Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 Sport DV Magdeburg mætir Barcelona Það var dregið í 16 liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í handbolta í gær og Islendingaliðin þrjú fengu öll verðug verkefni. Mag- deburg, lið þeirra Alfreðs Gíslasonar, Sigfúss Sig- urðssonar og Arnórs Atla- sonar, mætir núverandi Evr- ópumeisturum í Barcelona; Ciudad Real, lið Ólafs Stef- ánssonar, dróst á móti ung- verska liðinu Pick Szeged og danska liðið Aarhus GF, lið Sturlu Ásgeirssonar, lendir á móti ungverska liðinu MKB Veszprém. Aðrir leikir eru: KIF Kolding-Celje Lasko, RK Zagreb-Flensburg, Ademar Leon-Portland San Antonio, Gorenje-Montpellier, Paris Handball-THW Kiel. Fyrri leikirnir fara fram 3.-4. des- ember og seinni leikimir 10.-11. desember. KA-menn fara til Rúmeníu KA-menn drógust í gær gegn liði Steaua Bukarest frá Rúmeníu í 16-liða úrslit- um Áskorendakeppni Evr- ópu. Þetta verður seint tal- inn vera draumadráttur enda um langt ferðalag að ræða en þó ætti að vera ágætur mögu- leiki fyrir að komast áfram í keppninni. Fyrri leikurinn fer fram á Akureyri fyrstu helgina í desember en seinni leikurinn fer svo fram í Búkarest viku síðar. Steaua sló gríska liðið Diomidis nokkkuð auð- veldlega út í 32-liða úrslit- unum samtals meðl5 marka mun en leikirnir fóru báðir fram í Rúmeníu. I deildinni heima hafa þeir svo unnið sjö leiki en tapað tveimur og eru í 3. sæti. 19.05 Undankeppni HM á Sýn. Beint frá seinni umspilsleik Tékka og Norðmamia. 19.15 Valur-Fram í DHL-deild karla í handbolta. 19.15 Keflavík-ÍS í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. *** 20.00 Haukar-Stjaman í DHL-deild karla f handbolta. 21.10 Undankeppni HM á Sýn. Seinni um- spilsleikur Slóvaka og Spánverja. 22.20 Handboltakvöld á RÚV. Fjallað er um leiki kvöldsins í DHL- deild karla í handbolta. sinn 22.50 Olíssportið á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðbmði heima og erlendis. í w 12.30 NBA-deildin á NBATV. Bein útsend- ing frá leik Boston og Seattle. . Það verður stórleikur í Laugardalshöllinni klukkan 19.15 í kvöld þegar Reykjavík- urfélögin Valur og Fram berjast um toppsætið i DHL-deild karla i handbolta. DV fékk Gunnar Magnússon, þjálfara sameiginlegs liðs Víkings og Fjölnis til þess að spá í þróun mála í Höllinni í kvöld. Einn af úrslitaleikjum íslandsmótsins Laugardalshöllin var vettvangur flest allra stóru leikjanna í handboltanum hér á árum áður en undanfarna tvo áratugi hafa félögin komið fram með sinn eigin heimavöll og það er langt síðan Höllin hefur hýst leik eins og þann sem liggur fyrir í kvöld. Þar sem Valsmenn eru að byggja sér nýtt hús spila þeir í Höllinni í vetur og þar sem íslandsmeistaratitilinn ræðst í deildarkeppni minnir leikur kvöldsins óneitanlega á gamla tíma þegar Valur og Fram spiluðu oft frábæra toppleiki í baráttunni um titilinn. Fram er á toppi DHL-deildar karla með tveggja stiga forskot á Val en Hlíðarendaliðið á leik inni og fer auk þess á toppinn með sigri í kvöld. „Ég held að þetta verði hörkuleik- ur því bæði þessi lið hafa verið að spila vel í byrjun móts. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegur leikur enda toppslagur sem er gríð- arlega mikilvægur fyrir bæði lið," segir Gunnar Magnússon, þjálfara sameiginlegs liðs Víkings og Fjölnis, um leið Vals og Frarn í Laugardals- höllinni. „Ég hef farið á leiki í Höll- inni og það er þrælgaman að koma í Höllina. Það er búin að vera flott umgjörð hjá Valsmönnum í vetur og þeim hefur tekist að gera Höllina að sfnum heima- velli sem mér finnst j mikið afrek," segir! Gunnar um leikstað ‘ kvöldsins. Evrópu- keppnin tekur sinn toll „Það er kannski spurn ing um hvernig Valsmenn koma til leiks því það hefur verið mikið álag á þeim. Evrópukeppnin og ferðalögin í kringum hana tekur eflaust sinn toll. Styrkleikur Vals- nnarar nara - L-deild karla þar sem mununnn ur aldrei farið yfir tvö mörkþar iafa fimm leikjanna ráðist a einu irki eða minna. Framliðið hefur eins tapað einum af þessum sex kjum en tveir þeirra hafaendað að jafntefli. 3ustu sex leikir Framliðsins: okt. Fram-Fylkir 30-29 (+1) i.okt.Fram-lBV 28-27 (+1) 1. okt. KA-Fram 23-21 (-2) nóv. Fram-Stjarnan 26-26 (0) . nóv. Selfoss-Fram 27-28 (+1) 2. nóv. Fram-Þór Ak. 26-26 (0) manna er fyrst og fremst varnarleik- urinn og svo markvarslan því Pálm- ar hefur verið að verja vel í vetur. Valsmenn hafa kannski verið í svolitlum vandræðum með sóknar- leikinn og ef þeir ætla að eiga að möguleika gegn Fram f kvöld þá verður vörnin og hraðaupphlaupin að vera í topp standi," segir Gunnar um Valsliðið sem hefur unnið 6 af 8 leikjum. „Frakkinn hjá Val hefur ver- ið mjög góður í vetur og þá sérstak- lega í þessum hröðum sóknum þar sem hann er gríðarlega snöggur. Ég leikurinn á að ganga vel hjá Val þá þarf Hjalti Pálmason að ná sér að strik til þess að leiða þessa ungu stráka sem eru að spila með honum. Hjalti náði sér ekki á strik í Evrópu- leiknum um helgina og mér fannst það há Valsliðinu." Ungu strákarnir að springa út Gunnar segir að margir ungir strákar hafi sprungið út í Framlið- inu. „Það er nánast hægt að ganga að því vísu að þegar þú mætir á leik hjá Fram þá áttu eftir að fá háspennu á síðustu sekúndunum. Fyrir vikið þá hafa Framarar öðlast mikla reynslu í því að spila þessa jöfnu leiki. Framarar eru með ungt lið og það eru þarna margir ungir strákar sem hafa komið mér virkilega á óvart og hafa verið að taka mikla ábyrgð í Mikilvægustu mennirnir þeirra eru skytturnar, Úkraínumaðurnn Sergiy Serenko og lóhann Gunnar Einars- son sem er eitthvað meiddur og gæti misst af leiknum vegna þeirra. Það væri mjög slæmt fyrir Fram ef Jóhann yrði ekki með því hann er einn af þessum ungu strákum sem eru búnir að koma mjög á óvart," segir Gunnar. „Ég held að fólk átti sig ekki á því að þetta er einn af úrslitaleikjunum á íslandsmótinu. Þetta eru lið sem mér sýnist ætla að berjast á toppn- um og þegar uppi er staðið þá verð- ur þetta örugglega einn af þess- um lykilleikjum sem skilja á milli f lok móts. Deildin er svakalega jöfn og ótrú- lega skemmtileg fyrir vik- ið. Við handboltamenn og þjálfarar viljum endilega að fólk átti sig á þessu og komi á þessa leiki því það er mikið undir í hverjum leik," segir Gunnar að lok- um. A öðrum hraða Frakk- inn Mohamadi Loutoufi er griðariega snöggur og skemmtilegur á að horfa en hann hefur skorað 54 mörk i 8 deildarleikjum I vetur. Á von á skemmtileg um toppslag Gunnar Magnússon, þjálfari sam eiginlegs liðs Víkings og Fjölnis spáir ileik Vals og Fram IHöllinni í kvöld. Jóhann Gunnar tæf ur Jóhann GunnarEin arsson gæti misst af leiknum i kvöld vegna meiðsla en hann er markahæstur Framara með 45 mörk í 9 leikjur Margrét Lára Viðarsdóttir hafnaði tilboði frá þýska liðinu Potsdam Dóra fer og enn óvissa með Laufeyju Ólafsdóttur Kvennalið Vals fékk gleðifréttir í fyrradag þegar Margrét Lára Viðars- dóttir ákvað að hafna samningi frá þýska liðinu Potsdam og spila eitt ár til viðbótar með Hlíðarendaliðinu. „Við erum ekki búin að semja við hana en munum gera það á næstu dögum. Þetta eru frábærar fréttir og mjög mikilvægt fyrir liðið," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, eftir að markadrottning síð- ustu tveggja sumra ákvað að spila áfrant með liðinu. Margrét Lára hefur enn ekki orðið íslandsmeist- ari en samkeppnin verður örugg- lega hörð frá íslands- og bikar- meisturum Breiðabliks. „Blikar eru búnir að styrkja sig mikið en við erum voða róleg í þessu eins og stendur. Við erum bara í fríi eftir langt tímabil og erum búnar að njóta þess vel. Það eru tveir unglingalandsliðsleikmenn af Skaganum búnir að skrifa undir hjá okkur, Hallbera Gísladóttir og Thelma Gylfadóttir. Þetta eru tvær efnilegar stelpur og við erum síðan að vinna í öðrum málum," segir Elísabet um stöðuna á leikmanna- málum Valsliðsins. „Dóra Stefánsdóttir fer og það er óvíst með Laufeyju Ólafsdóttur og hún er að hugsa um að taka sér frí. Þetta var langt tímabil og leikmenn þurfa pásu og ég held að þetta skýrist ekkert fyrr en um áramót hvernig hópurinn okkarverður. Um áramótin skoðum við okkar mál betur og ég á ekkert von á að við bætum við einhverjum leikmönn- um nema að við förum að missa eitthvað brjálæðislega. Það var pressa á okkur í sumar en það verður engin pressa á okkur núna, sagði Elísabet sem segist hafa orðið ánægð með ákvörðun Margrétar Láru hver sem hún hefði ver ið. „Mér finnst það frábært að þær séu að fara út. Auðvitað er ekki gott að missa þessa leik- menn en það er svo gott fyrir ís- lenskan kvennafótbolta að þær séu að komast út,“ segir Elísa- _________ bet að lokum. 46 deildarmörk á tveimur árum Margrét Lára Viðars- dóttir hefur orðið markadrottn- ing Landsbankadeildar kvenna tvö ár íröð og skoraði alls 46 mörk í 28 deildarleikjum á síð- ustu tveimur sumrum. DV- mynd Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.