Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Qupperneq 23
DV Sálin MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 23 RÍTALÍN GEGN Samkvæmt rannsókn er lyfið rítalín gagnlegt fyrir einræn böm. Rítalín hefiir hingað til verið notað af of- virkum einstaklingum. í rannsókn á 72 bömum í há- skóla í Indianapolis fengu bömin lyfið eða lyfleysu. 13 bamanna urðu að hætta í rannsókninni að völdum aukaverkana en 44 þeirra sýndu góða svörun við ríta- líninu. Vísindamennimir vara foreldra við aukaverk- ununum og segja nauðsynlegt að hætta meðferð skil- yrðislaust ef aukaverkanir láti á sér kræla. EINRÆNU Birkiaska Umboðs- og söluaðilí Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN Bjarni Birkir Hákonarson hefur þjáðst af þunglyndi frá 12 ára aldri. Bjarni Birkir er afar ósáttur við hvernig tekið var á hans málum og vill því stofna samtök fyrir fólk sem berst við þunglyndi ásamt vinkonu sinni. Bjarni Birkir segir hér sína sögu í von um að hún hjálpi öðrum. Vertu ánægð/ur með það sem þú hefur „Ég hef barist við þunglyndi síðan ég var 12 eða 13 ára gamall," segir Bjami Birkir Hákonarson sem er að stofna ný samtök fyrir fólk sem berst við þunglyndi. Bjarni Birkir fór ekki til sálfræðings fyrr en hann var 18 ára gamall en áður hafði hann enga hjálp fengið. „Þegar ég var tvítugur var mér bent á geðdeild Landspítalans og fékk þar viðtöl við hjúkrunarfræðing og geðlækni en var hvorki bent á nein samtök né Geðhjálp," segir Bjami Birkir ósáttur við hvernig tekið var á hans málum. frj'i: Vinkonan bjargaði lífi hans Bjama Birki hefur gengið illa að haldast í vinnu vegna sjúkdóms síns en reynir að stunda útiveru og hesta- mennsku þegar hann getur. „Úti- veran hjálpar mér mjög mikið og mun meira en einhver lyf. Málið er bara að þegar mér líður illa þá hef ég mig ekki út. Þá vil ég helst liggja heima og breiða upp yfir haus," segir hann og bætir við að hann hafi oft lokað sig alveg af, ekki svarað í síma. „Þegar mér leið hvað verst hvatti vinkona mín mig til að leita mér hjálpar og benti mér á sálfræðing sem ég fór til tvisvar í viku. Það hjálpaði mér samt mjög lítið enda hafði ég varla efni á að mæta til hans,“ segir hann en Bjarni er nýkominn úr end- urhæfingu af Reykjalundi og líður upp og ofan í dag. Langar að eignast fjölskyldu „Vegna sjúkdómsins hef ég flosnað upp úr vinnum og dottið út úr öllu félagslífi," segir Bjarni sem býr enn í for- eldrahúsum. „Foreldrar mínir hafa htið sjúkdóminn fyrr en núna eftir að ég , kom Reykjalundi eru þau farin að átta sig. Hingað til hef ég forðast fjölskylduna en sem betur fer er þetta aht að koma. Við: erum sameinast aftur sem er mjög mikilvægt fyrir mig,“ segir Bjami og bæt- ir við að hann horfi björt- um augum á framú'ðina. „Það er vonandi að manni fari batn- andi, það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Mig langar að eignast mína eigin fjölskyldu og vonandi ger- ist það í framtíðinni." Skammdegið erfiðast Bjami Birkir segir skammdegið fara ofsalega illa í hann og núna sé Bjarni Birkir „Ég veit hvað það er erfitt að koma sér aðstað enda var mér ekki bentá neinn stað,“segir hann og hvetur alla sem líður illa að hringja i 823-8000 eða 849-9976 til að leita upplýsinga um nýju samtökin. DV-mynd E.ÓI því erfiður tími fyrri hann. Hann segir enn fremur afar erfitt fyrir þunglyndissjúklinga að fá viðeigandi hjálp í íslensku samfélagi. Nú sé hann kominn í sjálfshjálparhóp sem hafi hjálpað honum mikið og hann ætlar, ásamt vinkonu sinni, að stofna ný samtök. „Ég hef fulla trú á að það séu fullt af krökkum úti í samfélaginu sem eru að berjast við þennan sjúk- dóm en þora ekki að leita sér hjálpar. Ég veit hvað það er erfitt að koma sér af stað enda var mér ekki bent á neinn stað," segir hann og hvetur alla sem líður illa að hringja í 823-8000 eða 849-9976 til að leita upplýsinga um nýju samtökin. indiana@dv.is 0 Gerðu þér grein fyrir þeirri stað- reynd að þú getur gengið inn í næstu verslun og keypt þér þann mat sem þú þarfnast. • Farðu inn á spítala eða á elli- heimili og þakkaðu svo fyrir heilsu þína. 0 Þakkaðu hinum bílstjórunum í huganum fyrir að fara eftir lögum og reglum á vegum úti. 0 Þakkaðu maka þínun. fyrir að hugsa fallega til þín daglega. 0 Taktu eftir fólkinu í samfélaginu sem þjónustar þig. Mundu eftir að þakka fyrir aðstoðina. 0 Vertu ánægð/ur með að vakna á nrorgnana. Lífið er dýrmæt gjöf. íhugun gerir krafta- verk fyrir heilann SEGÐU BLESS V 7Ekki gera neitt af því sem þú þarft ekki að #gera strax. Það er erfitt að meta aðstæður og bregðast rétt við ef þú ert full/ur af kvíða. 2 Gerðu þér grein fyrir hvað stressar þig upp. Hvað #gerðist sem fékk þig til að líða svona? Slasaðistu eða lentir * rW ■ annarri slæmri lífs reynslu? Var það ein- hver sem þú ræddir við? Leitaðu til fag- aðila og finndu hvað það er sem íþyngir þér svona. 3Spurðu sjálfan þig hvort manneskjan #sém olli þér upp námi minnir;þig á einhvem úr æskunni. Ef þér líður illa með sjálfum þér, hver kom þeirri tilfinn- ingu af stað hjá þér og hvernig? Ef þér líður eins og þú hafir verið yfir- gefinn spurðu þig þá hver það var í æsku þinni sem sniðgekk þig and- lega og/eða líkamlega. 4Þú verður að komast að því hvað manneskjan sem veld- #ur þér uppnámi yrði að gera svo þér líði ekki svona illa. Yrði hún að hætta að gagnrýna þig? Yrði hún segja þér hreint út hvað það er sem hún vill frá þér? Yrði hún að hætta ein- hverju sem veldur þér óöryggi? STalaðu við manneskjuna. Forðastu alhæfingar en #vertu eins nákvæmur og þú getur. Ekki segja einfaldlega: „Þú verður að hjálpa mér.“ Reyndu að gja eitthvað á þessa leið: „Ég larfnast þess að þú hlustir þegar ég tala um áhyggjur mínar og gefir mér ekki ráð nema ég biðji um þau.“ 6Farðu í göngutúr úti í náttúrunni og taktu eftir #öllu því sem þú sérð, hljóðunum og lyktinni. Líttu upp í himininn, niður á jörðina, til beggja hliða og jafnvel á bak við þig. Regluleg íhugun virðist hafa mikil áhrif á þau svæði heilans sem hafa að gera með athygli og skynjun. Sér- fræðingar á sjúkrahúsi í Massachu- setts í Bandaríkjunum segja ytra lag heilans þykkara hjá þeim einstakling- um sem hafa tileinkað sér sérstaka tegund íhugunar. Niðurstöður vís- indamannanna birtast í nóvember hefti NeuroReport. „Niðurstöður okkar benda til þess að íhugun geti gert kraftaverk fyrir heilann."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.