Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1976, Side 14

Símablaðið - 01.01.1976, Side 14
Álit Félagsráhs á breytingunurrL: Á fundi Félagsráðs F.Í.S., sem haldinn var 26. febr. s.l. var eftirfarandi álit sam- þykkt: „Félagsráð F.Í.S. hefur haft til meðferð- ar tillögur þær að breytingum á skipulagi Pósts og síma, sem fuiltrúum félagsins voru afhentar 11. þ.m. Þar sem félagið hefur ekki átt aðild að gerð þessara tillagna og að litlu leyti kunn- ugt um rök þau, sem sett hafa verið fram þeim til stuðnings, er mjög erfitt að gefa viðhlítandi umsögn um þær á þessu stigi. Félagsráð telur þó að sú grundvallar- breyting, sem í tillögunum felst, að færa starfsemi og stjórnun í ýmsum efnum út í umdæmin sé eðlileg, en Umdæmi I sé of stórt. í framhaldi af þessari grundvallar- breytingu verði að tryggja umdæmunum nægilegt af hæfu starfsliði til að sinna þeim verkefnum. Það er álit Félagsráðs, að vafasöm sé stofnun nýrrar aðaldeildar og að auðvelt sé að koma verkefnum þeim, sem henni eru ætluð fyrir í öðrum deildum t.d. þannr ig, að Starfsmannadeild, Póst- og símaskóli og Skipulagsdeild verði í Hagdeild (ökor nomiafd.), Þjónustudeild í Rekstursdeild. (traffikafd.) og Fasteignadeild í Tækni- deild. Breytingum gagnvart tæknimönnum í hinum ýmsu umdæmum verði frestað, þar til tæknifulltrúar hafa verið skipaði í um- dæmunum og heyri tæknimenn undir þá. í tillögunum kemur ekki greinálega fram hvaða þýðingu þær hafa fyrir hina ein- stöku starfsmenn og ekki hafa fengist skýr svör við spurningum þar að lútandi. Fé- lagsráð telur nauðsynlegt, að í sambandi við skipulagsbreytingar verði öllum starfs- mönnum gerð grein fyrir verksviði þeirra, hverjir séu yfirmenn þeirra og frá hverjum þeir skuli taka verkfyrirmæli. Félagsráð leggur áherslu á, að engar breytingar séu gerðar á stöðu einstakra starfsmanna sem raska högum þeirra, svo sem búsetuflutningur, tilflutningur á vinnustað eða breytingar á verkahring, án fulls samráðs við þá. Þá leggur Félagsráð áherslu á, að ekki verði rýrðir möguleikar starfsmanna frá því sem verið hefur til að vinna sig upp í stofnuninni með þeirri sérmenmtun sem hún veitir og dýrmætri starfsreynslu, en varar við ofmati á almennri langskóla- göngu. Jafnframt leggur Félagsráð áherslu á, að ekki verði lagðar niður stöður án samráðs við félagið og að nýjar stöður sem skapast vegna skipulagsbreytinga verði all- ar auglýstar. Félagsráð leggur mikla áherslu á, að fé- lagið fái að fylgjast náið með framvindu þessara mála og verði fullgildur aðili að útfærslu þeirra skipulagsbreytinga sem ákveðnar verða.“ Virðingarfyllst, f.h. stjórnar F.Í.S., Ágúst Geirsson, form., Ólafur Eyjólfsson, ritari. Álit nokkurra SLmamanna á breytingunum: Tillögur þær að skipulagsbreytingum Pósts og síma er kynntar hafa verið í Fé- lagsráði, vekja óneitanlega fleiri spurn- ingar, en hægt er að lesa svör við í þeim drögum er fyrir okkur hafa verið lögð til umsagnar. Tel ég raunar forkastanleg vinnubrögð að gefa starfsfólkinu ekki kost á að eiga SIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.01.1976)
https://timarit.is/issue/350014

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.01.1976)

Handlinger: