Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 15 Skúli Eggert Þórðarson skattrannsókn- arstjóri svarar Jóni Ólafssyni og segir vart hægt að finna verri mann en sig til að bera upp á brennivínssögur. Hann hafi síðast fundið til áhrifa áfengis 10. júni árið 1977. „Veistu... ég nenni ekki að setja sjálfan mig á þetta plan. En ég fann síðast til áfengisáhrifa 10. júní árið 1977. Ég hef ekki smakkað vín í 30 ár,“ segir Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri ríksins, spurður um þær fullyrðing- ar Jóns Ólafssonar að hann fari um borg og bý lausmáll undir áhrifum áfeng- is og ræði frjálslega um málefni embættisins. Skúli Eggert segir að telja megi á fingrum annarrar handar þau sam- kvæmi sem hann hefur sótt síðast- liðin tíu ár eða svo. „Þetta er bara uppspuni frá rótum. Annað hvort hefur einhver skrökvað þessu að Jóni eða Jón er að skrökva þessu sjálfur." Bindindismaður í þrjátíu ár Aðspurður segist Skúli Eggert ekki vera AA-maður en áfengismál hans hafi verið með þeim hætti að hann gerðist bindindismaður fyrir þrjátíu árum. „Alger bindindismað- ur og er það ekkert til að skammast sín fyrir.“ Varðandi það sem Jón segir um að embættinu hafi verið lofað 20 milljónum í aukafján/eitingu að því gefnu að það hjólaði í Jón og Jón Ás- geir segir Skúli Eggert alveg úr lausu lofti gripið. „Ég átti fyrst samtal við Davíð Oddsson í nóvember árið 2003. Rannsókn hófst 21. febrúar árið 2002. Þannig að Davíð Oddsson hefur aldrei lofað mér einu né neinu, farið fram á eitt né neitt í tengslum við þetta mál eða önnur." „Þetta virkar á mig sem fyllirísröfl. Hann hefði ekki getað hitt á verri mann en mig með að segja fullan sem fyllirísröfl. Hann hefði ekld get- að hitt á verri mann en mig með að segja fullan. En það segir sitt um á hvaða plani þessi maður er. Þetta dæmir sigsjálft." Spurður hvað valdi þessum ein- dregnu og alvarlegu ásökunum Jóns, hvort þarna geti verið um það að ræða að verið sé að vekja athygli á bókinni, segist Skúli Eggert ekki geta svarað því. „En þetta náði í það minnsta at- hygli JtttBmmÍíf! ' ■ þinni." jak- ob.-dv.is FyllirísröfI Jóns Skúla Eggerti þykir það stórmerkilegt að Jón hafi getað fundið það eitt að embættisfærslum sínum að hann hafi ver- ið á „...prívat-samtölum við Davíð eða á fylliríum úti í bæ. Þetta virkar á mig Skúli Eggert Þórð- arson Segir fullyrð- ingarJóns virka á sig sem fyllirisröfl en sjálf- ur fann hann síðast til áhrifa áfengis lO.júni árið 1977. Klúður í Kastljósi Jón Ólafsson fór fyrirvaralítið upp í höfuð- stöðvar Ríldsútvarpsins í Efstaleiti snemma í gærmorgun og hafði með sér lögfræðing sinn og gamlan samherja, Sigurð G. Guðjónsson. Tilgangur ferðarinnar var að krefjast skýringa á ástæðum þess að viðtali við hann í Kastljósi Ríkissjónvarpsins var slegið tvívegis á frest í fyrrakvöld. Jón vildi ekki trúa orðum stjórn- enda Kastljóss og yfirmanna RÚV þess efnis að um tæknileg mistök hefði verið að ræða. Jón er vel kunnugur sjónvarpsrekstri sem al- kunna er og fékk ekki botn í hvers vegna það þyrfti að taka sólarhring að samhæfa hljóð og mynd á vídeóspólu. Þórhallur Gunnarsson, stjórnandi Kast- ljóss, og Egill Eðvarðsson, framleiðandi þátt- arins, tóku á móti Jóni og lögmanni hans og féllust á að útskýra málið. Sérstaklega vildi Jón tryggja að viðtalið yrði sent út í upphaflegri mynd og óstytt. Eftir að hafa hlustað (útvarpshúsinu í gær- morgun Jón Ólafsson og Sigurður G. Guðjónsson. á útskýringar framleiðandans og út- sendingarstjóra Kastljóss- ins og horft á viðtalið yfir- gáfu Jón og lögmaður hans húsið fullvissir um að ekki væru brögð í tafli. „Ég skil samt ekki hvað þarna fór úrskeiðis en ég trúi þeim,“ sagði Jón Ólafs- son í samtali við DV í gær. Jón Ólafsson og Einar Kárason Þeirsögðust ekki geta sagt til um hvort bókin væri pólitisk sprengja. En Einar sagði furðu sæta hversu litlir sem miklir eldar kviknuðu alls staðarþarsemJónfer. Málin útskýrð Egill Eðvarðsson útskýrir tæknileg mistök fyrirJóni Ólafssyni og lögmanni hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.