Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Sandkorn Eirfkur Jónsson • Það var mikið um dýrðir í Fáksheimil- inu í Víðidal á laugar- dagskvöldið þegar BjörkGuðmunds- dóttir og Guðmund- ur Gunnarsson faðir hennar héldú sam- eiginlega upp á af- mælin sín. Björk var fertug og Guðmund- ur sextugur; samtals hundrað ára. Sigur- jón Kjartansson fór á kostum á sviði Fáks- heimilisins, reytti af sér brandara og söng með Möggu Stínu... • Mesta athygli vakti þó afmæliskakan sem Matthew Bam- ey, eiginmaður Bjark- ar bakaði. Matthew er góður bakari og var afmæliskaka hans í formi skúiptúrs sem tók mið af formi DNA-keðjunnar. Alft lífrænt, hollt og svo gott sem sykuriaust... 0 Matthew Bamey mun ekki vera síðri bakari en listamaður og kökur hans allt að því jafh óræðar og listaverkin sem flest- um eru kunn. Matthew bakaði líka brúðkaupskök- una fyrir Jón Gnarr þegar hann gekk að eiga Jóku, nuddara Bjarkar, í Frí- kirkjunni um síðustu áramót... • Eiríkur Bergmann Einarsson, einn helsti sérfræðingur þjóðar- innar í Evrópumál- um, fær slæma dóma fyrir fyrstu skáldsögu sína, Glapræði. Em dómamir mjög í takt við nafn bókar- innar og em gagnrýnendur á einu máii um að Eiríkur eigi að halda sig við Evrópumálin en láta bókmennt- imar í friði. Friðrika Benónýs á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum og hér í blaðinu fær Eiríkur hauskúpu, fyrstur höfunda í jólabókaflóðinu 2005... • Hljómsveitin Hjálmar hélt útgáfu- tónleika í félagsheim- ilinu á Flúðum um síðustu helgi. Stjömuliðið úr Reykjavík streymdi austur og á baiiinu mátti sjá þá Guðna Bergs, Amar Gunnlaugsson og Þorvald Davíð Kristjánsson feg- urðarkóng. Grímur Atlason, vinstri grænn aðgerðasinni, stóð fyrir tónleikun- um og var á staðnum ásamt eiginkonu sinniHelguVölu Helgadóttur sem nú hvílir sig frá fjölmiðl- um með lögfræði- námi í Háskólanum í Reykjavík... • Meðlimir Hjálma lýstu því yfir að hvergi liði þeim betur en á Flúðum og myndu flytja þangað ef þeir ætl- uðu að flytja yfirleitt. Enda hafa gróð- urhús og reggí-tónfist lengi átt sam- leið í víðasta skilningi. Þá er jarðhiti á Fiúðum svo mikiU að gulrætur eiga það tii að spretta upp úr malbikinu á aðalgöt- unniá staðnum... Jón Ólafsson athafnamaður fór mikinn á blaðamannafundi í gær þar sem hann fylgdi nýrri bók sem Einar Kárason reit um hann úr hlaði. Hann sakaði Skúla Eggert Þórðarson um mútuþægni og að fara frjálslega með embætti sitt á fylliríi. Þá sagði hann furðu sæta að ekki hefði farið fram opinber rannsókn á því að upplýsingar um fikt hans sem unglings í fíkniefnamálum hafi lekið úr kerfinu. „Að þessi ágæti maður..., nei, ágætur er hann ekki, þessi stofnana- maður, hefur verið á fylfiríi úti í bæ og sagt það við vin sinn að honum hafi verið boðin 20 milljóna króna auka- fjárveiting tíl stofnunarinnar í tvö ár í senn gegn því að hann færi í mig og Jón Ásgeir," sagði Jón Ólafsson at- hafnamaður á blaðamannafundi í gær. TUefni fundarins var útkoma bókar um Jón - Jónsbók - sem Einar Kárason rithöfundur skrifar. Á fund- inum vandaði Jón skattrannsóknar- stjóra ríksins, Skúla Eggerti Þórðar- syni, ekki kveðjurnar. í viðtalsbroti við Jón sem birtist í Ríkissjónvarpinu á mánudagskvöld sagði Jón Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra hafa boðið Skúla Eggerti tugi mUljóna króna í auka- fjárveitingu færi hann í sig og Jón Ásgeir Jóhannesson. Aukafjárveiting fyrir að hjóla í Jón og Jón Ásgeir Jón sagði á fundinum að viðtals- brotið sem sýnt var í fféttum Ríkis- sjónvarpsins hefði verið slitið úr samhengi. Hann talaði um mjög óvönduð vinnubrögð. Brotið var tekið úr viðtali sem Jón veitti Þór- halli Gunnarssyni í Kastljósinu. Engu að síður ítrekaði hann um- mæli sín á blaðamannafundinum. Skúli Eggert vísaði þessari at- burðarás sem hér er lýst á bug í DV í gær. Hann segist fyrst hafa átt orða- skipti við Davíð tæpum tveimur eft- ir að skattrannsóknin á Jóni hófst. Jón Ólafsson gefur lítið fyrir þá skýringu Skúla Eggerts - eða afsök- un eins og Jón kallar það. „Hér er ég með þessi lög fyrir framan mig,“ sagði Jón og veifaði þeim þar sem samþykkt var auka- fjárveiting tU embættisins. „Þetta er aUt rétt. Stendur hér svart á hvítu. Það var veitt 20 mUljónum í auka- ijárveitingu tU stofnunarinnar. Af hverju? Af því að umsvifin voru svona mikil? Þetta er áður en þeir fóru í mig! Trúi ég þessu? Erfitt að gera það ekki.“ Skúli Eggert lausmáll í glasi Og Jón nefnir til annað dæmi en segist þekkja þau mörg þar sem Skúli Eggert hefur farið frjálslega með völd sín. „Sigurður G. Guðjónsson var árið 2003 frekar en 2004 í jólasamkvæmi hjá Landssímanum. Þar var maður sem segir honum að hann viti hitt og þetta um mín skattamál. Sigurður spyr af hverju hann viti þetta. Þá sagði maðurinn; Skúli Eggert er svo góður vinur minn. Þetta er ekki eina dæmið þar sem Skúli Eggert fer frjálslega með embættisstörf sín. Ég er allavegana með tvö dæmi um að hann sé lausmáll í glasi." Sigurður G. Guðjónsson var staddur á blaðamannafundinum og hann bar ekki brigður á orð Jóns. Ofsóknir á hendur Jóni Jón fór mUdnn á fundin- um. Hann sagðist tU dæm- is aldrei hafa upplifað sig sem óvin rfkisins númer eitt eins og ein spuming- in bar með sér né að hann hafi verið í tUvistarkreppu þess vegna. Hann taldi ^0 frekar að þeir væm í kreppu sem leyft hafa sér að fara svona gegn honum lUct og dæmin sanni: „Þeir em í tUvistarkreppu og eiga lítU, vesæl vopn: Að þeir skuli velta mér upp úr því, barna og nota gegn mér að ég gerði eitthvað af mér sem krakki og unglingur, smáfikt þessum fíkniefnamálum!" Jón Ólafsson lýsti furðu sinni á því rUd sem lætur það hjá líða að dómsmálaráðuneytið láti fram fara opinbera rannsókn þegar upplýs- ingar á borð við þessar leka úr kerf- inu. Því klárt sé að þar hafi einhver opinber embættismaður brotið öll hugsanleg lög sem varða opinbera umsýslu: „En af því að þetta var ég þá mátti gera þetta. Þá vom þeir bara ánægðir með þetta." Jón sagði það reyndar furðu sæta hversu langt hann hefði náð miðað við þær aðstæður sem hann hefur búið við. jakob@dv.is í tilvistar- Kreppu og eiga lítil, vesæl vopn. Að þeir skuli velta mér upp úr því, barna og nota gegn mér að ég gerði eitthvað afmérsem krakki og unglingur, smáfikt íþessum fíkniefnamálum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.