Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1976, Síða 13

Símablaðið - 01.01.1976, Síða 13
Kristján Helgason hóf störf hjá Pósti og síma árið 1948. Sama ár hafði hann lokið prófi frá Loftskeytaskólanum. Kristján lauk símvirkjaprófi 1951. Á þess’um árum starfaði hann hjá Radíóflugþjónustunni og á Radíóverkstæði Landssímans. Kristján stundaði nám við tækniskólann í Osló og lauk þar námi 1958. Hann starfaði síðan sem tæknifræðingur og deildartæknifræð- ingur hjá Radíótæknideild til ársins 1968. Kristján tók við skólastjórastöðu Póst- og símaskólans, er hann var stofnaður. í nóv- ember 1975 var hann settur Umdæmisstjóri I og skipaður í það starf 1. apríl s.l. Kristján Helgason Umdæmisstjóri I. — Verður teljandi breyting á starfs- mannafjölda? — Það er ekki gert ráð fyrir að skipu- lagsbreytingarnar hafa veruleg áhrif á starfsmannafjölda. Vonast er til 'þess að ekki þurfi að fjölga starfsmönnum í náinni framtíð. Með fyrrnefndri verkskiptingu og með því að vinna að aukinni hagræðingu ætti þetta að takast. — Verða einhver störf lögð niður og koma ný störf inn? — Mér er ekki kunnugt um að störf verði lögð niður vegna skipulagsbreyting- anna. Með hagræðingu, aukinni sjálfvirkni úti á landsbyggðinni og sameiningu verk- stæða ætti síðar meir að vera hægt að fækka ársstörfum. Vegna verkefna sem ekki hefur verið sinnt og vegna nýrrar stjómunardeildar, þá gæti starfsmönnum fjölgað í fyrstu. — Verður mikill flutningur starfsmanna á milli deilda? — Já það verður flutningur á starfsfólki milli deilda. í flestum tilvikum er um heila starfshópa að ræða. — Álýtur þú að þessar skipulagsbreyt- ingar breyti áhrifum Starfsmannaráðs á stjórn stofnunarinnar? —- Til þess að Starfsmannaráð verði virkt afl og hafi áhrif á stjórn Pósts- og síma á sem flestum sviðum, þarf það að vera skip- að fulltrúum úr æðstu stjórn stofnunarinn- ar ásamt fulltrúum félaganna. — Kemur til mála að prufukeyra þessar fyrirhuguðu breytingar í einhvern tíma og lagfæra síðan galla ef einhverjir koma í ljós og taka jafnframt tillit til ábendinga starfsmanna, ef einhverjar verða? — Skipulagsbreytingar verða ekki gerð- ar með einu pennastriki. Slíkar breytingar gerast í áföngum og til þess að ná þeim árangri sem til er ætlast, þarf að vera í megin atriðum samstaða um þær. Það er því eðlilegt að staldra við og líta til baka við hvern áfanga og ræða þá kosti og galla sem skipulagsbreytingar hafa í för með sér. SIMABLAÐIÐ 11

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.