Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005
Fréttir DV
Kostir & Gallar
Ari erstöðugur sem klettur og
stálminnugur.
Hann er þrjóskur og hefur
óskiljanlegt dálæti á Rás 1.
„Hann Ari er algjör klett-
ur, mjög heilsteyptur
karakter og er aivöru-
vinurmanns.Þaðer
mjög erfitt að koma
honum úr jafnvægi. Hann höfð-
ar þannig til allra að þegar
hann talar þá er hlustað aföll-
um. Þarsem við klifrum mikið
saman I fjöllum er traust að
hafa hann á hinum endanum.
Það versta við hann er að ég hef
aldrei séð gallana á honum. Dá-
læti hans á Rás I erhins vegar
yfirþyrmandi."
Árni Árnason, kllfurtélagi og vlnur.
„Traustur og góður vin-
ur. Vinnum mikið sam-
an. Gerist allt á réttum
tíma. Hann er mjög fljót-
ur að hugsa og taka
ákvarðanir.
Ofsalega hugmyndaríkur og
hugsar frábærlega utan kass-
ans. Hann man líka allt mögu-
legtsem ég geri ekki og virkar
þvi vel sem samstarfsfélagi. En
hann er þrjóskari en andskot-
inn.“
Ragnar Th. Sigurðsson Ijósmyndari.
Leikskólastjóri í Breiðholti segir ástandið á vinnumarkaði þannig að búið sé að
ráða flesta sem vilja vinna á leikskóla. Umsóknum fjölgi frá furðufuglum, geðsjúk-
um og fólki sem sé óhæft til vinnu. Sveinn Magnússon. framkvæmdastjóri Geð-
hjálpar, og Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður Vinnumiðlunar höfuðborgar-
svæðisins, vilja að geðsjúkir fái tækifæri á vinnumarkaði.
Leikskólar Taka viðsi-
fellt fleiri umsóknum frá
fólki sem er óvinnuhæft.
vnna
a
„Það má segja margt
gott um Ara, hann er
náttúruiega frábær
bróðir, mjög stabíll og
veit nákvæmlega hvaða
leið hann velursér. Hann er
mjög meövitaður um það sem
hann gerir og hrein hamhleypa
til verka. Hann lifir áþviað hafa
mikiö að gera og tekstþað llka
vel. Viö vorum auövitaö eins og
venjulegir bræður en það kom
mér illa að vera yngri þar sem
striðnin kom alltafniður á mér.
Gallarnir leynast áreiðanlega
hjá honum eins og öðrum þótt
mér reynist erfitt að koma auga
á þá I svipinn. Hann getur
reyndar verið soldið einstreng-
ingslegur og stendur á sinu
fram i rauðan dauðann."
Egill Már Guðmundsson, arkitekt og
bróðir Ara.
Ari Trausti Guðmundsson er fæddur 3. des-
ember 1948. Hann lauk stúdentsprófi frá
MR 1968 og er cand. mag. í jarðeðlisfræði
frá Óslóarháskóla. Hann erþekktursem
veðurfræðingur frá Stöð 2 en hefur einnig
skrifað fjölda bóka, bæði Ijóðabækur og
bækur um jarðfræði. Hann hlaut Bók-
menntaverðlaun Halldórs Laxness árið
2002.
Kepler hluti
Landsbankans
Landsbankinn hefur lok-
ið kaupum á verðbréfafyrir-
tækinu Kepler Equities.
Kaupin eru með fyrirvara
um samþykki eftirlitsaðila í
þeim löndum þar sem fyrir-
tækið starfar: í Frakklandi,
Sviss og á íslandi. Skilyrðum
kaupanna hefur verið full-
nægt og því er Kepler orðinn
hluti af samstæðu Lands-
bankans sem á nú alls 82%
hlutafjár í fyrirtækinu. Kaup-
verðið er um 5,8 milljarðar
króna.
Um þessar mundir er frekar sérstakt ástand á íslenskum vinnu-
markaði. Almenningur hefur meiri möguleika á hálaunastörfum
og því gengur erfiðlega að manna láglaunastöður. Þetta ástand
hefur nú orðið til þess að fólk sem ekki hefur fundist það eiga
heima á vinnumarkaði leitar sér að vinnu.
„Það hefur svolítið borið á um-.
sóknum frá furðufuglum og fólki
sem á við geðræn vandamál að
stríða," segir leikskólastjóri sem DV
hafði samband við vegna frétta af
mannaráðningum á leikskólum í
Reykjavík.
Leikskólastjórinn sem er kona og
starfar í Breiðholti vill ekki láta
nafns getið. Hún segist telja ástæð-
una fyrir þessari þróun meðal ann-
ars vera þá að Vinnumiðlun höfuð-
borgarsvæðisins hvetji fólk af at-
vinnuleysisskrá til að sækja um
vinnu á leikskólum.
„Þá er þetta oft fólk sem hefur
ekki verið á vinnumarkaði lengi og
er í raun óvinnuhæft," segir hún og
bætir því við að launa-
hækkun sé eina lausn
vandans. Það geri starf
leikskólakennara og
menntunina eftir-
sóknarverða fyrir hæft
fólk.
Sveinn Magnússon
Framkvæmdastjóri Geð-
hjálpar segir fjölmarga
geðfatlaða einstaklinga
fullfæra um að vinna á
leikskóla.
Frábærir starfskraftar
Sveinn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að
Qöldi fólks með geðræn vandamál
sé á vinnumarkaði. Hann segir að
Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðis-
ins meti það hvernig vinna hæfi
hverjum fýrir sig og vísi fólki á rétt-
an vinnuveitanda.
„Það eru margir geðfatlaðir sem
eru fullhæfir til margs konar vinnu
og þar á meðai vinnu á leikskóla.
Það er ekki nema um sé að ræða
mjög alvarlegt, geðrænt vandamál
sem það gengur ekki. Geðhjálp er til
dæmis með fólk í vinnu sem er með
geðræn vandamál og það eru frá-
bærir starfskraftar," segir Sveinn
sem telur samfélaginu til bóta að
koma fólid með geðræn vandamál
aftur út á vinnumarkaðinn. Hann
segir orð leikskólastjórans lýsa
stuðningsleysi og fordómum í garð
geðfatlaðra.
Skilninqur og skynsamleg
viðhorf
Hugrún Jóhannesdóttir, for-
stöðumaður Vinnumiðlunar höfuð-
borgarsvæðisins, segir að ástandið
sem nú er á vinnumarkaði leiði til
þess að fólk sem hafi verið lengi án
„Þá erþetta oft fólk
sem hefur ekki verið á
vinnumarkaði lengi
og er í raun óvinnu-
hæft."
vinnu leiti aftur út á markaðinn.
„Vinnumiðlunin metur það
hvernig starf hæfi hveijum fyrir sig
og það er hið besta mái að fá fólk
sem ekki hefur verið á vinnumark-
aði um langt skeið. Varðandi ráðn-
ingar á leikskólum þá er ekki á færi
hvers sem er að vinna slík störf og
við metum sérstaklega þá einstak-
linga sem við beinum þangað.
Vinnuveitendur hafa í flestum til-
fellum vitneskju um heilsufarsleg
vandamáf hvers umsækjanda og
margir sem eiga við geðræn vanda-
mál að stríða eru fullfærir um vinnu
á leikskóla. Stundum þarf bara
skilning og skynsamleg viðhorf
vinnuveitanda," segir Hugrún og
bætir við að stundum þurfi þetta
fólk aðeins eitt tækifæri til þess að
snúa aftur út á vinnumarkaðinn.
svavar@dv.is
DV kannaði ástandið á fjölda leikskóla í Breiðholti
Búið að ráða þá sem hafa áhuga
Ólöf Helga Pálmadóttir Leikskólastjórinn á Hálsaborg segir launahækkun einu leiðina til að
fjölga leikskólakennurum.
„Ég var búin að ráða í allar stöður í
vor," segir Jóm'na Lámsdóttir, leik-
skólastjóri á Fálkaborg. „Sextíu pró-
sent starfsfólksins er háskólamennt-
að og margir með langan starfsaldur."
Þann 20. október átti eftir að ráða í
72 stöðugildi hjá leikskólum Reykja-
víkur. Þann 9. nóvember vantaði 68
starfsmenn. í Fréttablaðinu á mánu-
daginn kom fram að enn vantaði 68
starfsmenn, flesta í Breiðholti. Það er
því ljóst að á síðustu vikum hafa litíar
breytingar orðið á mannaráðningum
leikskólanna. DV hafði samband við
fjölda leikskólastjóra í Breiðholti og
kannaði ástandið.
Jónína verður meira vör við
manneklu í umfjöllun fjölmiðla en í
beinu starfi leikskólanna.
Á leikskólanum Hálsaborg í Selja-
hverfi á enn á eftir að ráða í eitt og
hálft stöðugildi.
„Það er ljóst að búið er að ráða
flesta sem hafa áhuga á að vinna á
leikskóla og framboð af leikskóla-
kennurum er ekki nægilegt," segir
Ólöf Helga Pálmadóttir sem telur
Jaunahækkun einu lausn vandans
Á leikskólanum Hálsakoti þurfti að
fjölga í starfsliðinu vegna stækkunar á
leikskólanum.
„Mér gekk mjög vel að fjölga
starfsfólki vegna stækkunarinnar og
nú er ég með fullvistaðan og full-
mannaðan leikskóla," segir Inga Dóra
Jónsdóttir, leikskólastjóri á Hálsakoti.
„Við búum vel hér í Breiðholti. Hér
er fólk sem vill vinna og því gengur
starfið ágætlega. En það er ekki mikið
úrval af fólki," segir Sigurborg Svein-
bjömsdóttir, leikskólastjóri á Hraun-
borg. Hún er viss um að staðan væri
önnur ef launin væm hærri.
„Ástandið er gott í augnablikinu
en það má h'tið út af bregða og því
þarf að hækka launin svo ástandið sé
stöðugt. Þetta er skemmtilegur
vinnustaður og hér er gott fólk og
yndisleg böm," segir Sigurborg.
svavar@dv.is