Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAQUR 16. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Hitinn ódýrari á Nesinu í nóvemberblaði Vestur- bæjarblaðsins segir að Hverfisráð Vesturbæjar hafi óskað eftir því við borgar- yfirvöld að skoðað verði hvort unnt sé að lækka húshitunarkostnað í Vest- urbænum með því að tengjast Hitaveitu Seltjarn- arness. Þetta kemur fram á vef Seltjarnarnesbæjar þar sem ennfremur segir að verð á heitu vatni muni vera umtalsvert lægra hjá Hitaveitu Seltjarnarness en hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eyjamenn mótmæla Eins og fleiri sveitar- stjórnir víða um land eru bæjaryfirvöld íVestmanna- eyjum andvíg áformum dómsmála- ráðuneytisins um nýja skip- an í lög- gæslumálum. „Bæjarráð leggst alfarið gegn öllum hugmyndum sem kunna að leiða til þess að dregið verði úr löggæslu í Vestmannaeyjum og felur fulltrúum bæjarins að koma þessum skilaboðum á fram- færi á fundinum á morgun," bókaði bæjarráðið í fyrradag og vísaði þar til kynningar- fundar sem halda átti um málið á Selfossi í gær. ErRÚV ritsicoðað? Ómar Ómar hiphop.is. „Ég held að RÚV sé eitthvað ritskoðað og þá sérstaklega innan siðferðismarka. Ég held að þetta tengist einhverjum reglum hjá þeim frekar en ein- hverjum pólitlskum skoðun- um. Þeir sýna stundum krassandi myndir en fyrir utan þannig efni þá held ég að þetta sé ekkert ritskoðað sér- staklega." Hann segir / Hún segir „Ég held að RÚV sé ekki rit- skoðað. Ég hefenga trú á þvi fyrr en það hefur verið sýnt fram á það. Ég trúi þvi að þetta hafi verið tæknivanda- mál hjá þeim hvað varðarJón Ólafsson. Ég þoli ekki dylgjur og kjaftasögur og trúi þess vegna ekki þessu með ritskoð- unina fyrr en einhver sýnir framáþað." Kolbrún Björnsdóttir sjónvarpskona. Listakonunni Önnu Hrefnu brá heldur betur í brún þegar hún kom að íbúð sinni eft- ir að hafa rekið leigjandann á dyr. Mikil kannabislykt var í íbúðinni ásamt tækjum og tólum sem notuð eru til ræktunar á plöntunni. Leigjandinn hafði notað fataskáp undir ræktunina. Anna hafði samband við lögregluna sem gerði lítið úr málinu. Anna Hrefna fann tæki og tól til ræktunar á kannabisplöntum í íbúð sinni eftir að hafa rekið leigjanda sinn á dyr. Leigjandinn hafði notast við fataskáp í íbúðinni til þess að rækta. I kjölfarið hafði hún samband við lögregluna sem gerði lítið úr málinu. Eftir ábendingu frá DV fóru hjólin að snúast hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. O ESCORT Semi Aufos ESCORT Puill „Hann átti oft í erfiðleikum með að borga leiguna og nú um helgina fékk ég nóg," segir Anna Hrefna, listakona sem leigði ungum strák íbúð í Reykjavík. „Ég leigði honum íbúðina eftir að hafa talað við bæði hann og foreldra hans. Hann leit út fyrir að vera góður strákur og foreldrarnir voru tilbúnir til þess að ábyrgjast skil á leigu svo að ég hafði engar áhyggjur. Hann fékk íbúðina í febrúar og er þar af leiðandi búinn að vera með hana í u.þ.b. níu mánuði," segir Anna. „Hann leit út fyrír að vera góður strákur" Þvílík hasslykt Anna fór að verða vör við að leig- an skilaði sér ekki á réttum tíma. Leigjandinn bar við peningaleysi og bað ávallt um meiri frest til þess að borga leiguna. „Eftir síendurteknar tafir á borg- un ákvað ég að biðja hann að fara úr íbúðinni. Eg átti erfitt með að ná í hann en það tókst fyíir rest. Hann tjáði mér þá að íbúðin væri ólæst og að lyklamir væm á borðinu," segir Anna. Hún ákvað að fara í íbúðina nú um helgina til þess að þrífa hana og gera tilbúna fyrir næsta leigjanda. Þegar hún opnaði hurðina gaus því- lík hasslykt upp á móti henni, svo mikil að hún varð að byrja á því að lofta út. Mold í skápnum „Ég hóf síðan að þrífa íbúðina hátt og lágt en þá fór ég að finna ýmsa hluti sem hann hafði greinilega gleymt að taka með sér eða skilið eft- ir viljandi. Ég fann til dæmis hamar og skringileg skæri i sófanum sem var héma. Ég hélt síðan ( áfram að þrífa og( rakst þá á frekai skrítna hluti. Það var mold og ýmis konar álpappír í fataskápnum í íbúðinni. Þar Vatnsfata Var skilin eftiren hún var notuð til hassreykinga. ■------—---------- vom líka stórar pemr sem líta út eins og hitaperur. Upp á vegg fann ég blað af kannabisplöntunni sem hafði greinilega verið hengt til þerris," segir Anna. í íbúðinni vom einnig hitaperur sem em sérstaklega hannaðar fyrir gróður- hús, stór vatnsfata sem hafði verið notuð til kannabisreykinga, og skófla sem notuð var til þess að vinna í moldinni sem lá á botni skápsins. „Ég fór síðan að leita betur og fann í tösku hérna í íbúðinni töluvert magn af litlum pokurn," segir Anna en fíkniefnasalar geyma ýmist kóka- ín eða amfetamín í slíkum pokum. Of léttvægt mál Hún hafði samband við lögregl- una þegar hún gerði sér grein fyrir því sem hafði farið fram í íbúð henn- ar. „Ég hringdi fyrst og sagði þeim frá þessu en þeir gerðu bara lítið úr þessu og sögðust ekkert geta gert. Því tók ég nú ekki og fór þess vegna með ein skærin niður á Hverfisgötu til þeirra og sýndi þeim. Lögreglumað- ur þar tók skærin en hann sagði mál- ið of léttvægt," segir Anna. Þegar DV komst á snoðir um málið hafði blaðið samband við Hörð Jóhannesson, yfirlögregluþjón, en hann vissi lítið um málið. Þegar blaðamaður sagði honum frá íbúð Önnu Hrefnu var hann fljótur til svars: „Við sendum fíkniefnalögregl- una á staðinn." Þegar þeim höfðu verið gefnar upplýsingar um málið ákváðu þeir að senda fíkniefnalögregluna á stað- inn. Blaðamaður DV fór með Önnu í íbúð hennar og biðu þau eftir lög- reglunni. Fælnir lögreglumenn „Lögreglan kom hingað fyrir utan og sá að það var einhver með mér. Þeir hringdu þá í mig og spurðu hver það væri og ég tjáði þeim að það væri hér blaðamaður. Lögreglumaðurinn brást þá ókvæða við og sagði að ég hefði klúðrað málinu. Þeir lögðu síðan á og keyrðu burt," segir Anna. Fíkniefnadeildin féllst á að mæta á staðinn ef blaðamaður DV færi þaðan. Hann gerði það og í kjölfarið mætti lögreglan. Þeir rannsökuðu staðinn og tóku með sér á brott sýni úr moldinni í skápnum, litlu pokana og uppþornaða blaðið af plöntunni. Anna vonar að þeir rannsaki málið enn frekar. Hún vonar að líf unga stráksins sem leigði af henni færist til betri vegar og að þetta verði til þess að hann segi skilið við ólögleg athæfi sem þessi. atli@dv.is Hörður Jóhannesson Var fljótur að senda lög■ reglu á staðinn. Playstation Anna fann leikja- tölvu i ibúðinni sem leigjandinn hafði skilið eftir. *rfr’ 1 ' t Leigjandinn ræktaði kannabis í fataskáp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.