Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Síða 27
IW Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 27 Lesendur Amundsen fyrstur á Suðurpólinn Á þessum degi árið 1911 varð Norðmaðurinn Roald Amundsen sá fyrsti til að komast á Suðurpólinn - Antartíku, 35 dögum á undan keppi- naut sínum, Robert Falcon Scott. Amundsen hafði áður verið veturlangt á pólnum árið 1897 og einnig unnið það sér til frægðar að hafa fyrstur siglt norður fyrir Kanada. Árið 1909 ætlaði Amundsen sér að verða fyrstur á Norðurpólinn og var við undirbúning ferðarinnar þegar hann frétti að bandaríkjamaðurinn Robert Peary hafði slegið honum við. Hann lét það þó ekki draga úr sér kjarkinn og sigldi þess í stað suður á bóginn. Amundsen náði að sigla nær segul- pólnum með því að sigla skipi sínu inn í Hvalfjörð á Antartíku, 60 sjómílum nær en Scott. Það varð honum einnig til happs í kapphlaupinu að útbúnað- ur hans var betri en Scotts. Amundsen notaðist við sleðahunda á meðan Scott notaði síberíska smáhesta, vélsleða og hunda. Hann náði pólnum á þessum degi fyrir 94 árum og kom aftur að skipi sínu tæplega tveimur mánuðum síðar. Eftir sögulega för sína stofnaði Amundsen farsælt flutn- ingsfyrirtæki. Árið 1925 reyndi hann að verða fyrstur til að fljúga í flugvél yfir Norðurpólinn, en varð frá að í dag eru liðin nákvæmlega 95 ár síðan Vísir kom fyrst út og hét þá Vísir til dag- blaðs í Reykjavik. Það sameinaðist Dagblaðinu í nóvember 1981. hverfa 150 sjómílum frá markinu. Ári síðar flaug hann þar yfir á loftskipi, þremur dögum eftir að Richard E. Byrd gerði svo í flugvél. 1996 fannst dagbók Byrds sem gaf til kynna að hann hafi ekki náð að fljúga yfir pól- inn, svo allt bendir til að Amundsen hafi náð marki sínu. Hann lést árið 1928 þegar hann reyndi að bjarga fé- laga sínum eftir að loftskip hans hafði hrapað í hafið nærri Svalbarða. Úr bloggheimum Dórrwr kjósenda „Margt er það í þessum heimi sem ég skil ekki. Eitt afþví er það hvernig stjórn- máiamenn komast alltafundan því að bera ábyrgðáþví sem þeirgera. Eftil tals kemur að menn axli ábyrgð með áþreifanlegum hætti.yppta menn öxlum og tala um að leggja störfsín í dóm kjósenda. Hvaða rugl er þetta? Afhverju sagði Árni Johnsen afsér? Gat hann ekki bara lagt störfsín í dóm kjósenda? Efalþingismað'ur er tekinn fyrir of hraðan aksturáhann þá að losna við sekt en leggja mál sitt ístaðinn t dóm kjósenda?" Kolbeinn Proppé - kan- inka.net/kolbeinn Wanker „Björn Jörundur varán efa Mr.Dick- head kvöldsins. Þeg- ar hinir dyraverð- irnirsáu hann koma sögðu þeir.J'sjáðu þetta", Björn treður sig í gegn- um röðina..annar dyravörðurinn segir honum aðpassa sig./'efþú ertekki aðvinna hérna drullaðu þér í burtu..ég er að fara inn..." Wanker." Victor Blær - biog.centrai.is/vict- orblaer Beta í Nylon „hahahaha. var að fá sms frá elvis:„sá þig í bænum um dag- inn. þú varst í svona kamóflasúlpu og ég sagði„vá, hvað þúhefur grennst! það eralltannað að sjá þiglí þú varðst mjög skrýtin í framan og þá fattaði ég að þetta væri ekki þú heldur alma í nylon.í hahahahhaöég dey.jesús. efég verð mjó verð ég alma í nylon. hahhahaöjæjaöbetra en liza minelli on a bad binge day" Beta Rokk - abuse.is/web/beta Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Sleppum jólatrjánum fyrip nauðstadda Elín skrífar: „Mig langaði bara að stinga einni lítilli hugmynd að fólki. Ég var að hugsa um neyðina í heiminum, til dæmis í Pakistan þar sem vetrar- hörkur ganga nærri fórnarlömbum jarðskjálftans sem varð þar fyrir tveimur mánuðum. Mér datt þá allt i einu í hug að við gætum auðveldlega látið gott af okkur leiða i sönnum jólaanda og styrkt þetta fólk í þreng- ingum sínum. Væri ekki upplagt að sleppa því að kaupa jólatré þessi jól- in og gefa fr ekar fimm þúsund kaÚ til styrktar þessu fólki. Þótt við mynd- um eflaust sakna jólatrjánna úr há- tíðarhaldinu þá myndi fjarvera þeirra þó í raun vera okkur sem áminning um hinn sanna anda jól- anna. Það er nefnilega sæfla að gefa en þiggja.“ Tvær sjúkraflugvélar ekki nóg Unnur skrifar. í umræðunni undanfarið um framtíð Reykjavíkurflugvallar er tíð- rætt um mikilvægi vallarins fyrir landsbyggðarfólk eins og mig. Sem betur fer er verið að vekja athygli á mikilvægi sjúkraflugs fyrir þá sem hafa ekki hátæknihús í bakgarðinum hjá Lesendur sér. Hér á ísafirði er til dæmis ekki gert ráð fyrir því af hinum háu herrum fjár- málavaldsins að hafa sjúkraflugvél staðsetta á vellinum, þrátt fyrir að svo hafi verið um árabil. Nú á vélin að koma frá Akureyri. Sú staðreynd að hver mínúta skipti máli í lífsbaráttu sjúks eða slasaðs einstaklings virðist ekki komast í gegn hjá hemmum. Hversu hár á fómarkostnaðurinn að vera í mannslífúm talið svo að þeir fari að taka mark á því sem við höfum lengi bent á? Ef ríkisstjómin tekur ekki mark á okkur er kannski önnur leið fær. Það gæti verið ágætis ávinningur trygg- ingafélaganna að bjóða upp á trygg- ingar til handa því landsbyggðarfólki sem vili tryggja sig fyrir skakkaföllum af öllu tagi og að bjóða upp á sjúkra- flugstryggingu sem gæti þá staðið undir rekstri sjúkraflugvélar á Isafirði og fleiri landsbyggðarstöðufn. Þetta gæti hugsast sem trygging gegn því að Flutningur sjúkra og slasaðra Lesartda finnst landsbyggðarfólk eiga betra skilið. of seint sé komið með viðkomandi á tilhlýðilegt sjúkrahús. Ég vil þess vegna benda tryggingarfélögunum á þennan raunhæfa, en vonandi fjarlæga, mögu- leika. Jón Einarsson harmar endurkomu Jóns Baldvins i pólitik efafverður. Maðurinn með hattinn Á síðustu vikum hafa verið settar ffarn hugmyndir um það að fá Jón Baldvin Hannibalsson og fleiri útbmnna krata aftur í ís- lenska pólitík. Jón Baldvin kom meira að segja í Silfur Egils til að staðfesta vilja sinn til þess, þótt hann, undirförull eins og áður, hafi passað sig á að virka ekki of gráðugur. Það hefði líka bara ver- ið pínlegt ef hann hefði tilkynnt um einbeittan vilja sinn til að koma aftur og svo mnnið á rassinn með allt saman. En þau okkar sem muna eftir ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks 1991-1995 muna það að lífið var enginn dans á rósum. Þvert á móti. Atvinnuleysið var fylgifiskur þessarar ríkisstjórnar. Og það kom ekki bara niður á þeim sem voru atvinnulausir. Ríkissjóður mátti þola tekjuskerð- ingu því atvinnulausir voru, og em, ekki aflögufærir til mikifla skattgreiðslna. Sem betur fer sat þessi óhappastjóm ekki annað kjörtímabil. En samt vill fólk fá Jón Baldvin aftur. Talar um hann sem einhverskonar bjargvætt. Nei, Jón Baldvin er enginn bjargvættur. Að tala þannig um mann sem átti sinn þátt í að skapa atvinnu- leysi og þær hörmung- ar sem það hefur í för með sér er eins og segja að Drakúla greifi ætti að annast birgðaumsjón fyrir Blóð- bankann. Leiðtogafundur í Reykjavík Georges Pompidou Frakklandsforseti og Richard Nixon Bandaríkjaforseti hittast. Árið 1973 var gúrkutí'ð meðal ís- lenskra blaðamanna svo ekki sé minna sagt. Eldgos í Vestmannaeyj- um, heimsókn Margrétar Dana- drottningar og sameining tveggja stærstu flugfélaga landsins vom meðal ffétta þessa árs en heimsókn forsetanna tveggja, Nbcons og Pomp- idou var vandlega lýst í máli og myndum. Þeir komu til funda í Reykjavík þann 30. maí þetta ár, einmitt þegar þorskastrið Islands gegn Bretum vegna útfærslu land- helginnar stóð sem hæst. Frásögn Vísis af heimsókninni er mest öll í formi söguhefðarinnar; | fréttamenn lýsa því sem ber fyrir augu og eyru. Undir myndafyrirsögninni „Þiðnuðu" þegar Nixon fór til áhorf- endanna segir: „Nixon veifar mann- fjöldanum, sem stóð og beið hans í nepjunni... Mannfjöldinn fagnaði honum með lófaklappi og fagnaðar- ópum, en einstaka sýndi þó hug sinn til hans með því að baula á forsetann og fylgdarmenn hans. Baulið hætti þó alveg þegar forsetinn gerði lykkju á leið sína og hélt inn í áhorfenda- hópinn og tók menn tali. Má með sanni segja að þessi lykkja hafi skap- að talsverða „þíðu“ í Úðinu." Um miðnætti aðfaranætur 31. maí hafði Nixon birst fyrir utan dyr Bandariska sendiráðsins við Laufás- veg og sagst vilja fá sér hressingar- göngu. Tveir lögregluþjónar slógust í lið með honum og gengu með hon- um um miðbæ borgarinnar, þeir Magnús Einarsson og Tómas Jóns- son, en lífverðir forsetans gengu í humátt eftir þeim. Nbcon var hress og glaður í bragði og tók menn sem urðu á vegi hans tali Einn þefrra sem blaðamaður Vísis ræddi við hafði hitt Nixon á kvöldgöngunni. „Þetta var eins og að hitta gamlan félaga ofan úr sveit,“ sagði viðmælandinn og bætti við að hann vildi óska að íslendingar ættu menn likan honum. Pompidou var hins vegar ekki mikið fyrir hressingargöngur enda var haft á orði hversu veiklulegur hann liti út. Hann lést ári síðar úr krabbameini. Richard Nixon þurfti hins vegar að segja af sér vegna Wa- tergate hneykslisins svokallaða. Af- sagnarbréf sitt afhenti harrn utanrík- isráðherranum Henry Kissenger sem fylgdi honum til íslands árinu áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.