Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 Síðast en ekki síst DV * -rx Össur Skarphéðinsson, þing- maður Samfylkingarinnar og for- maður þingmannanefndar Atl- antshafsbandalagsins, er staddur í kóngsins Kaupmannahöfn um þessar mundir þar sem hann situr nefndarfundi. Össur hefur löngum verið maður alþýðunnar og hann sýndi það í verki þegar honum var boðið til kvöldverðar hjá Friðriki Danaprinsi. össur segir á vef sín- um að hann hafi afþakkað það og frekar farið og hitt „færeyska prinsinn" Flovin Þór Næss og farið með honum á pöbb- arölt. Flovin þessi þykir vera besti Ha? Frekar Flovin en Friðrik skákmaður Færeyinga nú um stundir og kynntist Össur honum á öndvegiskránni Grand Rokki fyrr í sumar. Össur er mikill áhugamað- ur um skák og einn af helstu stuðn- ingsmönnum Hróksins. Hann lét fylgja með að hann hefði heyrt að Friðrik prins kynni ekki mann- ganginn en hvort það réði úrslitum um hvorn hann fór að hitta skal ósagt látið. Hitt er þó víst að hann vildi frekar hitta Flovin en Friðrik. Hvaðveistþú um Jðnsbok 1. Um hvern er bókin? 2. Hver skrifaði hana? 3. Hver gefur bókina út? 4. Hvað er hún löng? 5. Hvert er fyrsta orðið í henni? Sonur landsliDsþjálfara í Herra ísland Lofar að rífast ekki í dámnefndinni Svörneðst á síðunni Hvað segir mamma? „Það er engin ein- föld skýr- ing á því afhverju hún hún hefur náð svona langt," segir Guð- munda Áslaug Bjarnadóttir, móðir Margrétar Láru Viðarsdóttur fótboltastjörnu.„Hún er svakalega áræðin og viljasterk og hefur unnið markvisst að því að ná svona langt eins og raun hefur orðið. Ákveðnin hefurþó aðallega einskorðast við fótboltavöllinn þvi hún er afskap- lega Ijúfog góð í umgengni. Hún byrjaði að sparka fótbolta á fimmta ári og spilaði bæði við stelpur og stráka. Það eru áreiðanlega nokkrir strákarnir hérna í Eyjum sem hafa verið tæklaðir af henni." Margrét Lára Viðarsdóttir er fædd 25. júlí 1986 fVestmanna- eyjum. Hún ólst að mestu upp á fótboltavellinum hjá ÍBVog er sárt saknað úr liðinu þaðan. Hún hefur undanfarið leikið með Val og landsliðinu. Hún var marka- hæst allra kvenna I Landsbanka- deildinni í sumar, með 23 mörk í 14 leikjum. GOTT hjá Jakobi Má Jónharðssyni H einkaþjálfara að blása lífi í unga stúlku sem fékk hjartastopp á dans- gólfi í Keflavik. 1. Hún er um athafnamanninn Jón Ólafsson. 2. Einar Kárason skrifaði hana. 3. Það er Mál og menning. 4. Hún er 500 blaðsíður. 5. Það er orðið það. „Ég er náttúrulega með mikið keppnisskap eins og pabbi þannig að ég á ekki eftir að standa þarna og brosa ef ég lendi í átjánda sæti,“ segir Jón Gunnlaugur Viggósson sem tekur þátt í Herra ísland keppninni sem fram fer í næstu viku. Jón hefur vakið athygli fyrir frísklega framkomu og hraustlegt útlit og vonast því eftir góðum ár- angri í keppninni. Jón er sonur Viggós Sigurðsson- ar landsliðsþjálfara íslands í hand- bolta. Hann segir að þó margt sé l£kt með þeim feðgum, sérstaklega hvað varðar keppnisskapið, sé ólík- legt að hann fari að malda í móinn við dómnefndina eins og föður hans sé stundum tamt á hand- knattleiksvellinum. „Nei, nei. Ég er ekkert að fara að hysja buxurnar upp að hnjám og öskra á dómarana," segir Jón hlæj- andi. Aðspurður um ástæður þess að hann taki þátt í Herra íslandi svarar hann því til að félagi sinn hafi skráð sig: „Ég hugsa reyndar að allir strák- arnir í keppninni svari því þannig að einhver annar hafi skráð sig. Jafnvel þótt þeir hafi gert það sjálf- ir. Hvað mig varðar þá var ég búinn að skrá félaga minn í Idolið, Bachelorinn, Fitness og allt mögu- legt. Hann svaraði til með því að skrá mig í Herra ísland. Og þegar kallið kom skoraðist ég ekki undan áskoruninni. Ég sé náttúrulega ekk- ert eftir því. Þetta er búið að vera mjög gaman og ég hlakka mikið til keppninnar," segir Jón og hrósar aðstandendum fyrir fagmannleg vinnubrögð við undirbúning keppninnar. andri@dv.is Enn vitnað í Löggubókina „Þessi mynd er tekin af tilefni útkomu bókar sem ég skrifaði fyrir íþróttafélag lögreglumanna, hún hét Löggubókin," segir Sigurður Hreiðar. Á gömlu myndinni, sem tekin er árið 1987, situr Sigurður fyrir ásamt nokkrum félögum í íþróttafélaginu í gamaldags Svörtu-Maríu. Efniviður bókar- innar var sannar lögreglusögur, ( aðallega íslenskar en nokkrar frá Norðurlöndunum. „Þær íslensku vann ég upp úr gömlum lögreglu- skýrslum en not- aðist einnig við frásagnir lögreglu- manna. Hinar þýddi ég. Þetta gekk ágætlega og bókin seldist vel, það er meira að segja mikið vitnað í hana ennþá," segir Sigurður Sigurður Hreiðar Ásamt félögum sínum I löggunni við útkomu Löggubókarinnar. Krossgátan Lárétt: 1 léleg, 4 djörf,7 enda,8 matreiða, 10 hita, 12 fantur, 13 skraut, 14 dimm, 15 sjór, 16 dreifa, 18 dá, 21 duglegi, 22 hluta, 23 þvingar. Lóðrétt: 1 henda, 2 tímabil, 3 slúður,4 ætt- ingjar,5 kostur,6 þreytu, 9 sló, 11 flík, 16 kúst, 17 pípur, 19 félaga, 20 hreinn. Lausn á krossgátu •jæi OZ *u|A 6 L 'Jpj z i 'dos 91 l l 'isne| 6 'en| 9 jeA s '>i|9jp|A>js y '»?t|tjer>| £ 'p|o z 'ajs t liajgoi 'Jfyj ÍZ 'ued ZZ '!|njo iz 'J|ao 8 L 'ejjs 91 jeq s 1 'jjgp Þ l 'tund £ l jog 3 l 'ef|A 01 'ep|a 8 'ejnfu 'IQAS y '>|g|s 1 :iiajen *g i5 h . . /I iftÚTttfitII ^ — fct'2 m 2 -2 H 44 fD ,C2\ iH ó »*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.