Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 27
DV' Lesendur
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 27
Þjóðskáld er fætt
Ur bloggheimum
Lopapeysan blívar
„Veturinn ergenginn I garð
hér I Georgiu. í síðustu viku
voru nokkrir iskaldir dagar
og þá hló maður nú ekki
lengur afþvi að hafa burðast
með topapeysuna sína i ferða-
töskunni hér forðum daga, ha! Þó að húnhafí
ekki verið notuð i síðustu viku þá er greinilegt
að það verður þörfá henni hér seinna I vetur,
en við þurftum þó að vera í buxum og peysu
á æfingu. Sem betur fer þá á að hitna aftur í
þessari viku og var alveg soldið heitt í dag."
Margrét Theodóra Jónsdóttir -
margret.mis.is
Býflugutrixið
„Kakkaiakkinn inná baði hrærði ai-
deilis við mér. Ó já.. núer búið
að gera við heita vatnið svo
það er loksins hægt að fara í
sturtu án þess að öskra ó..eða
úfff.. en þá birtist þessi litli gest-
ur bara eins og ekkert væri eðli-
legra. Éghéit auðvitað ró minni,
náði í ílát (hefmarga ára reynslu í býflugu-
trikkinu með glasið og blaðið) og henti grey-
inu út um gluggann. Kannski ekki til mikils
þar sem það deyr væntanlega- kramið ofan i
ruslagám."
Sara Kolka - kolka.hexia.net
Tippað á kjarabaráttuna
„Hvernig væri að Islenskar getraunir tækju
þjóðmál inná Lengjuna? Hver
vinnur prófkjörið I Kópavogi:
Ómar eða Smúli? Fer her-
inn eða situr hann sem
fastast? Tekst rjúpnaskytt-
um að hreinsa upp stofn-
inn fyrir jól? Auðvitað eru
summál offyrirsjáanleg til
að hægt væri að veðja umþau.
Eins og spurningin: Mun ASlloksins sverfa til
stáls og rifta samningum, I stað þess að lypp-
astniðurá síðustu metrunum og kokgleypa
allt?-Ætlinei-stuðullinnyrðiekki 1,00?"
Stefán Pálsson - kaninka.net/stefan
I Hæstarétti
„ Annar lögmaður stendur upp, snýr líka baki I
mig, notarsömu stóru orðin, en segir lika
brandara, enginn hlær, ég næ að halda mér
aðeins betur vakandi, lögmaður sest
eftir klukkutíma ræðu. Fyrri lög-
maðurinn stendur aftur upp
og setur útá brandara
kollega síns, þeir hafa
greinilega ekki sama
húmor. Seinni lögmaðurinn
viðurkennir að brandarinn hafi
verið barnalegur. Réttinum ersiitið,
allir ganga út.“
Dagný Ósk Aradóttir - hi.is/~doa 1
Á þessum degi árið 1807 fæddist
Jónas Hallgrímsson skáld og nátt-
úrufræðingur. Jónas var eitt helsta
skáld rómantísku stefnunnar og var
einn Fjölnismanna. Ættjarðarkvæði
hans, meðal annars Gunnarshólmi
og ísland, voru mikilvægt framlag í
þjóðfrelsisbaráttu íslendinga og
hafa stuðlað að þjóðernisvitund
þeirra æ síðan.
Hundrað árum eftir fæðingu
Jónasar var afhjúpuð stytta af
honum við Amtmannsstíg í Reykja-
vík, en hún var flutt í Hljómskála-
garðinn árið 1947. Styttan er eftir
Einar Jónsson og var sú fyrsta sem
hér var sett upp eftir íslending.
Á þessum degi árið 1946 voru
svo jarðneskar leifar Jónasar lagðar
í moldu í þjóðgrafreitnum á Þing-
völlum. Þjóðminjavörður hafði
látið grafa þær upp úr Assistent-
kirkjugarðinum í Kaupmannahöfn.
Haustið 1995 ákvað ríkisstjórnin
að 16. nóvember ár hvert yrði dagur
íslenskrar tungu. Dagurinn var fyrst
haldinn hátíðlegur árið 1996 og
voru þá veitt verðlaun Jónasar Hall-
grímssonar í fyrsta skiptið, en verð-
launin eru veitt einstaklingi sem
Jónas Hallgrímsson Fæddist á þessum
degi árið 1807.Fæðingardagurhanshefur
nú verið gerður að degi Islenskrar tungu.
I dag
árið 1624 fauk dóm-
kirkjan á Hólum í Hjalta-
dal í norðanveðri og
brotnaði í spón. Hún
hafði staðið í tvö hundruð
og þrjátíu ár.
með sérstökum hætti hefur unnið
íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti,
með skáldskap, fræðistörfum eða
kennslu og stuðlað að eflingu
hennar, framleiðslu eða miðlun til
nýrrar kynslóðar. Sú fyrsta til að
hljóta verðlaunin var Vilborg Dag-
bjartsdóttir skáld og grunnskóla-
kennari.
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum liðandi stundar.
Framföp hiá afgreiðslufolki
Jón Einarsson
skrifar um stefnuvotta
framtíðarinnar.
„Einhvem tíma sá ég lesendabréf
þar sem viðkomandi var að kvarta
undan afgreiðslufólki í matvöm-
verslunum. Það viU svo til að ég var
sammála því sem stóð í bréfinu á
sínum tíma um að afgreiðslufólk
væri oft óvant svo til vandræða var
og jafnvel ókurteist í þokkabót, til
dæmis símasandi í símann eða hvert
við annað. Sérstaklega átti þetta við
um unga fólkið. Ég fór allt í einu að
Lesendur
hugsa um þetta um daginn þegar ég
beið við kassann og var að fylgjast
með afgreiðslufólkinu. Þá rann upp
fyrir mér að ástandið er orðið miklu
betra. Það er hreinlega eins og stórá-
tak hafi verið gert til að bæta úr mál-
inu því fas afgreiðslufólks hafi mikið
breyst til batnaðar. Það er nú fremur
alger undantekning en regla að af-
greiðslufólk sé ókurteist eða illa að
sér um alla skapaða hluti. Það er
ekki oft minnst á það sem er gott svo
mig langaði að biðja um að þessu
verði komið á framfæri.
Kona ÍHáaleitishverS.
Durex-könnunin til skammar
Faðirskriíar
„Mér finnst ekki nógu varlega
stigið til jarðar í umfjöJlun fjölmiðla
um Durex-könnunina svokölluðu
sem hefur farið vfða hérlendis. Sér í
lagi er bent á hversu ungir íslending-
ar séu þegar þeir byrja að stunda kyn-
mök. Hver er tilgangurinn, spyr ég. Er
þetta eitthvað til að monta sig af?
Fjölmiðlar eru greinilega teymdir
um á asnaeyrunum í þessu máli og
ganga erinda markaðssveita Durex.
Þessi könnun vekur auðvitað athygli
þar sem kynllf er ein helsta aðferð
markaðsfræðinga til að
ná sínum markmiðum.
Þar með sparast þeim
milljónir á miUjónir ofan
í beinar auglýsingar, þar
sem ijölmiðlar eru dug-
legir við að kynna íyrir-
tæJdð í tengslum við
fréttina - sem er í raun-
inni engin, því könnunin
er gerð á netinu og hefur
enga vísindalega þýðingu.
Nær væri að benda á þá hættu sem
ótímabær kynmök geti haft í för með
Áhyggjufullur fað
ir Finnst fréttaflutn-
ingur afhetkönnun
vera ómerkilegur.
sér, bæði tílfinningalega
og líkamlega. Fréttir
eiga ekld aUtaf að fjalla
um liið neUcvæða í
heiminum. Þær eiga
líka að ná eyrum al-
mennings á jáJcvæðum
nótum með uppbyggi-
legu efni. Kynfræðsla er
eitt af því sem mætti
fjalla meira um og er mikU-
vægara fréttaefni en ætluð
tímasetning fyrstu kynmaka hjá okk-
ur.“
Framsóknarmaðurinn segir
Birta vélmenni
rafstefnur?
Fyrr á öldum voru lög birt
almenningi með því að lesa þau
upp á Alþingi og á héraðsþingum
og frá 1800 tíl 1877 í Landsyfir-
dómi í Reykjavík. Frá 1877 hefur
birting laga miðast við prentaða
útgáfu; Stjórnartíðindi. Nýlega var
dómsmálaráðherra veitt lagaheim-
ild tU að ákveða að birting laga og
stjómvaldsfyrirmæla á vefnum sé
nægUeg birting. Og þann 9. nóv-
ember 2005 tók dómsmálaráð-
herra formlega í notkun rafrænan
vef tU birtingar laga á netinu.
En af hverju að hætta þar? Hví
ekki að líta til annarra birtinga? Á
stefnum, greiðsluáskorunum, að-
farar- og uppboðsbeiðnum, já og
dómum. Það væri tU mikillar ein-
földunar að í stað þess að stefn-
andi þyrfti að láta póstmenn eða
stefnuvotta reyna að hafa uppi á
stefnda, sem oft á tíðum vUl ekkert
láta finna sig, gæti hann bara látið
birta stefnuna í hinu rafræna Lög-
birtingablaði. Stefnandi þyrfti þá
ekki að sanna að reynt hafi verið
að birta stefiiuna úti í Noregi eða
Namibíu eða hvar svo sem stefhdi
felur sig, honum nægi að vísa til
hinnar rafrænu birtingar. Birtingar
sem stefndi getur, ef hann viU, séð
svo tU á sömu mínútunni hvar sem
hann er í heiminum. Og það væri
meira að segja hægt að
forrita kerfið þannig
að fólk gæti skráð
netföng sín og feng- p
ið tölvupóst ef
þeirra
kennitala
kemur upp í
skjali sem
birt er á
netinu.
Rækta sjálfan mig og strákana mína
„Það er nóg að gera," segir
Jákob Már Jónharðsson þegar
hann er inntur eftir því hvernig
hefðbundinn dagur er í lífi hans.
Jakob er maður dagsins í dag,
meðal annars vegna mikUlar hetju-
dáðar sem hann vann þegar hann
blés lífi í Helenu Sirrý Pétursdóttir
á skemmtistað í Keflavík um helg-
ina.
„Oftast valcna ég klukkan korter
í fimm á morgnana tU að byrja
vinnudaginn hjá Sýslumannsemb-
ættinu í Keflavík ldukkan hálf sex.
Þar er ég vanalega á tólf tíma vakt
við almenna öryggisgæslu í flug-
stöðinni. Ég leita að vopnum og
öðrum óæskUegum varningi á
fólki,“ segir Jakob.
Aðspurður hvort hann sjái eldd í
gegnum þá sem eru í vafasömum
erindagjörðum, segir Jakob: „Það
eru aUtaf einhverjir góðkunningjar
sem maður er farinn að þekkja."
Að loldnni vakt á flugstöðinni
liggur leið Jakobs í líkamsræktar-
stöðina LífsstU í Reykjanesbæ. „Þar
starfa ég sem einkaþjálfari og er
með nokkra fasta kúnna þar.
Margir þeirra eru skrifstofumenn
hjá Sýslumanninum á Keflavíkur-
flugvelli og ég reyni að láta þá púla
svolítið til að koma þeim í form,“
segir Jakob en þegar hann kemur
heim úr ræktinni er lítið eftir af
deginum. „Þá fæ ég mér kvöldmat
og horfi aðeins á sjónvarpið áður
en ég fer að sofa."
Þegar Jakob er í vaktaffíi frá
Sýslumanninum reynir hann að
verja tímanum með sonum sínum.
TífJaUobs Más Jónharðssonar hefur miklö snúist um (þróttir.Hann lærði til
fótboítaþjáíftraog var fyrirliði Keflavíkur árið 1997 þegar Hðlðvarö Wkar-
meistarar. Hann starfaöi um tveggja ára skeið i atvmnumennsku i Sv þjóð þ
sem hann á að baki einn landsleik við Saudi-Arabíu sem endaði með jafntefli.
jakob hefur fjórum sinnum lent í fjórða sæti í fitness-keppnum. __
„Það eru alltafein-
hverjir góðkunningj-
ar sem maður er far-
inn að þekkja
„Þá reyni ég að rækta sjálfan mig
og strákana mína. Við förum í Hús-
dýragarðinn og á svæði hérna í
Keflavík þar sem hægt er að gefa
gæsum og öndum. Svo skoðum við
hesta eða förum í bíó þegar færi
gefst," segir Jakob en þeim feðgum
finnst gaman að rúnta og skoða sig