Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1976, Side 30

Símablaðið - 01.01.1976, Side 30
ur réttlætisins. Þá hefi ég skrifað ráðu- neytinu um þetta en auðvitað ekki fengið neitt svar. Það er vitað mál að sóknarprestar eru allir í sama launaflokki, prófastar hafa eitthvað meira. Þá er sama að segja um sýslumenn, héraðslækna, sýslufulltrúa o.fl. o.fl. Af hverju eru þessi embætti ekki flokkuð eftir því hvar þau eru niðurkom- in? Það væri kannske réttlætismál þegar miðað er við stöðvarstjórana í öllum sínum flokkum. Réttlætinu verður aldrei full- nægt, því sínum augum lítur hver á silfrið, en það er ekki ósanngjarnt að menn fái sömu lein fyrir sama starf hvar sem það er unnið á landinu. Og hver verður svo til að koma því í kring? Það er margt annað sem hægt er að benda á sem viðkemur þessu máli og það á ýmsum vettvangi og ef til vill gefst tóm til þess áður en langt um líður. Árni Helgason Stykkishólmi. Síminn er kominn í kerfið og kerfið æxlar sig vel, nú er ég alveg orðinn eins og hver önnur vél. Hið mannlega er út að murkast hið myndræna fer svo vel, eyðublöð til að útfylla allt gengur fyrir vél. Aukinn mannskapur iðinn að yfirfara í takt og athuga hvort allar skýrslur séu útfylltar skakkt. Nú ruglast menn alveg i öllu og engin sést lengur heild Menn hafa ekki hugmynd um hvað sé i þessari deild. Pví deild með deildarstjóra og deildarfulltrúa þar einkaritara og öllu sem er þar til skemmtunar... Ýmislegt er þarna líka sem enginn getur þýtt, bréfum sjaldan svarað sem er kannske ekki nýtt. Þvi kerfið er kerfisbundið og kerfinu stjórna ber eftir einhverjum reglum sem enginn að sönnu fer. Á. H. 28 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.