Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 33
Menning DV MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 33 Ljóð.is fjögurra ára I dag er bæði fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar og haldinn hátíðlegur Dagur íslenskrar tungu. Svo er dagurinn líka afmælisdagur www.ljóð.is. Þessum tímamótum er fagnað með ærlegu ljóðapartíi sem verður á Café Rósenberg í Lækjar- götu Reykjavíkur og hefst kl. 20. Þar munu eftirtalin ljóðskáld stíga á stokk: Bragi Ólafsson, Halldóra Kristín Thoroddsen, Haukur Ingvarsson, Henrik Garcia, Hildur Lilliendahl, Hörður Dan, Óttar Martin Norðíjörð, Toshiki Toma og Þórunn Valdimarsdóttir. Skúli Þórðarson, trúbador, mun brjóta upp hátíðleikann með eitr- uðum lögum sínum og dagskránni ljúka svo tveir framúrstefnulegir menn með verkefni sem þeir kalla Ljóðarímixkaríókí Dadda. Þar býðst öllum viðstöddum að láta tölvufor- rit framleiða fyrir sig ljóð eftir kúnstarinnar reglum. Sem sagt - safaríkt ljóðakvöld í tilefhi stóraf- mælis. Allir velkomnir á meðan húsrými leyfir og afmælis- blöðrur vel þegnar. Þórunn Valdimars- dóttir Er ein þeirra sem les Ijóð í kvöld. DV-mynd Villi I HmBUHi I Osló, höfuðborg ríkasta samfé- lags í heimi, þar sem velferð og jöfn- uður eru í hávegum höfð, sitja nú á hverju horni ungmenni með tómt augnaráð og betla klink. Það er óskilj- anlegt að eiturlyfjadjöfullinn skuli vera að gera stöðugt sterkari innrás í þjóðfélag þar sem allir ættu að hafa allt til alls. Island telst einnig meðal ríkustu þjóðfélaga heims. Og þó að eiturlyfjabölið sé ekki jafn áberandi hér er það vissulega til og nærist á skuggunum. Fríð skuggabörn Að varpa ljósi á þessi skuggaböm íslensks samfélags er hið verðuga verkefhi sem heimildarmyndin tekst á við. Og það fyrsta sem kemur á óvart þegar skuggabömin birtast em hversu fh'ð þau em. Manni finnst ótrúlegt að sjá þetta myndarlega unga fólk leiðast út í eiturlyf, því ekkert of slæmt á jú að henda þá fallegu. Rétt eins og unglingspörin sem haldast í hendur og betla fyrir næsta skammti á Osló S finnst manni hreint út sagt ótrúlegt að þetta fólk skuli leiðast út í eiturlyf. En allt tal um að vera í blóma lífsins er marklaust, unglingsárin em erfiðustu ár ævinnar. Enda er það á þeim aldri sem fólk er duglegast við að reyna að finna flóttaleiðir. Óskiljanlegt vandamál? Myndin er sumpart heimildar- mynd um Reynir Traustason, sem er að skrifa bók um eiturlyfjaneyslu, og sumpart heimildarmynd um eitur- lyfjaneysluna sjálfa. Ekki tekst alveg að samrýma þessi tvö markmið. Reynir kemur vel út sem blaðamaður, hlustar af athygli á það sem honum er sagt f stað þess að veiða fram fyrir- framgefnar niðurstöður upp úr við- fangsefnum sínum, eins og stundum gerist. Heimildarmynd um ísfirska sjómanninn sem varð helsti rann- sóknarblaðamaður íslands myndi líklega verða áhugaverð, en verður þó að bíða betri tíma. Hér er það eitur- lyflaneyslan sjálf sem mestan áhuga vekur, enda fyrirbæri sem er nær óskiljanlegt þeim sem fyrir utan standa. í einni sæng Skuggabörn Leikstjórar: Þórhallur Gunnars- son og Lýður Árnason Ríkisútvarpið - sjónvarp Kvikmyndir Skíthælar eiga þakkir skilið Lengi hafa gengið sögusagnir um það að íslenskir eiturlyfjasalar hafi haft samráð um að hálda heróíni fjarri okkar ströndum, og eiga þeir skíthælar þakkir skilið fyrir að forða okkur frá versta eiturlyfjabölinu. En myndin gefur það þó í skyn að það samkomulag sé að renna sitt skeið á enda, enda svo sem líklegt að eitur- lyfjahöftin hverfi ásamt öðrum við endanlegt hmn haftasamfélagsins. Og ef heróín verður flutt hingað til lands í stómm stíl mun það ekki fara á milli mála, afleiðingamar munu verða öllum ljósar. Uppáhaldseiturlyf verðbréfa- sala En önnur eiturlyf vinna einnig sinn skaða. Ungur maður um þrítugt talar um álirif kókaíns, um hvemig öll siðferðiskennd hverfur og hvemig neytandanum finnist hann vera merkilegri en allir aðrir, enda ekki að undra að það skuli vera uppáhalds- eiturlyf verðbréfasala. Reynir veltir því fyrir sér hvemig fólk fjármagni neysluna, en rétt eins og með áfengi er hátt verðlag ekki í sjálfu sér nóg fýrirstaða. Þetta snýst allt um for- gangsröðun, og á endanum er svo hægt að selja efnið sjálfur. Götusalar á næsta horni Reynir eyðir talsverðu púðri í að velta fyrir sér hvemig eiturlyfin komast til landsins. Hann talar við tollvörð sem segir að einungis eitt af hveijum fjómm burðardýrum náist, en liícumar á að fólk náist aukast þó eftir því sem þau reyna oftar. Blaða- maðurinn gengur reyndar það langt að hann fer sjálfur til Amsterdam, þaðan sem flest eiturlyfin koma, og manni dettur í hug atriði úr kvikmynd- inni Óskabörn þjóðarinnar, þar sem Óttarr Proppé hélt utan í sömu erindagerðum. Ekki er erfitt að finna einhvem sem vill selja manni efnið þar. Og svo ábatasamt er að flytja fíkniefni til íslands, þar sem allt er helmingi dýrara, að það þarf ekki að hafa fyrir því að finna heildsala, nóg er að finna götusala á næsta homi. . ------ ICIO* ist ut í eiturlyf: Eru það þjóð- félagsaðstæður? Heimilisað- stæður? Eru sumir bara fæddir sjúklingar, eins og sumir AA-menn vilja meina? DV-mynd f einni sæng Abby Hoffman og Stefán Máni Erifiðara er þó að flytja efnið til ís- lands, það er í raun eini múrinn sem þarf að klífa. Reynir er tekinn í toll- inum, enda fór hann ekki þá leið að gleypa efnin, sem getur reynst lífs- hættulegt, heldur faldi hann þau í bók. Erfitt er að líta á Reynir sem glæpamann við heimildaöflun þessa, þó að hann fái sjálfur samviskubit. Hann minnir jafnvel á bandaríska róttæklinginn Abby Hoffmann sem var handtekin við heimildaöflun í fíkniefnaheiminum og þurfti í kjölfar- ið að eyða áratug „neðanjarðar" á flótta undan lögreglunni. Sumt í heimildaöflun þegar efni eins og þetta á í hlut er þó á mörkum þess sem er löglegt og siðlegt, til dæmis er fylgst með neytanda fá sér í sprautu og einnig með tilraun til inn- brots. Svipað mál kom upp í fyrra þegar Stefán Máni skrifaði skáldsögu sem gerist í fíkniefhaheimi Reykjavíkur. Hann sagði þá að sér fyndist í lagi að fylgjast með án þess að hafa afskipti svo lengi sem mannsskaði hlytist ekki af, og á það sama við hér. Eitt helsta afrek myndarinnar er reyndar hvað er mikil nálægð við viðfangsefnin, aldrei virðist myndavélin sjálf hafa áhrif á þau. Sálin Þeir félagar hafa veriö i frontinum á É:... nýjum leiðum, gáfu út fyrsta dvd-diskinn og l&' eru núna á vod. Pöntun á myndböndum Tónlist.is tók í gær nýja þjónustu i gagnið fyrir áskrifendur. Fólki er nú kleift að horfa á myndbönd og tónleika með þvi að búa til eigin dagskrá, þegar því hentar. Um er að ræða svokallaða mynd- veitu (Video On Demand Service) og hægt er að nálgast flest nýj- ustu myndböndin, íslensk og er- lend, auk ógrynni afeldra efni. Þjónustan er ókeypis fyrir alla i fjórtán daga en að þvi loknu fellur hún undir mánaðarlegt áskriftar- gjald sem aukinheldur veitir ótak- markaðan aðgang að um 50.000 íslenskum lögum á vefnum. Meðal þess sem boðið er uppá er upptaka af tónleikum Sálarinnar í Kaupmannahöfn 5. nóvember. Markmiðið með þjónustunni er að bjóða uppá myndbönd, veita að- Viðskipta- fræði fíkni- efnaheims- ins En ekki er nóg að fjalla um eftirspum- ina. Eins og allir viðskiptafræðingar vita mun alltaf vera til framboð þar sem er eftirspum, og er því aðalatrið- ið að komast að því hvað veldur henni. Það er sú spuming sem brennur á manni alla myndina, fjall- að er um afleiðingar en ekki orsök. Hvað veldur því að fólk leiðist út í eiturlyf: Em það þjóðfélagsaðstæður? Heimilisaðstæður? Em sumir bara fæddir sjúklingar, eins og sumir AA- menn vilja meina? Eða er eitur- lyfjafíkn einungis birtingarmynd hins raunvemlega vandamáls? Nauðgun og neysla Myndin rís hvað hæst þar sem mannskepnan sekkur lægst, þegar kemur í ljós að ein stúlkan hafi verið misnotuð í æsku af stjúpföður sínum. Þar er kannski kominn lykillinn að vandamálinu, að minnsta kosti hvað þessu eina tilfelli viðkemur. En svo skyndilega endar myndin. Klippa þurfti út atriði úr myndinni á síðustu stundu, og mögulega útskýrir það hinn snögga endi, sem er ekki alveg fullnægjandi. Skuggaböm er afar virðingarverð tilraun til að bregða ljósi á helstu skuggahliðar íslensks samfélags. En hún er þó langt í frá að vera tæmandi. Valur Guimarsson Stefán Hjörleifsson Tontist.is hefur vaxið jafnt og þétt undir hans stjórn. gang að efni sem hvergi sést ann- ars staðar. Má þar nefna "live" upptökur með Paul McCartney, Coldplay og fjölmörgum tón- leikum innlendra og erlendra listamanna. Notendaviðmótið er aðgengilegt og fletta má upp listamönnum eða lögum á vefnum og nálgast itarefni. Sjónvarpið og tölvan er að renna saman i eitt og þvímá auðveld- lega spila þessa dagskrá hvort heldur sem er isjónvarpi heimilis- ins, heimilistölvunni eða þráð- lausri fartölvu. Notendur geta val- ið um mismunandi gæði eftir tengingum en mestu gæðin gefa DVD-diskum ekki eftir. Tónlist.is hefur vaxið jafnt og þétt frá opnun vefsins íapril 2003 og á fyrri helming þessa árs nam sala á Tónlist.is um 7% af heildarsölu tónlistar i landinu. Það er nokkuð hærra en erlendis. Á heimsvísu er talið að sala á netsvæðum sé um 6% af heildarsölu tónlistar. Gert er ráð fyrir griðarlegum vexti á þessu sviði enda hefursalan þre- faldast milli ára. Paul McCartney Eraðeins fáanlegurá vod hjá tónlist.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.