Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 12
72 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Jón Ólafsson segist trúa að Davíð Oddsson hafi beitt sér persónulega gegn honum. Þetta kom fram í viðtali Þórhalls Gunnarssonar við Jón í Kastljósi í gær. Jón sagði Hannes Hólmstein Gissur- arson hafa hringt í sig og beðist vægðar vegna 12 milljóna króna miskabóta sem Hannes var dæmdur til að greiða Jóni vegna meiðandi ummæla. Það hafi þó verið um seinan. DV birtir stærstan hluta viðtalsins við Jón. í byrjun viðtalsins ræðir Jón um æsku sína í Keflavík. Móðir hans átti hann aðeins átján ára gömul og hann ólst upp hjá ömmu sinni og afa. Móðir hans bjó síðan með bræðrum hans skammt frá. Jón sagðist hafa upplifað mikla höfnun í æsku. Sem fullorð- inn maður hafi hann grátið við að rifja upp þessa gömlu atburði og tiifinningar. ÞG: Það var mikið uppistand þeg- ar skattrannsóknarstjóri brýst inn í Norðurljós fyrir nokkrum árum síð- an. Á sama tíma gengur forstjóri fyr- irtækisins, Hreggviður Jónsson, út úr fyrirtækinu. Hvað gerðist akkúrat þennan dag? JÓ: Ég var nú staddur í Frakklandi á þessum degi og þetta er náttúru- lega einn dramatískasti dagur sem ég hef upplifað á ævinni sko. Ég hef ekki ennþá skilning á því hvað gerð- ist þennan dag og af hverju þetta gerðist. ÞG: Af hverju fór Hreggviður út ef við byrjum á því? JÓ: Það veit ég ekki. ÞG: Hvað heldur þú að hafi gerst? JÓ: Ég held að honum hafi bara brostið þor og kjark. Hann bara gat ekki lengur ráðið við verkefnið. En að gera það svona var náttúmlega mjög vanhugsað af hans hálfu því það var ekkert á milli okkar slæmt, það var allt ágætt á milli okkar og mér þótti mjög vænt um Hreggvið og hafði bakkað hann upp alla tíð. ÞG: Af hverju fer hann út á þess- um degi? Veistu það? Tengdir þú það? JÓ: Nei, ég veit það ekki. Tengi ég það? Já, ég tengi það en veit ég það? Nei. ÞG: Hvernig tengir þú það? JÓ: Það er voða skrítið að Hregg- viður fer út og skatturinn mætir og fréttastofa Ríkisútvarpsins sé stödd á staðnum. Það er voðalega skrítið. ÞG: Hvernig lestu þessa atburða- rás? JÓ: Nú, þetta getur verið þannig að þetta hafi allt verið búið til, þessi atburðarás. En ég ætla ekkert Hregg- viði það. ÞG: Hver býr til svona atburða- rás? JÓ: Ég kann ekki að segja til um það. ÞG: Það kemur fram í bókinni hins vegar að skattrannsóknarstjóri hafi fengið 40 milljón króna auka- fjárveitingu fyrir það að fara gegn þér og Jóni Ásgeiri. JÓ: Já. ÞG: Hvaðan hefur þú það? JÓ: Það var þannig að það var ágætismaður úti í bæ sem hringdi í mig og sagði mér það, eftir að hafa setið í einhverjum gleðskap með yf- irmanni þessarar stofnunar hjá skattinum og hann hafi sagt það að honum hafi verið boðið tuttugu milljónir í aukafjárveitingu í tvö ár í röð gegn því að hann færi í Jón Ás- geir og mig. ÞG: Hverjir buðu honum þetta? JÓ: Ja, sagan segir að það hafi verið forsætisráðherra á þeim tíma. ÞG: Getur þú staðfest það? JÓ: Ég var ekki staddur þarna. Mér var sagt þetta. Ég get bara stað- fest það sem mér var sagt. ÞG: Og átti skattrannsóknarstjóri að hafa sagt í þessum gleðskap að Davíð Oddsson hafi boðið 40 miiljón króna aukafjárveitingu á næstu tveimur árum til þess að farið yrði gegn ykkur tveimur? JÓ: Hann sagði það og hafði gam- an af. ÞG: Hvað með samskipti ykkar Davíðs? Hvað gerist? JÓ: Það eru engin samskipti milli mín og Davíðs. Davíð var hetjan mín á sínum tíma. Ég taldi hann vera rétta manninn til að leiða ísland inn í nýja tíma og svo framvegis. En því miður þá hafði ég rangt fyrir mér. ÞG: Hvenær hefur hann lagt stein í götu þína? JÓ: Ég hef aldrei trúað því að hann hafi gert það beint sjálfur. Eða ég trúði því aldrei framan af. En í seinni tíð er ég farinn að trúa því að hann hafi virkilega haft fyrir því. ÞG: Hvernig? JÓ: Það er voðalega skrítið að einn maður skuli hafa skoðanir á því hvað ég var að gera og aðrir voru að gera. Þetta kemur honum bara ekk- ert við, né neinum öðrum. í við- skiptum á viðskiptalífið að fá að vera í friði. ÞG: Fékk það ekki að vera í friði? JÓ: Nei það fékk ekki að vera í friði. ÞG: Fyrir hverjum? JÓ: Ja, við skulum bara horfa hvað gerðist með FBA. Hvað gerðist með íslandsbanka. Það var alveg ljóst hver hafði þar mjög afgerandi skoðanir á því máli. ÞG: Hver? JÓ: Það var forsætisráðherra. ÞG: En beitti hann sér? JÓ: Já, hann gerði það. ÞG: Hvernig? JÓ: Það ætla ég ekki að ræða hér. ÞG: Varðandi Stöð 2. Það er nefnt í bókinni að sjálfstæðismenn hafi viljað fá bæði aðgang, að til dæmis að auglýsingum, og síðan að þeir vildu að Stöð 2 greiddi ákveðnar upphæðir í flokkssjóð. Hvernig Enginn óvinafögnuður Jón Ólafsson bauð þúsund manns sem koma við sögu í nýrri bók um hann sjálfan I útgáfuteiti í gær. Meðal gesta sem þáðu boðið var Björgólfur Guðmundsson aðaleigandi Landsbankans. Vel fór á með þeim Jóni og Björgólfi sem hlæja hér hjartanlega með syni Jóns, Kristjáni Jónssyni. gerðist það? JÓ: Ja, varðandi afslættina. Það var nú þannig að þegar ég var ritari Varðar, og upphaflega var ég gjald- keri Varðar, þá sá ég alla reikninga frá Morgunblaðinu. Og þetta var á þeim tímum þegar Morgunblaðið var í mjög nánu sambandi við flokk- inn. Enda fjölskylda Geirs Hall- grímssonar sem stjórnaði Morgun- blaðinu. Reikningarnir komu allir á fullu verði fyrir auglýsingar og svo neðst stóð afsláttur 100 prósent. ÞG: Fengu þeir ókeypis auglýs- ingar í Morgunblaðinu? JÓ: Já, þeir fengu það. Og þegar við stofnuðum Bylgjuna og það var að fara í gang þá talaði Kjartan við mig og óskaði eftir því að fá sams konar kjör hjá Bylgjunni. Ég gerði honum grein fyrir því að það myndi ekki gerast því við værum almenn- ingshlutafélag en ég lofaði því að þeir myndu fá hæsta gefinn afslátt hjá félaginu. Þetta lagðist ekki vel í þá. Varðandi ijárstyrkinn sem var beðið um þá komu Sigurður Gísli Pálmason og Páll Kr. Pálsson til Sig- urðar G. sem var þá formaður fé- lagsins og gerðu honum grein fyrir því að þeir mætu stöðuna þannig að við ættum að leggja fimm miUjónir á ári til flokksins. ÞG: Til Sjálfstæðisflokksins? JÓ: Já. Sigurður hafnaði þessu á þeim tímapunkti án samráðs við mig. Sem var sennilega hárrétt á þeim tíma en svona eftir á að hyggja hefði kannski verið betra að láta þá fá þessar fimm milljónir. Kannski ég hefði fengið einhvern frið fyrir þeim. ÞG: Heldur þú að það sé rótin á vandanum? JÓ: Ég veit það ekki. Ég get ekki svarað þessu. ÞG: Þjóðin þekkir samskipti þín og Hannesar Hólmsteins. Það er flallað um það í bókinni að þú og Jón Ásgeir hafið ætlað að kaupa eitt stærsta dreifingarfyrirtæki Norður- landa en umræðan hér heima um bæði mútumálið annars vegar og Jón Ásgeir og hins vegar þau orð sem Hannes lét um þig falla hafi eyðilagt þessi kaup. Hvað gerðist? JÓ: Mér er sagt að einhver dreng- ur starfaði hjá þessum banka í Dan- mörku og mér skilst að hann sé son- ur einhvers hjá lögregluembættinu. Og það hafi orðið til þess að hann hafi kippt að sér höndunum af því að það hafi komið bein lýsing á ein- hverju máli beint frá lögreglunni hér á íslandi. Nú veit ég ekki hvort þetta sé rétt en þetta var skýringin sem ég fékk. Þar með féll þessi díll um sjálft sig, þetta var stór díll og hefði verið skemmtilegt að takast á við þetta. Ég held að þessi maður sé skyldur ein- hverjum manni hjá lögreglunni. ÞG: Hver er þetta? JÓ: Ég kann ekki nöfnin á þessum mönnum. ÞG: Veistu hver þetta er? JÓ: Nei, ég veit það ekki. En varð- andi Hannes. Það er alveg ljóst að skrif Hannesar á netinu á ensku urðu til þess að þetta mál kom þarna upp og líka tvö, þtjú mál komu upp í Englandi. ÞG: En hefur þú ekki samvisubit yfir því að maðurinn þurfi að selja húsið sitt vegna svona ummæla? JÓ: Nei, ég hef það ekki. ÞG: Hafið þið verið í samskiptum eftir að dómurinn féll. JÓ: Já, já hann hringdi í mig um daginn eftir að ég var í viðtali uppi á Stöð 2 og sagðist trúa öllu sem ég hafði sagt þar og hann var að spyrja eftir því hvort ég væri ekki tilbúinn til að fella hana niður. En hann hafði samt sama dag sagt það opinberlega að hann stæði við allt sem hann hefði sagt. ÞG: Þú ert að segja að Hannes hafi hringt í þig og beðið þig um að fella skuldina niður? JÓ: Hann bað vægðar. ÞG: Og hvað sagðir þú? JÓ: Ég sagði því miður, að þetta mál væri gengið of langt. Við verð- um að klára þetta. Það er bara stað- an. ÞG: Viltu ekki gefa honum neinn afslátt á þessari upphæð? JÓ: Það er ekki mitt að gera það. ÞG: Það er þitt að gera það. JÓ: Nei, það er ekki mitt að gera það. Ég má ekki gera það ÞG: Bað hann þig ekki afsökunar? JÓ: Nei, hann gerði það ekki. ÞG: Ef hann bæði þig afsökunar? JÓ: Það er of seint. ÞG: Það er talað um það að þú hafir byggt upp þitt viðskiptaveldi á eiturlyfjasölu. JÓ: Já, það er eitt af því sem Hannes hefur verið að tala um og einhverjir fleiri aðilar. ÞG: En er ekki eðlilegt að menn komi inn á það vegna þess að það er þekkt, og kemur fram í bókinni, að þú neyttir sjálfur eiturlyfja. JÓ: Já, já. Á þeim tíma sem ég er unglingur var ég eins og margir aðr- ir sem taldi það að þetta væri hin friðsamlega bylting. Þessi hippabylt- ing sem var að eiga sér stað. Ég hef alveg viðurkennt það og það er eins og það er. Ég er 17, 17, 18 og 19 ára gamall krakki þegar ég er að gera þetta. En það að ég hafi efnast á ein- hverjum eiturlyfjaviðskiptum er al- gjörlega út í hött. Enda væri mikið að í þessu þjóðfélagi ef einhver gæti efnast á því, og borið svo mikið á í þjóðfélaginu eftir á, þá er eitthvað mikið að kerfinu hér að fylgjast ekki með slíkum aðilum. Eins og ljóst er búið að vera, það er búið að fylgjast ansi vel með mér, heldur þú að það væri ekki K, ' búið að rannsaka þetta? fyi Heldur þú að það sé ekki búið fiý" að rannsaka þetta? ÞG: Hafa mistök þín í æsku elt þig allt þitt líf? JÓ: Já, þau hafa gert það og munu gera það. Og þó það komi fram í bókinni mjög skýrt, meira að segja haft eftir einum lögreglumanni sem að hafði með þessi mál að gera, að þetta væri allt saman stormur í vatnsglasi. Þetta hefur aldrei af mér farið. Af því það hefur verið alið á þessu algjörlega út í eitt. ÞG: Það var talað um það á sínum tíma að þú værir aðili að stærsta skattsvikamáli íslandssögunnar. Þetta næmi þrjú þúsund milljónum. JÓ: Já, sem ég skuldaði ríkinu í skatta. ÞG: Síðan kemur fram í bókinni og er sagt að eftir standi litlar 600 milljónir. Mér finnst þetta reyndar ekkert litlar fjárhæðir. JÓ: í fyrsta lagi talandi um þrjá milljarða og 600 milljónir þá er það lítið miðað við þrjá milljarða. En 600 milljónir eru gífurlega miklir pen- ingar. ÞG: Trúir þú því sjálfur að Davíð Oddsson beiti sér persónulega gegn þér? JÓ: Áður en við fórum að skrifa þessa bók þá var ég efins. Eftir að ég sé hvað kemur ffarn í bókinni, við verðum að átta okkur á því að bókin er um mig en ekki við mig þannig að þeir sem hafa eitthvað um mig að segja eru allsráðandi í bókinni. Þannig að það er ansi lítið frá mér í bókinni, mest frá öðrum. Eftir að hafa lesið bókina og séð hvað menn hafa að segja. Já, ég trúi því. ÞG: Nefhdu mér eitt dæmi. JÓ: Ég held að upphlaup hans varðandi skattamálið segi allt sem þurfi að segja um það. ÞG: Að hann hafi beitt sér per- sónulega gegn þér? JÓ: Algjörlega. Og ég líka, Einar segir frá því í bókinni þegar hann Eldjárn var að halda upp á eitthvað afrnæli sitt og tækifærisræður voru tvær, annars vegar Einar Kárson og hins vegar Davíð Oddsson. Menn voru að slá á létta strengi, allavega Einar í sinni ræðu. Og svo kom Dav- íð og öll ræða Davíðs snerist um Jón Ólafsson. Hún var ekki skemmtileg. Hún var bitur. Hann var heltekinn af því að ég hafði keypt í FBA. Það hlýt- ur að segja eitthvað. Á góðri stundu um vini sinn sem er búinn að vera vinur hans frá því þeir voru ungling- ar þá þarf hann að eyða sinni tæki- færisræðu í að tala um mig. ÞG: Hvers vegna ertu svona um- talaður og hvers vegna hefur þetta fólk svona illan bifur á þér sem segir af þér sögur, sem eru margar hverjar slæmar? JÓ: Flestar þessar sögur eru svona. Að menn segi bara af því bara ef þú spyrð þá. Af hverju gerði hann þetta eða hvað gerði hann. Hann gerði það bara, það vita það allir. Það vita allir að hann gerði þetta svona. Það er nú góð saga sem er í bókinni um unga stúlku sem var að hjálpa okkur að afrita allar blaða- greinar og viðtöl sem við mig hafa verið tekin í gegnum tíðina. Þar var maður að vinna fyrir Hannes Hólm- stein. Hann sveif að stúlkunni og spurði hana hvað hún væri að gera. Hún sagði honum það, hún væri semsagt að ljósrita gögn um mig fyr- ir þessa bók. Þá sagði þessi maður víst: Þú veist að Jón Ólafsson er dóp- sali? Nú? sagði hún. Ekki vissi ég það. Jú, jú, hann er dópsali. Nú sagði hún. Keyptir þú dópið þitt af hon- um? Þá sagi maðurinn nei, ég hef aldrei keypt dóp. Nú, sagði stúlkan. Keyptu vinir þínir dóp hjá Jóni? Nei, vinir mínir hafa aldrei keypt dóp. Nú, hvernig veistu það þá? Af því það vita þetta allir, sagði hann. Þetta er það sem sagt er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.