Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1959, Page 31

Símablaðið - 01.01.1959, Page 31
Skákmeistaramót símamanna er nýafstaðið. stóð það yfir dagana frá 20. jan. til 24. febr. Mótið fór fram í samkomusal F.l.S. í Landssímahúsinu. Teflt var þriðjudaga og fimmtu- daga, og hófust skákirnar kl. hálf níu á kvöldin. Mótið var haldið á vegum Skák- og tafl- félags simamanna, en formað- ur félagsins er Jón Skagfjörð. Þetta var fyrsta reglulega skákmót, sem símamenn hafa haldið, áður hafa aðeins farið fram hraðskákmót. Skráðir þátttakendur í þessu móti voru 24. Keppnisfyrirkomulag var þannig að liinum 24 keppend- um var skipt niður i fjóra sex manna riðla. Siðan fór fram keppni innan riðlanna, og komust þrír efstu menn úr hvorum riðli upp í 1. flokk, en hinir þrír fóru í 2. fl. — Síðan fór fram keppni í 1. og 2. fl. Efsti maður i fyrsta flokki hlaut titilinn skákmeistari símamanna 1959, en tveir neðstu menn fluttust niður i 2. flokk. Tveir efstu menn i 2. fl. fluttust upp í 1. flokk. Ef menn eru jafnir að vinn- Fjöltefli milli síma- manna og Hreyfilsmanna 1959. ingum, þá segir stigaútreikn- ingur, hvoy hærri er. Tveir keppendur hættu þátt- töku, er undanrásum var lokið. Aðrir tveir hættu þátttöku eft- ir að aðalkeppni var hafin, og er skráður 0 vinningur hjá þeim samkvæmt skákreglum. Fyrsti skákmeistari Símans Jón Ágústsson á sér langan skákferil að baki, hann hefur teflt bæði í meistaraflokki Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar. Hann var skákmeistari Hafnarfjarðar 1946—7. Jón cr vel að sigrinum kominn. 1 öðrum flokki var nokkuð tví- sýn barátta um efstu sætin, og fóru leikar þannig að lokum að Þorsteinn og Vilhjálmur unnu sig upp í 1. flokk, jafnir að vinningum en Þorsteinn hærri að stigum. — Að lokum birtum við hér úrslitaskákina úr 1. flokki, milli Jóns Ágústssonar og Guðmundar Þorlákssonar, en á þessari skák valt livor þeirra yrði skákmeistari Sim- ans. Guðmundi nægði jafntefli en Jón varð að vinna. Slcýringar við skákina eru eftir Guðm. Þorláksson. Þ. Ó. Drottningarbyrjun. Hvítt: Jón Ágústsson. Svart: Guðm. Þorláksson. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 Be7 5. e3 0-0 6. Be2 c6

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.