Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1959, Side 9

Símablaðið - 01.01.1959, Side 9
380.lT £ímalflatit XLII. árg. 1. tbl. 1959 Orðsending frá stjórn F.I.S. Undanfarið hafa heyrzt einstakar, en mjög háværar raddir um það, að efni Símablaðsins væri ekki nógu fjölbreytt, það væri ekki nógu skemmtilegt o. s. frv. Hafa þessar raddir heyrzt bæði á aðalfundi og í Félagsráði. Einn- ig hefur því verið haldið á lofti, að „biínkar“ af blaðinu lægju óhreyfðir á vinnustöðum. Símablaðið hefur alltaf verið, og á að vera, okkar áhrifamesti vettvang- ur til að sækja mál okkar á í hendur Alþingis, ríkisstjórnar eða símastjórnar- innar. Okkur er kunnugt um það, að minnsta kosti ríkisstjórnin tekur eftir því, sem í blaðinu er sagt um hagsmunamál okkar. Stjórnir félagsins, sem ábyrgð bera á blaðinu, hafa því jafnan litið svo á, að höfuðefni blaðsins ætti að vera félagsmál, en ekki það tízkuefni, sem fæst til lesturs í tugum blaða og tímarita. Ef áhuginn fyrir félagsmálum er svo lítill í einhverri deild eða á vinnu- stað, að blaðið liggi þar í „búnkum“ ólesið, — sem stjórnin hefur nú ekki get- að fengið sönnur á, — þá gefur það leiða mynd af félagsþroska þeirra, sem þar eiga hlut að máli. En um hiit er stjórninni kunnugt, að of margir lesa blaðið á vinnustað og geyma það síðan þar. Á þann hátt verður lesendahópurinn miklu minni. Blaðinu er ekki síður ætlað að ná til almennings, og kynna hon- um áhugamál og kjör stéttarinnar. Því eru það eindregin tilmæli stjórnarinnar, að hver einstakur félags- maður taki blaðið heim með sér og sjái svo um, að sem flestir kynnist efni þess. — Þá vill stjórnin undirstrika það, að allir þeir, sem eitthvað hafa að segja við félaga sína og um kjaramál, noti blaðið til þess, í stað þess að kasta steini á þá, sem halda blaðinu uppi. Útaf gagnrýni á fjölbreytni blaðsins vill stjórnin benda á, að rúm slíks blaðs er mjög takmarkað, nema með miklum auknum kostnaði. Stjórnin hef- LANOSBOKASAFN 225982 ÍSLANDS

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.