Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1959, Síða 25

Símablaðið - 01.01.1959, Síða 25
sem er þessu kunnugur frá gamalli tíð, en hann hafði áð- ur komið mér í samband við skólann. Og þar með var þeim málum bjargað. Skólinn byrjaði svo 25. ágúst og stóð yfir til júníloka næsta ár, — sem sagt 10 mánaða námstími á ári, en skólinn útskrifar iðnfræðinga á 2 ár- um. — Er ekki námið erfitt? — Jú, skólatíminn er frá kl. 8 að morgni til kl. 3 síð- degis og svo heimaverkefni, sem eru ærið tímafrek. — Hverjar eru helztu námsgreinarnar? — Fyrst og fremst er stærðfræði, rafmagnsfræði og eðlisfræði, auk þess er efnafræði, teikning, mekanikk, (sem er eins konar aflfræði), undirstöðuatriði um vélar og margt fleira. — Hvað segirðu um félagslíf nemenda? — Það er töluvert, t. d. eru skemmti- og fræðslufundir 1—2svar í mánuði, einnig eru farnar skíðaferðir, og svo eru alls konar íþróttakeppnir milli deilda. — Eru margar deildir í skólanum? — Þær eru 10 alls og má nefna m. a. 3 rafmagnsfræði- deildir, sem skiptast í Radio-, Síma- og Háspennuraf- magnsdeildir, efnafræði, vélfræði o. fl. — Þú gazt um í sambandi við félagslífið að hafðir væru fræðslufundir. Hvernig var þeim háttað? — Það var venjulega fenginn verkfræðingur eða sér- fróður maður til að flytja fyrirlestur, og voru þá oft kvikmyndir til frekari skýringar, en á eftir svaraði hann fyrirspurnum. Voru fundir þessir mjög vel sóttir, gagn- legir og skemmtilegir. — Hvernig kunnir þú við Norðmennina? — Mér líkaði vel við þá, þeir eru mjög vinsamlegir í okkar garð, og hef ég ekki annað en allt gott um þá að segja. — Fékkstu nokkurn námsstyrk? — Fyrra árið fékk ég styrk úr menningar- og kynn- ingarsjóði F.Í.S. Og seinna árið fékk ég styrk úr sjóði þeim, sem Mikla norræna ritsímafélagið í Kaupmanna- höfn gaf í tilefni af 50 ára afmæli Landssímans, en það kom sér mjög vel, þar sem ég var með fjölskylduna með mér seinna árið. — Starfaðir þú nokkuð á meðan þú varst þarna? — Nei, því miður varð ekkert úr því af ýmsum ástæð- C - í stærðinni 18x24 til 24x30 (þó ekki skilyrði). D - Óupplímdar. E - Myndirnar skulu auð- kenndar með dulnefni og fylgi nafn þess er mynd- ina tók, í lokuðu umslagi. F - Myndirnar sendist Sima- blaðinu, í Pósthólf 575, fyrir 1. sept. n.k., merkt: „Ljósmyndasamkeppni“. -X Lesist þegar .... Þann 4./3. ’59 var borið til starfsmanna simans blað með „myndum“ sem heitir Póst og símatíðindi, var það 10.—12. tölublað ’58. Þar stóð meðal annars: I.esist þegar við mót- töku! Munu það hafa verið síð- ustu forvöð, þvi flest, sem þar var skrifað, var miðað við ára- mót, og seinni hluta ársins 1958. Sumum varð á að brosa, aðrir höfðu við orð að i mörg ár hefðu þeir starfað hjá sím- anum en aldrei séð þetta blað áður. Kannske sjáum við það seinna, og helzt áður en það, sem þar birtist, fellur úr gildi. S. Sólar-olían. Á síðastliðnu hausti skeði það d-ag nokkurn, að simabil var ekið að benzínafgreiðsl- unni við Suðurlandsbraut og var þar mikið um að vera. — Léttur í skapi og heillaður af sjálfsafgreiðslu þeirri, sem mjög tiðkast á mörgum stöð- um, ákvað símamaðurinn að flýta fyrir afgreiðslu og setja benzinið á geyminn og gekk það fljótt og vel fyrir sig. En honum brá i brún þegar hann uppgötvaði að hann hafði tek- ið sólarolíu en ekki benzín.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.