaman hjá Merkel Angela Merkel skemmti sér á flokksþingi kristilegra demókrata I Berlin á mánudaginn. Nýr formaður Matthias Platzeck var kjör- inn formaður sósíaldemókrata á flokksþing- inu I Karlsruhe I geer. Hættir á toppnum Það var ekki að sjá að Gerhard Schröder hefði tapað i kosningum þegar flokksfélagar hans hylltu hann i gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.