Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Page 16
76 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005
Fréttir DV
Samgöngur í ólagi
Kasmiskur verkamaöur sii
ur á brú sem skemmdist i
skjáiftanum.
Neyðin er síst minni núna en fyrir 20 árum þegar lagið Hjálpum
þeim kom fyrst út. Þá var hjálpinni að mestu veitt til fórnarlamba
hungursneyðarinnar í Eþíópíu en nú ríður mest á að koma fbúum
Pakistans til hjálpar.
„Gleymdu ekki þínum minnsta
bróður," segir í fyrstu línu textans
sem Jóhann G. Jóhannsson samdi við
lag þeirra Axels Einarssonar. Jólin eru
sá tími ársins þegar mörgum verður
neyð annarra hugleikin og því reynist
hjálparsamtökum hægara um vik að
afla fjármagns til verka. Geislaplatan
er nú komin í verslanir og rennur
söluandvirðið, án virðisaukaskatts,
allt til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Neyðin eftir jarðskjálftann í
Pakistan þann 8. október sl. verður
vart minni með hveijum deginum,
þar sem eftirlifandi fórnarlömbum
hans reynist erfitt að draga fram lífið í
þeim kuldum sem þar herja á þeim.
Þjóðin er gjafmild
„Okkur finnst frábært hvað al-
menningur sýnir gjafmildi sína í
verki," segir Jónas Þórir Þórisson,
framkvæmdastjóri Hjálparstarfs
kirkjunnar, um söfnun þeirra fyrir jól-
in. Hann er sammála þeirri gagnrýni
sem hefur komið fram á íslensk
stjórnvöld varðandi lítil ijár-
framlög til neyðaraðstoð-
ar. „Auðvitað vildum við
sem vinnum að hjálpar-
starfi sjá meiri framlög
hins opinbera til hjálpar-
starfa en eins og hefur oft
komið fram erum við
töluvert lakari en ná-
grannaþjóðir okkar."
Á meðan ríkisstjórnin
áætlar að framboð Islands
til setu í öryggisráði SÞ
kosti um 400 milljónir hefur
hún látið 30 milljónir af hendi
rakna til Pakistans.
Neyð enn mikil í Pakistan
I fyrrinótt skók jarðskjálfti upp á
6,7 á Richter norðausturhluta
Afganistans og fannst vel í þeim
héruðum Pakistans sem verst urðu
úti í skjálftanum 8. október og olli
mikilli hræðslu meðal þeirra.
Þó berast inn á milli gleðifréttir frá
Pakistan. Á laugardag fannst fertug
kona á lífi í rústum húss síns þar sem
fólk var að leita að líkúm. Með ólík-
indum má teljast að manneskja geti
lifað svo lengi án matar og vatns eins
og hún gerði, en 64 dagar voru þá
liðnir síðan skjálftinn reið yfir. 80%
vöðvamassa hennar höfðu visnað
samkvæmt upplýsingum lækna á
sjúkrahúsi því sem hún dvelur á.
Um 74 þúsund manns eru talin
hafa látist í skjálftanum og þijár millj-
ónir manna hafast við í tjöldum sem
reynt er að dreifa sem víðast. Gífur-
legir kuldar gera eftirlifendum í fjöll-
um Pakistans erfitt fyrir þessa
dagana og því
nauðsynlegt að
ríki heims
^ > komi þeim
” v \ til hjálpar
\ sem skjót-
ast.
.1
Þyrlur gegna
stóru hlutverki
Víöa eru sam-
göngurenni
ólagi svo þyrlur
eru ómissandi.
DV-mynd AFP Photos
Jónas Þórir Þórisson
Segir skorta á gjafmiidi
rlkisstjórnarinnar.
Mest spilaða lagið fyrir jolin 1985 var án efa Hjálpum þeim. Fjöldi
tónlistarmanna söng lagið sem hljómaði títt á öldum ljósvakans og
rann allur ágóði til Hjálparstarfs kirkjunnar. Nú hefur lagið verið
endurútgefið með nýrri kynslóð tónlistarmanna sem gera sitt til að
gera lífið aðeins auðveldara þeim sem minna mega sín.
mmnsta
í